Trump ræðir við CIA um morð Khashoggi Samúel Karl Ólason skrifar 17. nóvember 2018 17:46 Trump segir Sádi-Arabíu vera mikilvægt bandalagsríki Bandaríkjanna. AP/Jacquelyn Martin Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun í kvöld ræða við starfsmenn Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, um mat stofnunarinnar að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi fyrirskipað morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi. Hann var myrtur í ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í Tyrklandi í síðasta mánuði. Yfirvöld Sádi-Arabíu hafa þvertekið fyrir að krónprinsinn hafi komið að morðinu með nokkrum hætti. Þeir segja hóp manna hafa farið á eigin vegum og myrt Khashoggi. Til stendur að taka fimm menn af lífi í Sádi-Arabíu en yfirvöld þar hafa sakað þá um morðið. Mohammed bin Salman, sem gjarnan er kallaður MBS, er í raun leiðtogi Sádi-Arabíu og bandamaður ríkisstjórnar Trump. Þessar nýjustu vendingar þykja ekki líklegar til að auðvelda viðleitni Trump til að viðhalda góðu sambandi við Sáda. Trump ræddi við blaðamenn áður en hann lagði af stað til Kaliforníu í dag og sagði að honum yrði kynnt málið seinna í dag. Þá tók hann sérstaklega fram að Sádar hefðu staðhæft við hann að MBS hefði ekki komið að morðinu. „Þeir hafa verið frábærir bandamenn varðandi störf og efnahagsþróun. Sem forseti, þarf ég að huga að mörgum hlutum við ákvarðanatöku,“ sagði Trump.Bandaríkin hafa beitt 17 aðila í Sádi-Arabíu viðskiptaþvingunum og annars konar refsiaðgerðum vegna málsins. Þingmenn bæði Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins hafa þó kallað eftir frekari refsiaðgerðum gegn yfirvöldum ríkisins, meðal annars með því að stöðva sölu vopna til Sádi-Arabíu. Hershöfðinginn James Dunford, sem er formaður herforingjaráðs Bandaríkjanna, sagði í dag að Sádi-Arabía spilaði stórt hlutverk sem bandalagsríki Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum og að ríkið skapaði stöðugleika þar. „Sádi-Arabía hefur verið mikilvægt bandalagsríki varðandi öryggi í Mið-Austurlöndum og ég tel að þeir verði svo í framtíðinni,“ sagði hershöfðinginn á ráðstefnu í Halifax í dag. Bandaríkin Donald Trump Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Fara fram á dauðarefsingu vegna morðsins á Khashoggi Greint var frá þessu á blaðamannafundi saksóknara í dag. 15. nóvember 2018 11:18 Leituðu leiða til að framselja Gulen til Tyrklands til að friðþægja Erdogan Ríkisstjórn Donald Trump er sögð vilja létta á þrýsingi á krónpríns Sádi-Arabíu. 16. nóvember 2018 10:57 CIA telur krónprinsinn á bak við morðið á Khashoggi Bandaríska leyniþjónustan CIA telur ljóst að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi gefið út skipun um að ráða blaðamanninum Jamal Khashoggi bana í Istanbúl í október. 17. nóvember 2018 02:08 Ræddu um að drepa aðra óvini ári áður en Khashoggi var myrtur Menn sem starfa í leyniþjónustu Sádi-Arabíu og eru nánir krónprinsinum Mohammed bin Salman ræddu um það á síðasta ári hvernig þeir gætu komið því í kring að myrða íranska óvini sádi-arabíska ríkisins. 12. nóvember 2018 13:30 Tyrkir hafa deilt upptökum sem tengjast morðinu á Khashoggi Tyrkir hafa deilt myndböndum sem tengjast morðinu á Jamal Khashoggi með Bandaríkjunum, Bretlandi, Sádi Arabíu og fleirum. Forseti Tyrklands Recep Tayyip Erdogan ítrekaði það sem hann hefur fullyrt að Sádi Arabar vita hvert hafi myrt Khashoggi. 10. nóvember 2018 15:57 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun í kvöld ræða við starfsmenn Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, um mat stofnunarinnar að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi fyrirskipað morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi. Hann var myrtur í ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í Tyrklandi í síðasta mánuði. Yfirvöld Sádi-Arabíu hafa þvertekið fyrir að krónprinsinn hafi komið að morðinu með nokkrum hætti. Þeir segja hóp manna hafa farið á eigin vegum og myrt Khashoggi. Til stendur að taka fimm menn af lífi í Sádi-Arabíu en yfirvöld þar hafa sakað þá um morðið. Mohammed bin Salman, sem gjarnan er kallaður MBS, er í raun leiðtogi Sádi-Arabíu og bandamaður ríkisstjórnar Trump. Þessar nýjustu vendingar þykja ekki líklegar til að auðvelda viðleitni Trump til að viðhalda góðu sambandi við Sáda. Trump ræddi við blaðamenn áður en hann lagði af stað til Kaliforníu í dag og sagði að honum yrði kynnt málið seinna í dag. Þá tók hann sérstaklega fram að Sádar hefðu staðhæft við hann að MBS hefði ekki komið að morðinu. „Þeir hafa verið frábærir bandamenn varðandi störf og efnahagsþróun. Sem forseti, þarf ég að huga að mörgum hlutum við ákvarðanatöku,“ sagði Trump.Bandaríkin hafa beitt 17 aðila í Sádi-Arabíu viðskiptaþvingunum og annars konar refsiaðgerðum vegna málsins. Þingmenn bæði Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins hafa þó kallað eftir frekari refsiaðgerðum gegn yfirvöldum ríkisins, meðal annars með því að stöðva sölu vopna til Sádi-Arabíu. Hershöfðinginn James Dunford, sem er formaður herforingjaráðs Bandaríkjanna, sagði í dag að Sádi-Arabía spilaði stórt hlutverk sem bandalagsríki Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum og að ríkið skapaði stöðugleika þar. „Sádi-Arabía hefur verið mikilvægt bandalagsríki varðandi öryggi í Mið-Austurlöndum og ég tel að þeir verði svo í framtíðinni,“ sagði hershöfðinginn á ráðstefnu í Halifax í dag.
Bandaríkin Donald Trump Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Fara fram á dauðarefsingu vegna morðsins á Khashoggi Greint var frá þessu á blaðamannafundi saksóknara í dag. 15. nóvember 2018 11:18 Leituðu leiða til að framselja Gulen til Tyrklands til að friðþægja Erdogan Ríkisstjórn Donald Trump er sögð vilja létta á þrýsingi á krónpríns Sádi-Arabíu. 16. nóvember 2018 10:57 CIA telur krónprinsinn á bak við morðið á Khashoggi Bandaríska leyniþjónustan CIA telur ljóst að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi gefið út skipun um að ráða blaðamanninum Jamal Khashoggi bana í Istanbúl í október. 17. nóvember 2018 02:08 Ræddu um að drepa aðra óvini ári áður en Khashoggi var myrtur Menn sem starfa í leyniþjónustu Sádi-Arabíu og eru nánir krónprinsinum Mohammed bin Salman ræddu um það á síðasta ári hvernig þeir gætu komið því í kring að myrða íranska óvini sádi-arabíska ríkisins. 12. nóvember 2018 13:30 Tyrkir hafa deilt upptökum sem tengjast morðinu á Khashoggi Tyrkir hafa deilt myndböndum sem tengjast morðinu á Jamal Khashoggi með Bandaríkjunum, Bretlandi, Sádi Arabíu og fleirum. Forseti Tyrklands Recep Tayyip Erdogan ítrekaði það sem hann hefur fullyrt að Sádi Arabar vita hvert hafi myrt Khashoggi. 10. nóvember 2018 15:57 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira
Fara fram á dauðarefsingu vegna morðsins á Khashoggi Greint var frá þessu á blaðamannafundi saksóknara í dag. 15. nóvember 2018 11:18
Leituðu leiða til að framselja Gulen til Tyrklands til að friðþægja Erdogan Ríkisstjórn Donald Trump er sögð vilja létta á þrýsingi á krónpríns Sádi-Arabíu. 16. nóvember 2018 10:57
CIA telur krónprinsinn á bak við morðið á Khashoggi Bandaríska leyniþjónustan CIA telur ljóst að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi gefið út skipun um að ráða blaðamanninum Jamal Khashoggi bana í Istanbúl í október. 17. nóvember 2018 02:08
Ræddu um að drepa aðra óvini ári áður en Khashoggi var myrtur Menn sem starfa í leyniþjónustu Sádi-Arabíu og eru nánir krónprinsinum Mohammed bin Salman ræddu um það á síðasta ári hvernig þeir gætu komið því í kring að myrða íranska óvini sádi-arabíska ríkisins. 12. nóvember 2018 13:30
Tyrkir hafa deilt upptökum sem tengjast morðinu á Khashoggi Tyrkir hafa deilt myndböndum sem tengjast morðinu á Jamal Khashoggi með Bandaríkjunum, Bretlandi, Sádi Arabíu og fleirum. Forseti Tyrklands Recep Tayyip Erdogan ítrekaði það sem hann hefur fullyrt að Sádi Arabar vita hvert hafi myrt Khashoggi. 10. nóvember 2018 15:57