Fyrrverandi lögmaður Trump játar að hafa logið um viðskipti í Rússlandi Kjartan Kjartansson skrifar 29. nóvember 2018 21:08 Michael Cohen yfirgefur dómshúsið á Manhattan í dag. EPA/Justin Lane Michael Cohen, fyrrverandi persónulegur lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta, laug að þingnefndum um fasteignaverkefni sem Trump og fyrirtæki hans vann að í Moskvu á sama tíma og hann var í forsetaframboði. Cohen kom fyrir dómara í dag og játaði sök. Játning Cohen í dag þótti koma verulega á óvart. Í ágúst játaði hann á sig brot á kosningalögum sem tengdust greiðslum til klámmyndaleikkonu sem sagðist hafa átt í kynferðislegu sambandi við Trump. Gerði Cohen þá samkomulag við saksóknara Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans sem stýrir Rússarannsókninni svonefndu, um samvinnu í skiptum fyrir mildari refsingu. Rannsóknin beinist að því hvort að framboð Trump hafi átt í samráði við útsendara rússneskra stjórnvalda um að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016. Brotin sem Cohen játaði á sig í dag vörðuðu lygar sem hann sagði þingmönnum í leyniþjónustunefndum öldungadeildar- og fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í fyrra. Sagðist Cohen hafa vísvitandi logið til þess að styðja við opinberar yfirlýsingar Trump um að hann hefði ekki átt í neinum viðskiptum í Rússlandi. Í játningu Cohen kom fram að hann hefði logið fyrir mann sem er nefndur „einstaklingur 1“ í dómsskjölunum. Fyrir dómi sagði Cohen að það væri Trump forseti. „Ég gaf þessar röngu yfirlýsingar til þess að vera samkvæmur pólitískum skilaboðum einstaklings 1 og af hollustu við einstakling 1,“ sagði Cohen í dómsal í New York, að sögn Washington Post. Ekki er ljóst hvers vegna sérstaki rannsakandinn ákvað að krefja Cohen um aðra játningu nú. Cohen hefur þegar unnið með saksóknurum hans undanfarna mánuði. Mögulegt er talið að með þessum nýju brotum freisti saksóknarar þess að knýja Cohen til frekari samvinnu.President Donald Trump calls ex-attorney Michael Cohen a "weak person" who is "trying to get a reduced sentence" after Cohen's guilty plea pic.twitter.com/3OLDGFcyCm— CNN Politics (@CNNPolitics) November 29, 2018 Reyndu áfram við Trump-turn í Moskvu, þvert á yfirlýsingar Trump Í vitnisburði sínum fyrir þingnefndunum hélt Cohen því fram að tilraunum Trump og fyrirtækis hans til þess að reisa Trump-turn í Moskvu hefði lokið í janúar árið 2016, mánuði áður en fyrstu kosningarnar í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar fóru fram. Þær tilraunir héldu hins vegar áfram fram á sumarið þegar kosningabaráttan í forvalinu var í hámæli, að því er segir í játningu Cohen nú. Cohen segist hafa upplýst Trump sjálfan um gang verkefnisins í Moskvu oftar en þrisvar. Lögmaðurinn hafði meðal annars samband við aðstoðarmann Vladímírs Pútín Rússlandsforseta vegna verkefnisins. Í kosningabaráttunni hélt Trump því ítrekað fram að hann ætti engra viðskiptahagsmuna að gæta í Rússlandi og hefur haldið sig við þær yfirlýsingar eftir að hann varð forseti. „Svo því sé haldið til haga, ég hef NÚLL fjárfestingar í Rússlandi,“ tísti Trump í júlí árið 2016. Trump fór ófögrum orðum um Cohen, náinn samstarfsmann sinn til fjölda ára, þegar fréttist af nýjustu játningu hans í dag. Hann kallaði Cohen „veikgeðja manneskju“ og að hann hefði ekki gert neitt rangt. „Michael Cohen lýgur og hann er að reyna að draga úr refsingu fyrir hluti sem hafa ekkert með mig að gera. Þetta var verkefni sem við gerðum ekki, ég gerði ekki… Það hefði ekki verið neitt rangt við það ef við hefðum gert það,“ sagði Trump við fréttamenn við Hvíta húsið í dag. Þá virtist forsetinn skýra tilraunirnar til að ná samningi í Rússlandi á sama tíma og hann bauð sig fram til kosninga með því að sigurlíkur hans hafi ekki verið miklar. „Það var góður möguleiki á að ég hefði ekki unnið, í því tilfelli hefði ég snúið aftur í viðskiptin og hvers ætti ég að missa af fullt af tækifærum?“ sagði Trump sem hefur ítrekað neitað að veita upplýsingar um fjármál sín og hagsmunatengsl. Þegar hann var spurður hvers vegna hann hefði haft Cohen svo lengi í vinnu ef hann væri í raun svo léleg manneskja eins og hann lýsti sagði Trump að lögmaðurinn hefði „gert sér greiða“ fyrir mörgum árum. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Tengdar fréttir Fyrrverandi lögmaður Trump skráir sig í Demókrataflokkinn Lanny Davis, verjandi Cohens, tilkynnti um ákvörðun Cohens á Twitter-reikningi sínum í dag. 11. október 2018 23:30 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé Sjá meira
Michael Cohen, fyrrverandi persónulegur lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta, laug að þingnefndum um fasteignaverkefni sem Trump og fyrirtæki hans vann að í Moskvu á sama tíma og hann var í forsetaframboði. Cohen kom fyrir dómara í dag og játaði sök. Játning Cohen í dag þótti koma verulega á óvart. Í ágúst játaði hann á sig brot á kosningalögum sem tengdust greiðslum til klámmyndaleikkonu sem sagðist hafa átt í kynferðislegu sambandi við Trump. Gerði Cohen þá samkomulag við saksóknara Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans sem stýrir Rússarannsókninni svonefndu, um samvinnu í skiptum fyrir mildari refsingu. Rannsóknin beinist að því hvort að framboð Trump hafi átt í samráði við útsendara rússneskra stjórnvalda um að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016. Brotin sem Cohen játaði á sig í dag vörðuðu lygar sem hann sagði þingmönnum í leyniþjónustunefndum öldungadeildar- og fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í fyrra. Sagðist Cohen hafa vísvitandi logið til þess að styðja við opinberar yfirlýsingar Trump um að hann hefði ekki átt í neinum viðskiptum í Rússlandi. Í játningu Cohen kom fram að hann hefði logið fyrir mann sem er nefndur „einstaklingur 1“ í dómsskjölunum. Fyrir dómi sagði Cohen að það væri Trump forseti. „Ég gaf þessar röngu yfirlýsingar til þess að vera samkvæmur pólitískum skilaboðum einstaklings 1 og af hollustu við einstakling 1,“ sagði Cohen í dómsal í New York, að sögn Washington Post. Ekki er ljóst hvers vegna sérstaki rannsakandinn ákvað að krefja Cohen um aðra játningu nú. Cohen hefur þegar unnið með saksóknurum hans undanfarna mánuði. Mögulegt er talið að með þessum nýju brotum freisti saksóknarar þess að knýja Cohen til frekari samvinnu.President Donald Trump calls ex-attorney Michael Cohen a "weak person" who is "trying to get a reduced sentence" after Cohen's guilty plea pic.twitter.com/3OLDGFcyCm— CNN Politics (@CNNPolitics) November 29, 2018 Reyndu áfram við Trump-turn í Moskvu, þvert á yfirlýsingar Trump Í vitnisburði sínum fyrir þingnefndunum hélt Cohen því fram að tilraunum Trump og fyrirtækis hans til þess að reisa Trump-turn í Moskvu hefði lokið í janúar árið 2016, mánuði áður en fyrstu kosningarnar í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar fóru fram. Þær tilraunir héldu hins vegar áfram fram á sumarið þegar kosningabaráttan í forvalinu var í hámæli, að því er segir í játningu Cohen nú. Cohen segist hafa upplýst Trump sjálfan um gang verkefnisins í Moskvu oftar en þrisvar. Lögmaðurinn hafði meðal annars samband við aðstoðarmann Vladímírs Pútín Rússlandsforseta vegna verkefnisins. Í kosningabaráttunni hélt Trump því ítrekað fram að hann ætti engra viðskiptahagsmuna að gæta í Rússlandi og hefur haldið sig við þær yfirlýsingar eftir að hann varð forseti. „Svo því sé haldið til haga, ég hef NÚLL fjárfestingar í Rússlandi,“ tísti Trump í júlí árið 2016. Trump fór ófögrum orðum um Cohen, náinn samstarfsmann sinn til fjölda ára, þegar fréttist af nýjustu játningu hans í dag. Hann kallaði Cohen „veikgeðja manneskju“ og að hann hefði ekki gert neitt rangt. „Michael Cohen lýgur og hann er að reyna að draga úr refsingu fyrir hluti sem hafa ekkert með mig að gera. Þetta var verkefni sem við gerðum ekki, ég gerði ekki… Það hefði ekki verið neitt rangt við það ef við hefðum gert það,“ sagði Trump við fréttamenn við Hvíta húsið í dag. Þá virtist forsetinn skýra tilraunirnar til að ná samningi í Rússlandi á sama tíma og hann bauð sig fram til kosninga með því að sigurlíkur hans hafi ekki verið miklar. „Það var góður möguleiki á að ég hefði ekki unnið, í því tilfelli hefði ég snúið aftur í viðskiptin og hvers ætti ég að missa af fullt af tækifærum?“ sagði Trump sem hefur ítrekað neitað að veita upplýsingar um fjármál sín og hagsmunatengsl. Þegar hann var spurður hvers vegna hann hefði haft Cohen svo lengi í vinnu ef hann væri í raun svo léleg manneskja eins og hann lýsti sagði Trump að lögmaðurinn hefði „gert sér greiða“ fyrir mörgum árum.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Tengdar fréttir Fyrrverandi lögmaður Trump skráir sig í Demókrataflokkinn Lanny Davis, verjandi Cohens, tilkynnti um ákvörðun Cohens á Twitter-reikningi sínum í dag. 11. október 2018 23:30 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé Sjá meira
Fyrrverandi lögmaður Trump skráir sig í Demókrataflokkinn Lanny Davis, verjandi Cohens, tilkynnti um ákvörðun Cohens á Twitter-reikningi sínum í dag. 11. október 2018 23:30