Nýbakaður gullverðlaunahafi á leið í fangelsi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. nóvember 2018 07:45 Denis Shramko var vel fagnað í Lúxemborg um helgina. Hér er hann ásamt Elizu Reid, verndara Kokkalandsliðsins eftir að gullverðlaunin voru í höfn. Kokkalandsliðið Denis Shramko, nýbakaður gullverðlaunahafi í sykurgerðarlist á heimsmeistaramóti kokkalandsliða sem fram fór í Lúxemborg um helgina, var á föstudaginn dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir tvær líkamsárásir í miðbæ Reykjavíkur árið 2016. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudaginn. Daginn eftir hlaut Denis gullverðlaun í Lúxemborg en landsliðið kom til landsins í gær. Dómurinn yfir Denis hefur ekki verið birtur enn sem komið er á vefsíðu dómstólanna. Var Denis ákærður fyrir líkamsárás í janúar 2016 annars vegar og mars 2016 hins vegar en DV fjallaði um ákæruna í apríl síðastliðnum. Hnefahögg í andlit Fyrri árásin varð á skemmtistaðnum D-10 við Hafnarstræti. Þar var hann sakaður um að hafa ráðist á karlmann og kýlt hann með krepptum hnefa í andlitið. Brotnaði úr sex tönnum hjá þeim sem fyrir árásinni varð auk sem þess sem maðurinn hlaut fjölmarga aðra áverka á andliti og augum. Síðari árásin var á Ingólfstorgi. Þar sló Denis aftur karlmann með krepptum hnefa í andlitið með þeim afleiðingum að maðurinn féll í jörðina. Í framhaldinu er Denis sagður hafa sparkað nokkrum sinnum í andlit hans og traðkað á höfði hans. Hlaut maðurinn langan skurð á neðri vör sem náði í gegn, brotið nefbein auk mars og bólgna á andlitinu. Hljóp af vettvangi umferðaslyssÞá hlaut Denis 30 daga skilorðsbundinn fangelsisdóm 6. desember í fyrra fyrir líkamsárás sem átti sér stað í maí 2015, sömuleiðis í miðbæ Reykjavíkur, og að hafa hlaupið af vettvangi eftir að hafa ekið bíl sínum aftan á annan bíl í maí 2016. Líkamsárásin virðist hafa verið að tilefnislausu. Karlmaður hafði spurt hóp fólks hvort einhver ætti sígarettu þegar hann var skyndilega kýldur hnefahöggi. Árásarmaðurinn hljóp af vettvangi. Vitni urðu að árásinni og þrátt fyrir að Denis neitaði að hafa kýlt karlmanninn og sagðist raunar ekki viss hvort hann hefði verið í miðbænum umrætt kvöld var hann sakfelldur. Áreksturinn varð á Reykjanesbraut nærri Sprengisandi í maí 2016. Ók Denis bíl aftan á annan. Tveir slösuðust í hinum bílnum en Denis og farþegi hlupu á brott. Framburður Denis og félaga hans tók stöðugum breytingum en niðurstaðan var sú að Denis hefði ekið bílnum. Denis er 25 ára og af rússnesku bergi brotinn. Samkvæmt því sem fram kemur á Instagram-síðu hans er hann sjálfstætt starfandi leiðsögumaður.Uppfært klukkan 10:25Í tilkynningu frá Kokkalandsliðinu í kjölfar fréttar Vísis kemur fram að Denis sé ekki meðlimur í því. Denis Shramko keppti í einstaklingskeppni sem íslendingur í sykurgerðarlist og vann til gullverðlauna og óskum við honum til hamingju með þann árangur. Móðir Denis, Maria Shramko er landsliðskokkur til margra ára þannig þannig að klúbbnum og landsliðinu rann blóðið til skyldunar að vera honum til halds og trausts í keppninni þó hann væri þarna á eigin vegum. Denis sjálfur er ekki meðlimur í kokkalandsliðinu né meðlimur í Klúbbi matreiðslumeistara. Dómsmál Kokkalandsliðið Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira
Denis Shramko, nýbakaður gullverðlaunahafi í sykurgerðarlist á heimsmeistaramóti kokkalandsliða sem fram fór í Lúxemborg um helgina, var á föstudaginn dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir tvær líkamsárásir í miðbæ Reykjavíkur árið 2016. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudaginn. Daginn eftir hlaut Denis gullverðlaun í Lúxemborg en landsliðið kom til landsins í gær. Dómurinn yfir Denis hefur ekki verið birtur enn sem komið er á vefsíðu dómstólanna. Var Denis ákærður fyrir líkamsárás í janúar 2016 annars vegar og mars 2016 hins vegar en DV fjallaði um ákæruna í apríl síðastliðnum. Hnefahögg í andlit Fyrri árásin varð á skemmtistaðnum D-10 við Hafnarstræti. Þar var hann sakaður um að hafa ráðist á karlmann og kýlt hann með krepptum hnefa í andlitið. Brotnaði úr sex tönnum hjá þeim sem fyrir árásinni varð auk sem þess sem maðurinn hlaut fjölmarga aðra áverka á andliti og augum. Síðari árásin var á Ingólfstorgi. Þar sló Denis aftur karlmann með krepptum hnefa í andlitið með þeim afleiðingum að maðurinn féll í jörðina. Í framhaldinu er Denis sagður hafa sparkað nokkrum sinnum í andlit hans og traðkað á höfði hans. Hlaut maðurinn langan skurð á neðri vör sem náði í gegn, brotið nefbein auk mars og bólgna á andlitinu. Hljóp af vettvangi umferðaslyssÞá hlaut Denis 30 daga skilorðsbundinn fangelsisdóm 6. desember í fyrra fyrir líkamsárás sem átti sér stað í maí 2015, sömuleiðis í miðbæ Reykjavíkur, og að hafa hlaupið af vettvangi eftir að hafa ekið bíl sínum aftan á annan bíl í maí 2016. Líkamsárásin virðist hafa verið að tilefnislausu. Karlmaður hafði spurt hóp fólks hvort einhver ætti sígarettu þegar hann var skyndilega kýldur hnefahöggi. Árásarmaðurinn hljóp af vettvangi. Vitni urðu að árásinni og þrátt fyrir að Denis neitaði að hafa kýlt karlmanninn og sagðist raunar ekki viss hvort hann hefði verið í miðbænum umrætt kvöld var hann sakfelldur. Áreksturinn varð á Reykjanesbraut nærri Sprengisandi í maí 2016. Ók Denis bíl aftan á annan. Tveir slösuðust í hinum bílnum en Denis og farþegi hlupu á brott. Framburður Denis og félaga hans tók stöðugum breytingum en niðurstaðan var sú að Denis hefði ekið bílnum. Denis er 25 ára og af rússnesku bergi brotinn. Samkvæmt því sem fram kemur á Instagram-síðu hans er hann sjálfstætt starfandi leiðsögumaður.Uppfært klukkan 10:25Í tilkynningu frá Kokkalandsliðinu í kjölfar fréttar Vísis kemur fram að Denis sé ekki meðlimur í því. Denis Shramko keppti í einstaklingskeppni sem íslendingur í sykurgerðarlist og vann til gullverðlauna og óskum við honum til hamingju með þann árangur. Móðir Denis, Maria Shramko er landsliðskokkur til margra ára þannig þannig að klúbbnum og landsliðinu rann blóðið til skyldunar að vera honum til halds og trausts í keppninni þó hann væri þarna á eigin vegum. Denis sjálfur er ekki meðlimur í kokkalandsliðinu né meðlimur í Klúbbi matreiðslumeistara.
Dómsmál Kokkalandsliðið Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira