Erlendir ferðamenn skila steinum og sandi í Reynisfjöru Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. nóvember 2018 14:15 Fjórir steinar sem skilað var til baka með póstsendingu til Höllu og starfsfólksins hennar nýlega. Svarta Fjaran Eigendur veitingastaðarins Svörtu fjörunnar í Reynisfjöru í Mýrdalshreppi fá reglulega einkennilegar sendingar í póstinum. Um er að ræða steina og sand sem erlendir ferðamenn hafa tekið úr fjörunni og flutt úr landi. Fólkið virðist hins vegar fá samviskubit þegar heim er komið yfir því að hafa tekið grjótið eða sandinn í leyfisleysi og sent til baka. Halla Ólafsdóttir, rekstrarstjóri Svörtu fjörunnar, segir sendingarnar aðallega koma frá Norður-Ameríku, Bandaríkjunum og Kanada.„Fólkið áttar sig greinilega á því þegar það kemur heim að það er víða ólöglegt að taka steina með sér úr landi og hvað þá sandinn. Í einu tilfelli taldi fólkið sem sendi steinana að á þeim hvíldi bölvun. Ég var því miður of sein að hugsa. Auðvitað hefði ég átt að neita móttöku steina sem á hvílir bölvun og senda þá aftur“, segir Halla. Hún segir málið hið skemmtilegasta. „Já, þetta er mjög skondið og orðsendingarnar með steinum og sandi eru á þá leið að fólk biðst afsökunar og biður mig að skila þessu aftur í fjöruna, sem ég geri að sjálfsögðu með bros á vör.“ Eigendur Svörtu fjöru eru hjónin í Þórisholti, hjónin á Reyni og bóndinn á Lækjarbakka en allt eru þetta bæir í Reynishverfi. Þau eru því einnig landeigendur í Reynisfjöru ásamt fleiri aðilum og réðust sjálf í það verkefni að byggja veitingastað í Reynisfjöru fyrir nokkrum árum. „Það er okkar skilningur að það sé alveg bannað að taka steina eða sand úr fjörunni enda er slíkt ekki leyfilegt í þjóðgörðum eða á vinsælum ferðamannastöðum víða um heim, sama gildir um okkar fjöru,“ segir Halla ennfremur. Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Sjá meira
Eigendur veitingastaðarins Svörtu fjörunnar í Reynisfjöru í Mýrdalshreppi fá reglulega einkennilegar sendingar í póstinum. Um er að ræða steina og sand sem erlendir ferðamenn hafa tekið úr fjörunni og flutt úr landi. Fólkið virðist hins vegar fá samviskubit þegar heim er komið yfir því að hafa tekið grjótið eða sandinn í leyfisleysi og sent til baka. Halla Ólafsdóttir, rekstrarstjóri Svörtu fjörunnar, segir sendingarnar aðallega koma frá Norður-Ameríku, Bandaríkjunum og Kanada.„Fólkið áttar sig greinilega á því þegar það kemur heim að það er víða ólöglegt að taka steina með sér úr landi og hvað þá sandinn. Í einu tilfelli taldi fólkið sem sendi steinana að á þeim hvíldi bölvun. Ég var því miður of sein að hugsa. Auðvitað hefði ég átt að neita móttöku steina sem á hvílir bölvun og senda þá aftur“, segir Halla. Hún segir málið hið skemmtilegasta. „Já, þetta er mjög skondið og orðsendingarnar með steinum og sandi eru á þá leið að fólk biðst afsökunar og biður mig að skila þessu aftur í fjöruna, sem ég geri að sjálfsögðu með bros á vör.“ Eigendur Svörtu fjöru eru hjónin í Þórisholti, hjónin á Reyni og bóndinn á Lækjarbakka en allt eru þetta bæir í Reynishverfi. Þau eru því einnig landeigendur í Reynisfjöru ásamt fleiri aðilum og réðust sjálf í það verkefni að byggja veitingastað í Reynisfjöru fyrir nokkrum árum. „Það er okkar skilningur að það sé alveg bannað að taka steina eða sand úr fjörunni enda er slíkt ekki leyfilegt í þjóðgörðum eða á vinsælum ferðamannastöðum víða um heim, sama gildir um okkar fjöru,“ segir Halla ennfremur.
Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Sjá meira