Það er að koma vetur Valgerður Árnadóttir skrifar 27. nóvember 2018 13:57 „Ekki láta kúgun og hótanir stéttarfélaga hafa áhrf á kjarasamninga” voru skilaboð Ómars Pálmasonar forstjóra Aðalskoðunar á fundi SA eða „Litla Íslands” á Grand Hotel. Fundur sem bar yfirskriftina „Geta litlu fyrirtækin hækkað kaupið?” Simmi á Hamborgarafabrikkunni sagði það eðlilegt að fólk á lágmarkslaunum gæti ekki búið í borginni, þannig væri það í öðrum stórborgum og það væri gott að búa úti á landi, hann er jú sjálfur frá Egilsstöðum og þurfti að búa „í ömurlegri kjallaraholu” þegar hann fyrst flutti í bæinn. Síðan hvenær er Reykjavík stórborg? Og ætlast hann til að fólk sem vinnur láglaunastörf á höfuðborgarsvæðinu búi á Egilsstöðum? Sjálf flutti ég að heiman 18 ára, árið 1997, sennilega á svipuðum tíma og Simmi kom í bæinn. Ég skúraði og vann á kaffihúsum með skóla og var með um 90 þús krónur í laun og af þeim borgaði ég 30 þúsund í leigu, restin dugði fyrir mat og nauðsynjum og bjó ég þó á Laugavegi í tveggja herbergja íbúð, á dýrasta stað í bænum. Til samanburðar eru útborguð lágmarkslaun í dag 230 þúsund kr fyrir fulla vinnu og húsaleiga tveggja herbergja íbúðar á Laugavegi svipað há og þau laun, leigan í Efra Breiðholti er ekki mikið lægri og það er ekki nokkur leið fyrir manneskju á lágmarkslaunum að leigja íbúð ein, hvað þá með börn á framfæri. Kröfur stéttarfélaganna eru ekki „hótanir” heldur krafa um laun sem ættu að geta dugað einstaklingi til að lifa af í klikkuðu hagkerfi. Ég skil að mörg lítil fyrirtæki eiga erfitt með að komast af, ég veit að launakostnaður er þeirra stærsti útgjaldaliður en kröfur stéttarfélaganna eru á engan hátt óraunhæfar, það er nálgun SA og fyrirtækjaeiganda sem er óraunhæf. Afhverju taka litlir fyrirtækjaeigendur ekki höndum saman og þrýsta á breytt landslag í fjármálakerfinu? Hvers vegna þrýsta þeir ekki á lækkun tryggingargjalds, lækkun virðisaukaskatts, upptöku á traustari gjaldmiðli og lægri vaxta? Hvers vegna er þetta míkrókosmíska samfélag með 22 lífeyrissjóði með tilheyrandi rekstrarkostnaði hverrar einingar, þar sem formenn eru á ofurlaunum við að fjárfesta í fyrirtækjum vina sinna sem meðal annars sölsa undir sig húsnæðismarkaðinn og hækka leiguverð umfram öll skynsamleg mörk, jafnvel á kapítalískan mælikvarða? Af hverju eruð þið ekki að berjast á móti úrelti kerfi í stað þess að skjóta sendiboðann? Stéttarfélögin eru ekkert annað en sendiboðar launafólks og kröfurnar koma frá þeim sjálfum, krafan er einföld, að eiga í sig og á, það er ekki einu sinni verið að krefjast þess að eiga afgang eins og fyrirtækin eru að gera. Að skila hagnaði. Hvers virði er hagnaður þegar fólkið sem vinnur vinnuna hefur ekki þak yfir höfuðið eða mat út mánuðinn? Af hverju er stríð milli fyrirtækjaeiganda og launafólks þegar þau sitja í raun sömu megin við borðið? Flestir fyrirtækjaeigendur vilja að fólkið sem vinnur hjá þeim hafi það gott og þeir ættu að fagna því að loks tali einhver máli þeirra eftir langan svefn, rétt eins og SA hefði átt að tala máli fyrirtækja gagnvart stjórnvöldum og undirbúa jarðveginn fyrir þessar kjaraviðræður. Það vissu allir í hvað stefndi og nú er komið að því. Það er að koma vetur.Höfundur er starfsmaður Eflingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Árnadóttir Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
„Ekki láta kúgun og hótanir stéttarfélaga hafa áhrf á kjarasamninga” voru skilaboð Ómars Pálmasonar forstjóra Aðalskoðunar á fundi SA eða „Litla Íslands” á Grand Hotel. Fundur sem bar yfirskriftina „Geta litlu fyrirtækin hækkað kaupið?” Simmi á Hamborgarafabrikkunni sagði það eðlilegt að fólk á lágmarkslaunum gæti ekki búið í borginni, þannig væri það í öðrum stórborgum og það væri gott að búa úti á landi, hann er jú sjálfur frá Egilsstöðum og þurfti að búa „í ömurlegri kjallaraholu” þegar hann fyrst flutti í bæinn. Síðan hvenær er Reykjavík stórborg? Og ætlast hann til að fólk sem vinnur láglaunastörf á höfuðborgarsvæðinu búi á Egilsstöðum? Sjálf flutti ég að heiman 18 ára, árið 1997, sennilega á svipuðum tíma og Simmi kom í bæinn. Ég skúraði og vann á kaffihúsum með skóla og var með um 90 þús krónur í laun og af þeim borgaði ég 30 þúsund í leigu, restin dugði fyrir mat og nauðsynjum og bjó ég þó á Laugavegi í tveggja herbergja íbúð, á dýrasta stað í bænum. Til samanburðar eru útborguð lágmarkslaun í dag 230 þúsund kr fyrir fulla vinnu og húsaleiga tveggja herbergja íbúðar á Laugavegi svipað há og þau laun, leigan í Efra Breiðholti er ekki mikið lægri og það er ekki nokkur leið fyrir manneskju á lágmarkslaunum að leigja íbúð ein, hvað þá með börn á framfæri. Kröfur stéttarfélaganna eru ekki „hótanir” heldur krafa um laun sem ættu að geta dugað einstaklingi til að lifa af í klikkuðu hagkerfi. Ég skil að mörg lítil fyrirtæki eiga erfitt með að komast af, ég veit að launakostnaður er þeirra stærsti útgjaldaliður en kröfur stéttarfélaganna eru á engan hátt óraunhæfar, það er nálgun SA og fyrirtækjaeiganda sem er óraunhæf. Afhverju taka litlir fyrirtækjaeigendur ekki höndum saman og þrýsta á breytt landslag í fjármálakerfinu? Hvers vegna þrýsta þeir ekki á lækkun tryggingargjalds, lækkun virðisaukaskatts, upptöku á traustari gjaldmiðli og lægri vaxta? Hvers vegna er þetta míkrókosmíska samfélag með 22 lífeyrissjóði með tilheyrandi rekstrarkostnaði hverrar einingar, þar sem formenn eru á ofurlaunum við að fjárfesta í fyrirtækjum vina sinna sem meðal annars sölsa undir sig húsnæðismarkaðinn og hækka leiguverð umfram öll skynsamleg mörk, jafnvel á kapítalískan mælikvarða? Af hverju eruð þið ekki að berjast á móti úrelti kerfi í stað þess að skjóta sendiboðann? Stéttarfélögin eru ekkert annað en sendiboðar launafólks og kröfurnar koma frá þeim sjálfum, krafan er einföld, að eiga í sig og á, það er ekki einu sinni verið að krefjast þess að eiga afgang eins og fyrirtækin eru að gera. Að skila hagnaði. Hvers virði er hagnaður þegar fólkið sem vinnur vinnuna hefur ekki þak yfir höfuðið eða mat út mánuðinn? Af hverju er stríð milli fyrirtækjaeiganda og launafólks þegar þau sitja í raun sömu megin við borðið? Flestir fyrirtækjaeigendur vilja að fólkið sem vinnur hjá þeim hafi það gott og þeir ættu að fagna því að loks tali einhver máli þeirra eftir langan svefn, rétt eins og SA hefði átt að tala máli fyrirtækja gagnvart stjórnvöldum og undirbúa jarðveginn fyrir þessar kjaraviðræður. Það vissu allir í hvað stefndi og nú er komið að því. Það er að koma vetur.Höfundur er starfsmaður Eflingar.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun