Lögregla skaut öryggisvörð til bana Andri Eysteinsson skrifar 12. nóvember 2018 21:29 Roberson var tónelskur og stefndi á frama innan lögreglunnar. Twitter/ Pastor Dre Hill Aðfararnótt sunnudags var lögregla kölluð til vegna skothvella á skemmtistaðnum Manny‘s Blue Room í Robbins í nágrenni Chicago í Illinois í Bandaríkjunum. BBC greinir frá. Þegar lögreglu bar að garði hafði öryggisvörður staðarins, hinn 26 ára gamli Jemel Roberson, snúið árásarmann í jörðina og hélt honum föstum niðri. Örskömmu eftir að lögreglu bar að garði hafði lögregluþjónn skotið öryggisvörðinn Roberson til bana.Elti árásarmanninn með skotvopn í hönd Talskona lögreglunnar í Cook sýslu, Sophia Ansari, segir lögreglu hafa verið kallaða til vegna slagsmála og skotárásar á áðurnefndum skemmtistað, fjórir urðu fyrir skoti í áflogunum. Vitni að nafni Adam Harris tjáði Fox32 að öryggisvörðurinn Roberson hafi elt uppi einn árásarmanna með skotvopn sitt í hönd. Roberson hafði leyfi fyrir skotvopninu. „Öryggisvörðurinn sem var drepinn, hann náði einhverjum og hélt honum niðri með hnénu. Hann var bara að bíða eftir því að lögreglan mætti á svæðið. Ég býst við því að lögreglan hafi haldið að hann væri einn af árásarmönnunum því hann beindi byssu sinni að árásarmanninum“ sagði Harris.„Sáu svartan mann með byssu og drápu hann“ Harris bætti við að nærstaddir hefðu reynt að láta lögreglu vita að Roberson væri öryggisvörður. „En þeir gerðu samt sitt, sáu svartan mann með byssu og drápu hann.“ Vinir Roberson hafa lýst honum sem tónelskum manni sem hafi verið kirkjunnar maður. Roberson var orgelleikari í fjölda kirkna og stefndi á að ganga til liðs við lögregluna. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Aðfararnótt sunnudags var lögregla kölluð til vegna skothvella á skemmtistaðnum Manny‘s Blue Room í Robbins í nágrenni Chicago í Illinois í Bandaríkjunum. BBC greinir frá. Þegar lögreglu bar að garði hafði öryggisvörður staðarins, hinn 26 ára gamli Jemel Roberson, snúið árásarmann í jörðina og hélt honum föstum niðri. Örskömmu eftir að lögreglu bar að garði hafði lögregluþjónn skotið öryggisvörðinn Roberson til bana.Elti árásarmanninn með skotvopn í hönd Talskona lögreglunnar í Cook sýslu, Sophia Ansari, segir lögreglu hafa verið kallaða til vegna slagsmála og skotárásar á áðurnefndum skemmtistað, fjórir urðu fyrir skoti í áflogunum. Vitni að nafni Adam Harris tjáði Fox32 að öryggisvörðurinn Roberson hafi elt uppi einn árásarmanna með skotvopn sitt í hönd. Roberson hafði leyfi fyrir skotvopninu. „Öryggisvörðurinn sem var drepinn, hann náði einhverjum og hélt honum niðri með hnénu. Hann var bara að bíða eftir því að lögreglan mætti á svæðið. Ég býst við því að lögreglan hafi haldið að hann væri einn af árásarmönnunum því hann beindi byssu sinni að árásarmanninum“ sagði Harris.„Sáu svartan mann með byssu og drápu hann“ Harris bætti við að nærstaddir hefðu reynt að láta lögreglu vita að Roberson væri öryggisvörður. „En þeir gerðu samt sitt, sáu svartan mann með byssu og drápu hann.“ Vinir Roberson hafa lýst honum sem tónelskum manni sem hafi verið kirkjunnar maður. Roberson var orgelleikari í fjölda kirkna og stefndi á að ganga til liðs við lögregluna.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira