Hátt í hundrað manns leitað til Verkalýðsfélags Suðurlands á árinu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. nóvember 2018 21:00 Guðrún Elín Pálsdóttir, formaður Verkalýðsfélags Suðurlands. Vísir/Magnús Hlynur Hátt í hundrað einstaklingar hafa leitað til Verkalýðsfélags Suðurlands á árinu vegna þess að þeir telja sig ekki hafa ekki fengið greidd rétt laun. Formaður félagsins segir ólíðandi þegar vinnuveitendur svíkja fólk viljandi. Samkvæmt heimildum fréttastofu leituðu tveir erlendir einstaklingar til stéttarfélagsins í byrjun nóvember vegna þess að þeir hefðu ekki fengið greidd laun fyrir vinnu á gistiheimili á Suðurlandi. Annar aðilanna hafði verið í fullri vinnu í þrjá mánuði og hinn í einn mánuð. Báðir fengu þeir senda launaseðla á heimabankann en enga greiðslu. Umrætt gistiheimili hefur áður komist í umræðuna vegna svipaðs máls. Guðrún Elín Pálsdóttir, formaður Verkalýðsfélags Suðurlands, staðfestir að málið sé á borði félagsins, en getur ekki tjáð sig um það að öðru leyti. Málin flest tengd ferðaþjónustu Hún segir málið alls ekkert einsdæmi en félagið fær að jafnaði um eitt til tvö mál á viku á borð til sín sem er snúa að vangreiddum launum. Málin tengjast langflest ferðaþjónustunni og oftast eru það útlendingar sem leita til félagsins. „Þeim störfum hefur fjölgað mest og það helst þá auðvitað í hendur. Það er kannski mikill vöxtur og allt að gerast svo hratt. Þeir sem eru að byrja átta sig ekki á því hvernig þetta nákvæmlega virkar. Það eru þarna kjarasamningar sem þarf að fara eftir“ Guðrún segir málin vera misalvarleg en henni þykir leitt að sjá alvarlegri málum fjölga „Þetta er auðvitað ólíðandi. Að það sé verið að koma svona fram við starfsfólk ef það er verið að gera það viljandi. Við höfum öll réttindi og skyldur, bæði atvinnurekendur og starfsfólk. Þegar þeir eru visvítandi að reyna komast hjá því að greiða er það alvarlegt og það á bara ekkert að vera þannig.“ Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Hátt í hundrað einstaklingar hafa leitað til Verkalýðsfélags Suðurlands á árinu vegna þess að þeir telja sig ekki hafa ekki fengið greidd rétt laun. Formaður félagsins segir ólíðandi þegar vinnuveitendur svíkja fólk viljandi. Samkvæmt heimildum fréttastofu leituðu tveir erlendir einstaklingar til stéttarfélagsins í byrjun nóvember vegna þess að þeir hefðu ekki fengið greidd laun fyrir vinnu á gistiheimili á Suðurlandi. Annar aðilanna hafði verið í fullri vinnu í þrjá mánuði og hinn í einn mánuð. Báðir fengu þeir senda launaseðla á heimabankann en enga greiðslu. Umrætt gistiheimili hefur áður komist í umræðuna vegna svipaðs máls. Guðrún Elín Pálsdóttir, formaður Verkalýðsfélags Suðurlands, staðfestir að málið sé á borði félagsins, en getur ekki tjáð sig um það að öðru leyti. Málin flest tengd ferðaþjónustu Hún segir málið alls ekkert einsdæmi en félagið fær að jafnaði um eitt til tvö mál á viku á borð til sín sem er snúa að vangreiddum launum. Málin tengjast langflest ferðaþjónustunni og oftast eru það útlendingar sem leita til félagsins. „Þeim störfum hefur fjölgað mest og það helst þá auðvitað í hendur. Það er kannski mikill vöxtur og allt að gerast svo hratt. Þeir sem eru að byrja átta sig ekki á því hvernig þetta nákvæmlega virkar. Það eru þarna kjarasamningar sem þarf að fara eftir“ Guðrún segir málin vera misalvarleg en henni þykir leitt að sjá alvarlegri málum fjölga „Þetta er auðvitað ólíðandi. Að það sé verið að koma svona fram við starfsfólk ef það er verið að gera það viljandi. Við höfum öll réttindi og skyldur, bæði atvinnurekendur og starfsfólk. Þegar þeir eru visvítandi að reyna komast hjá því að greiða er það alvarlegt og það á bara ekkert að vera þannig.“
Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira