Trump útilokar ekki að náða Manafort Samúel Karl Ólason skrifar 29. nóvember 2018 08:53 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill ekki útiloka að náða Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra sinn, sem hefur verið sakfelldur fyrir fjársvik og bankasvik. Þá átti einnig að rétta yfir honum fyrir peningaþvætti og störf hans fyrir erlendar ríkisstjórnir en hann gerði samkomulag við Robert Mueller, sérstakan rannsakanda Dómsmálaráðuneytisins, sem heldur utan um Rússarannsóknina svokölluðu. Mueller hefur nú fellt þetta samkomulag niður og sagði Manafort hafa brotið gegn því með því að ljúga að rannsakendum. Þá tjáði lögmaður Manafort lögmönnum Trump um allar þær spurningar sem Manafort var spurður af rannsakendum Mueller. Manafort var kosningastjóri Trump þar til í ágúst árið 2016 þegar hann steig til hliðar í skugga ásakana um að hann hefði þegið milljónir dollara frá fyrrverandi forseta Úkraínu. Lögspekingar hafa velt því fyrir sér hvort Manafort hafi freistað þess að fá forsetann til að náða sig á sama tíma og hann reyndi að fá Mueller til að milda refsingu sína.Sjá einnig: Lögmaður Manafort greindi lögmönnum Trump frá vitnisburði hansÍ viðtali við New York Post, sem birt var í gær, líkti Trump Rússarannsókninni við leit Joe McCarthy að kommúnistum í Bandaríkjunum á sjötta áratug síðustu aldar, sem er auðvelt að túlka á þann veg að hann telji þetta vera ofsóknir gegn sér. Þá sagði hann mögulega náðun Manafort aldrei hafa verið rædda en hann vildi þó ekki útiloka að náða hann. „Af hverju ætti ég að gera það?“ sagði Trump. Mark Warner, öldungadeildarþingmaður Demókrataflokksins og æðsti meðlimur flokksins í njósnamálanefnd öldungadeildarinnar, sagði á Twitter að náðunarvald forseta Bandaríkjanna væri ekki persónulegt tól Trump til að vernda sig og vini sína. Hann sagði ljóst náðun Manafort væri gróf misbeiting valds.This would be a blatant and unacceptable abuse of power. The pardon power is not the President's personal tool for protecting himself and his friends. https://t.co/sM5UnUmOnW— Mark Warner (@MarkWarner) November 28, 2018 Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Úthúðar The Guardian fyrir umfjöllun um meintan leynifund Assange og Manafort Kristinn Hrafnsson vandar The Guardian ekki kveðjurnar vegna fréttar um Julian Assange, stofnanda Wikileaks. 27. nóvember 2018 23:46 Lögmaður Manafort greindi lögmönnum Trump frá vitnisburði hans Trump forseti virðist meðal annars hafa notað upplýsingarnar í áróðursstríði sínu gegn Rússarannsókninni svonefndu. 28. nóvember 2018 19:29 Mueller sakar Manafort um lygar Sérstaki rannsakandinn segir Manafort hafa brotið gegn samkomulagi sínu við saksóknara. 27. nóvember 2018 10:21 Segja Manafort hafa hitt Assange á leynifundum í London Breska blaðið Guardian greinir frá því í dag, og hefur eftir ónafngreindum heimildarmönnum, að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, Bandaríkjaforseta, hafi átt að minnsta kosti þrjá leynifundi með Julian Assange, stofnanda Wikileaks. 27. nóvember 2018 16:23 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill ekki útiloka að náða Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra sinn, sem hefur verið sakfelldur fyrir fjársvik og bankasvik. Þá átti einnig að rétta yfir honum fyrir peningaþvætti og störf hans fyrir erlendar ríkisstjórnir en hann gerði samkomulag við Robert Mueller, sérstakan rannsakanda Dómsmálaráðuneytisins, sem heldur utan um Rússarannsóknina svokölluðu. Mueller hefur nú fellt þetta samkomulag niður og sagði Manafort hafa brotið gegn því með því að ljúga að rannsakendum. Þá tjáði lögmaður Manafort lögmönnum Trump um allar þær spurningar sem Manafort var spurður af rannsakendum Mueller. Manafort var kosningastjóri Trump þar til í ágúst árið 2016 þegar hann steig til hliðar í skugga ásakana um að hann hefði þegið milljónir dollara frá fyrrverandi forseta Úkraínu. Lögspekingar hafa velt því fyrir sér hvort Manafort hafi freistað þess að fá forsetann til að náða sig á sama tíma og hann reyndi að fá Mueller til að milda refsingu sína.Sjá einnig: Lögmaður Manafort greindi lögmönnum Trump frá vitnisburði hansÍ viðtali við New York Post, sem birt var í gær, líkti Trump Rússarannsókninni við leit Joe McCarthy að kommúnistum í Bandaríkjunum á sjötta áratug síðustu aldar, sem er auðvelt að túlka á þann veg að hann telji þetta vera ofsóknir gegn sér. Þá sagði hann mögulega náðun Manafort aldrei hafa verið rædda en hann vildi þó ekki útiloka að náða hann. „Af hverju ætti ég að gera það?“ sagði Trump. Mark Warner, öldungadeildarþingmaður Demókrataflokksins og æðsti meðlimur flokksins í njósnamálanefnd öldungadeildarinnar, sagði á Twitter að náðunarvald forseta Bandaríkjanna væri ekki persónulegt tól Trump til að vernda sig og vini sína. Hann sagði ljóst náðun Manafort væri gróf misbeiting valds.This would be a blatant and unacceptable abuse of power. The pardon power is not the President's personal tool for protecting himself and his friends. https://t.co/sM5UnUmOnW— Mark Warner (@MarkWarner) November 28, 2018
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Úthúðar The Guardian fyrir umfjöllun um meintan leynifund Assange og Manafort Kristinn Hrafnsson vandar The Guardian ekki kveðjurnar vegna fréttar um Julian Assange, stofnanda Wikileaks. 27. nóvember 2018 23:46 Lögmaður Manafort greindi lögmönnum Trump frá vitnisburði hans Trump forseti virðist meðal annars hafa notað upplýsingarnar í áróðursstríði sínu gegn Rússarannsókninni svonefndu. 28. nóvember 2018 19:29 Mueller sakar Manafort um lygar Sérstaki rannsakandinn segir Manafort hafa brotið gegn samkomulagi sínu við saksóknara. 27. nóvember 2018 10:21 Segja Manafort hafa hitt Assange á leynifundum í London Breska blaðið Guardian greinir frá því í dag, og hefur eftir ónafngreindum heimildarmönnum, að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, Bandaríkjaforseta, hafi átt að minnsta kosti þrjá leynifundi með Julian Assange, stofnanda Wikileaks. 27. nóvember 2018 16:23 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Úthúðar The Guardian fyrir umfjöllun um meintan leynifund Assange og Manafort Kristinn Hrafnsson vandar The Guardian ekki kveðjurnar vegna fréttar um Julian Assange, stofnanda Wikileaks. 27. nóvember 2018 23:46
Lögmaður Manafort greindi lögmönnum Trump frá vitnisburði hans Trump forseti virðist meðal annars hafa notað upplýsingarnar í áróðursstríði sínu gegn Rússarannsókninni svonefndu. 28. nóvember 2018 19:29
Mueller sakar Manafort um lygar Sérstaki rannsakandinn segir Manafort hafa brotið gegn samkomulagi sínu við saksóknara. 27. nóvember 2018 10:21
Segja Manafort hafa hitt Assange á leynifundum í London Breska blaðið Guardian greinir frá því í dag, og hefur eftir ónafngreindum heimildarmönnum, að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, Bandaríkjaforseta, hafi átt að minnsta kosti þrjá leynifundi með Julian Assange, stofnanda Wikileaks. 27. nóvember 2018 16:23