Viðreisn segir ríkisstjórnina skera fyrst niður í velferðarmálum Heimir Már Pétursson skrifar 14. nóvember 2018 13:45 Þorsteinn Víglundsson. Vísir/vilhelm Fulltrúi Viðreisnar í fjárlaganefnd segir breytingartillögur stjórnarmeirihlutans á fjárlagafrumvarpinu einkennast af niðurskurði til velferðarmála upp á sjö milljarða króna á næsta ári. Þannig eigi að skera niður framlög til að vinda ofan af krónu á móti krónu skerðingum til öryrkja og til að auka kaupmátt þeirra og eldri borgara. Stjórnarmeirihlutinn í fjárlaganefnd birti álit sitt á fjárlagafrumvarpinu á fundi í gær. Willum Þór Þórsson formaður nefndarinnar segir að bregðast hafi þurft við kólnun í hagkerfinu og vaxandi verðbólgu. En á móti aukast tekjur ríkissjóðs á ýmsum sviðum sem vega upp á móti skerðingum ýmissa framlaga þannig að afgangurinn á fjárlögum eykst um 700 milljónir miðað við forsendur fjárlagafrumvarpsins þegar það var lagt fram í september. Þorsteinn Víglundsson fulltrúi Viðreisnar í fjárlaganefnd segir að framlög til velferðarmála séu skorin niður um 7 milljarða. „Það sem einkennir tillögurnar fyrst og fremst er eins og alltaf þegar kreppir aðeins að í þjóðarbúskapnum að þá er skorið niður í velferðarkerfinu okkar og í opinberum framkvæmdum. Þegar kannski árar best til að sinna þeim,“ segir Þorsteinn. Viðreisn hafi ítrekað vara við því að forsendur fjárlagafrumvarpsins væru allt of bjartsýnar. Hagvöxtur yrði ekki eins kröftugur og gert hafi verið ráð fyrir og verðbólguhætta meiri.Framlög til öryrkja skorin niður um 1,1 milljarð Þegar fjárlagafrumvarpið var lagt fram í september var gert ráð fyrir að 4 milljarðar króna færu til að vinda ofan af krónu á móti krónu skerðingum hjá öryrkjum. Í breytingartillögum stjórnarmeirihlutans er gert ráð fyrir að þau framlög lækki um 1,1 milljarð króna. Þorsteinn segir þessa fjóra milljarða hafa verið megin þungan í aðgerðum ríkisstjórnarinnar því í fjármálaáætlun sé ekki gert ráð fyrir neinum framlögum til þessa máls á árinu 2020.„Þannig að ég veit ekki hvað á þá að taka við. Það er líka algerlega forkastanlegt þegar við horfum á að í forsendum fjárlagafrumvarpsins í haust var gert ráð fyrir að öryrkjar og eldri borgarar myndu njóta 0,5 prósenta kaupmáttaraukningar miðað við ætlaða verðbólgu næsta árs. En sú kaupmáttaraukning er tekin í burtu þegar verðbólgan er að aukast samkvæmt spám,“ segir Þorsteinn. Öryrkjar og eldri borgarar haldi því áfram að dragast hægt og bítandi aftur úr kjörum annarra.Framlög til samgöngumála lækkuð um 550 milljónir Þá sé í almennum aðhaldsaðgerðum ríkisstjórnarinnar gert ráð fyrir að skera niður framlög til samgöngumála um 150 milljónir og 400 milljónir í sértækum aðgerðum án þessa að tiltekið sé hvar eigi að skera niður. „Það er alveg ljóst að ríkisstjórnin enga sýn í ríkisfjármálum. Það er engin viðleitni til að grípa til neinna almennra aðhaldsaðgerða í ríkisrekstri. Það er skorðið niður strax í velferðarkerfinu. Á sama tíma er verið að skipta velferðarráðuneytinu upp í tvennt með kostnaði upp á 200 milljónir króna, það er verið að setja 40 milljónir í viðbótarkostnað vegna uppskiptingar á innanríkisráðuneytinu, 400 milljónir króna í niðurgreiðslu á bókaútgáfu og á sama tíma er verið að setja 300 milljónir króna í hönnun á nýju hafrannsóknarskipi og svo mætti áfram telja. Forgangsröðunin er einfaldlega þessi. Velferðarkerfið er skorið niður fyrst og opinberar framkvæmdir þar á eftir,“ segir Þorsteinn Víglundsson. Þá eru framlög til byggingar nýs Landsspítala lækkuð um 2,5 milljarða á næsta ári og verða fimm milljarðar. Stjórnarflokkarnir segja fjárþörfina minni á næsta ári vegna seinkunar framkvæmda þar sem jarðvegsvinna hófst seinna á þessu ári en áætlað var. Þorsteinn dregur þessar skýringar í efa þar sem staðan hafa ekki breyst mikið frá því fjárlagafrumvarpið var lagt fram fyrir tveimur mánuðum. Alþingi Kjaramál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira
Fulltrúi Viðreisnar í fjárlaganefnd segir breytingartillögur stjórnarmeirihlutans á fjárlagafrumvarpinu einkennast af niðurskurði til velferðarmála upp á sjö milljarða króna á næsta ári. Þannig eigi að skera niður framlög til að vinda ofan af krónu á móti krónu skerðingum til öryrkja og til að auka kaupmátt þeirra og eldri borgara. Stjórnarmeirihlutinn í fjárlaganefnd birti álit sitt á fjárlagafrumvarpinu á fundi í gær. Willum Þór Þórsson formaður nefndarinnar segir að bregðast hafi þurft við kólnun í hagkerfinu og vaxandi verðbólgu. En á móti aukast tekjur ríkissjóðs á ýmsum sviðum sem vega upp á móti skerðingum ýmissa framlaga þannig að afgangurinn á fjárlögum eykst um 700 milljónir miðað við forsendur fjárlagafrumvarpsins þegar það var lagt fram í september. Þorsteinn Víglundsson fulltrúi Viðreisnar í fjárlaganefnd segir að framlög til velferðarmála séu skorin niður um 7 milljarða. „Það sem einkennir tillögurnar fyrst og fremst er eins og alltaf þegar kreppir aðeins að í þjóðarbúskapnum að þá er skorið niður í velferðarkerfinu okkar og í opinberum framkvæmdum. Þegar kannski árar best til að sinna þeim,“ segir Þorsteinn. Viðreisn hafi ítrekað vara við því að forsendur fjárlagafrumvarpsins væru allt of bjartsýnar. Hagvöxtur yrði ekki eins kröftugur og gert hafi verið ráð fyrir og verðbólguhætta meiri.Framlög til öryrkja skorin niður um 1,1 milljarð Þegar fjárlagafrumvarpið var lagt fram í september var gert ráð fyrir að 4 milljarðar króna færu til að vinda ofan af krónu á móti krónu skerðingum hjá öryrkjum. Í breytingartillögum stjórnarmeirihlutans er gert ráð fyrir að þau framlög lækki um 1,1 milljarð króna. Þorsteinn segir þessa fjóra milljarða hafa verið megin þungan í aðgerðum ríkisstjórnarinnar því í fjármálaáætlun sé ekki gert ráð fyrir neinum framlögum til þessa máls á árinu 2020.„Þannig að ég veit ekki hvað á þá að taka við. Það er líka algerlega forkastanlegt þegar við horfum á að í forsendum fjárlagafrumvarpsins í haust var gert ráð fyrir að öryrkjar og eldri borgarar myndu njóta 0,5 prósenta kaupmáttaraukningar miðað við ætlaða verðbólgu næsta árs. En sú kaupmáttaraukning er tekin í burtu þegar verðbólgan er að aukast samkvæmt spám,“ segir Þorsteinn. Öryrkjar og eldri borgarar haldi því áfram að dragast hægt og bítandi aftur úr kjörum annarra.Framlög til samgöngumála lækkuð um 550 milljónir Þá sé í almennum aðhaldsaðgerðum ríkisstjórnarinnar gert ráð fyrir að skera niður framlög til samgöngumála um 150 milljónir og 400 milljónir í sértækum aðgerðum án þessa að tiltekið sé hvar eigi að skera niður. „Það er alveg ljóst að ríkisstjórnin enga sýn í ríkisfjármálum. Það er engin viðleitni til að grípa til neinna almennra aðhaldsaðgerða í ríkisrekstri. Það er skorðið niður strax í velferðarkerfinu. Á sama tíma er verið að skipta velferðarráðuneytinu upp í tvennt með kostnaði upp á 200 milljónir króna, það er verið að setja 40 milljónir í viðbótarkostnað vegna uppskiptingar á innanríkisráðuneytinu, 400 milljónir króna í niðurgreiðslu á bókaútgáfu og á sama tíma er verið að setja 300 milljónir króna í hönnun á nýju hafrannsóknarskipi og svo mætti áfram telja. Forgangsröðunin er einfaldlega þessi. Velferðarkerfið er skorið niður fyrst og opinberar framkvæmdir þar á eftir,“ segir Þorsteinn Víglundsson. Þá eru framlög til byggingar nýs Landsspítala lækkuð um 2,5 milljarða á næsta ári og verða fimm milljarðar. Stjórnarflokkarnir segja fjárþörfina minni á næsta ári vegna seinkunar framkvæmda þar sem jarðvegsvinna hófst seinna á þessu ári en áætlað var. Þorsteinn dregur þessar skýringar í efa þar sem staðan hafa ekki breyst mikið frá því fjárlagafrumvarpið var lagt fram fyrir tveimur mánuðum.
Alþingi Kjaramál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira