237 sagt upp hjá Airport Associates á Keflavíkurflugvelli Atli Ísleifsson skrifar 29. nóvember 2018 17:11 Starfsmannafundur hófst klukkan 16:15 í dag. vísir/vilhelm 237 starfsmönnum var í dag sagt upp hjá Airport Associates (APA) á Keflavíkurflugvelli, stærsta þjónustuaðila WOW air. Víkufréttir greindu fyrst frá. Uppsagnirnar eru sagðar gerðar svo fyrirtækið geti mætt mögulegri þörf fyrirtækisins til að endurskipuleggja starfsemi sína vegna erfiðleika í rekstri WOW air. Boðað var til starfsmannafundar klukkan 16:15 þar sem fjallað var frá uppsögnunum. Hjá Airport Associates starfa um 500 manns og er því ljóst að tæpur helmingur starfsmanna hefur fengið uppsagnarbréf í dag, í tölvupósti og í ábyrgðarpósti. Uppsagnirnar taka til flestra deilda fyrirtækisins, hlaðdeildar, farþegaþjónustu, hleðslueftirlits, frakt og ræsti- og öryggisdeildar.Um 500 manns starfa hjá APA og er því ljóst að tæpur helmingur starfsmanna fékk uppsagnarbréf í dag.Vísir/VilhelmVarúðarráðstafanir Sigþór Kristinn Skúlason, framkvæmdastjóri APA, segir að nauðsynlegt hafi verið að grípa til þessara „varrúðarráðstafana“, eins og hann kallar aðgerðirnar. „Þeir sem hafa fylgst með fréttum vita að það að það er mikil óvissa í fluginu. Okkar stærsti viðskiptavinur, um 50 prósent, er WOW Air. Ég vona það besta og ef Skúli [Mogensen, eigandi WOW Air] og félagar ná að ganga frá farsælli sölu á félaginu þá verðum við í þeirri stöðu að geta dregið allflestar uppsagnirnar til baka,“ segir Sigþór Kristinn.Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir tíðindin sérstaklega skelfileg rétt fyrir jól.Vísir/EinarÁMikið áfall „Þetta er mikið áfall fyrir okkur, samfélagið hér suður frá. Þó svo ég viti ekki nákvæmlega hvaða einstkalingar þetta eru þá er þetta örugglega að langstærstum hluta einstaklingar héðan. Þetta eru gríðarlega alvarleg tíðindi,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, í samtali við Vísi. „Við höfum óttast að eitthvað svona gæti gerst. Ef eitthvað er að marka það sem sagt er þá eru hugsanlega einhverjir aðrir möguleikar í spilunum. Verðum að vona að það gangi eftir,“ segir Kjartan Már. „Það er aldrei góður tími til að flytja svona tíðindi. En þetta er einstaklega vondur tími, rétt fyrir jól og hugur okkar er hjá þessum starfsmönnum öllum sem eru að fá þessar fréttir. Þetta er skelfilegt.“ Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Fleiri fréttir Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Sjá meira
237 starfsmönnum var í dag sagt upp hjá Airport Associates (APA) á Keflavíkurflugvelli, stærsta þjónustuaðila WOW air. Víkufréttir greindu fyrst frá. Uppsagnirnar eru sagðar gerðar svo fyrirtækið geti mætt mögulegri þörf fyrirtækisins til að endurskipuleggja starfsemi sína vegna erfiðleika í rekstri WOW air. Boðað var til starfsmannafundar klukkan 16:15 þar sem fjallað var frá uppsögnunum. Hjá Airport Associates starfa um 500 manns og er því ljóst að tæpur helmingur starfsmanna hefur fengið uppsagnarbréf í dag, í tölvupósti og í ábyrgðarpósti. Uppsagnirnar taka til flestra deilda fyrirtækisins, hlaðdeildar, farþegaþjónustu, hleðslueftirlits, frakt og ræsti- og öryggisdeildar.Um 500 manns starfa hjá APA og er því ljóst að tæpur helmingur starfsmanna fékk uppsagnarbréf í dag.Vísir/VilhelmVarúðarráðstafanir Sigþór Kristinn Skúlason, framkvæmdastjóri APA, segir að nauðsynlegt hafi verið að grípa til þessara „varrúðarráðstafana“, eins og hann kallar aðgerðirnar. „Þeir sem hafa fylgst með fréttum vita að það að það er mikil óvissa í fluginu. Okkar stærsti viðskiptavinur, um 50 prósent, er WOW Air. Ég vona það besta og ef Skúli [Mogensen, eigandi WOW Air] og félagar ná að ganga frá farsælli sölu á félaginu þá verðum við í þeirri stöðu að geta dregið allflestar uppsagnirnar til baka,“ segir Sigþór Kristinn.Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir tíðindin sérstaklega skelfileg rétt fyrir jól.Vísir/EinarÁMikið áfall „Þetta er mikið áfall fyrir okkur, samfélagið hér suður frá. Þó svo ég viti ekki nákvæmlega hvaða einstkalingar þetta eru þá er þetta örugglega að langstærstum hluta einstaklingar héðan. Þetta eru gríðarlega alvarleg tíðindi,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, í samtali við Vísi. „Við höfum óttast að eitthvað svona gæti gerst. Ef eitthvað er að marka það sem sagt er þá eru hugsanlega einhverjir aðrir möguleikar í spilunum. Verðum að vona að það gangi eftir,“ segir Kjartan Már. „Það er aldrei góður tími til að flytja svona tíðindi. En þetta er einstaklega vondur tími, rétt fyrir jól og hugur okkar er hjá þessum starfsmönnum öllum sem eru að fá þessar fréttir. Þetta er skelfilegt.“
Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Fleiri fréttir Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Sjá meira