Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. desember 2025 20:00 Erlendur Þorsteinsson segir að bregðast þurfi við auknum fjölda slysa þar sem ekið er á gangandi og hjólandi vegfarendur. Fjöldi alvarlegra umferðarslysa, þar sem ökumenn keyra yfir á rauðu ljósi, kalla á viðbrögð, að mati talsmanns hjólreiðmanna. Hann kallar eftir samtali um ábyrgð bílstjóra og bætta umferðarmenningu. Tímaspursmál sé hvenær næsta slys verður. Mörg alvarleg umferðarslys hafa orðið hér á landi undanfarnar vikur, meðal annars á Suðurlandsbraut þar sem banaslys varð þegar ekið var á konu. Lögregla telur að konan hafi gengið yfir götuna á grænu gangbrautarljósi þegar keyrt var á hana. Þá hefur faðir á Kársnesi í Kópavogi áhyggjur af aksturslagi ökumanna og náði því á myndband þegar stærðarinnar rúta brunaði yfir þessa gangbraut á grænu gönguljósi. Nýjasta tilvikið var svo í Laugardal í gær þar sem strætisvagni var ekið á konu á reiðhjóli þar sem hún fór yfir gatnamótin á grænu gönguljósi. Dæmin fleiri Erlendur Þorsteinsson formaður Landssamtaka hjólreiðamanna segir nýleg dæmi þar sem ekið er á vegfarendur mun fleiri. „Og nú erum við komin út í það að það er verið að keyra á vegfarendur sem höfðu græn gönguljós og bílstjórarnir höfðu einhverskonar rautt. Mér finnst það þurfi að fara að taka samtal um það að bílar séu hættulegir, bílar séu vandmeðfarin tæki, góð tæki ef notuð rétt en núna þurfum við að fara að ræða ábyrgð bílstjóra um það hvernig þessi tæki eru notuð.“ Lögregla hefur biðlað til gangandi vegfarenda um að setja öryggið á oddinn, þeir séu gjarnan í of dökkum klæðnaði, noti ekki endurskinsmerki og noti of oft ekki gangbrautir. Erlendur segir sjálfsagt að ræða hegðun gangandi vegfarenda. „En í þessum seinustu atvikum er ekki hægt að benda á það sem orsökina. Núna þegar er hvað dimmast þá ættu rauð ljós að vera ákaflega áberandi og þá þarf að fara að ræða af hverju þau eru ekki virt.“ Nú þurfi að setjast niður Fjöldi slysa nú kalli á viðbrögð yfirvalda og vill Erlendur samtal við lögreglu og Samgöngustofu um bætta umferðarmenningu, þar sé að ýmsu að huga. „Það er ekki endilega að það sé ein ástæða heldur samverkandi ástæður og þess vegna er svo mikilvægt að skoða annað heldur en bara klæðnað vegfarenda, hvað er hægt að gera til þess að koma í veg fyrir þessi slys.“ Þú vilt taka samtalið við lögreglu og Samgöngustofu um þetta? „Ég vil taka samtalið við lögreglu og Samgöngustofu og sveitarfélögin og veghaldara um þetta, fara virkilega að setjast niður: Hvað getum við gert til þess að koma okkur á réttan stað?“ Það er bara tímaspursmál hvenær verða fleiri slys? „Já, það er mjög sorglegt að segja þetta en það er ekki spurning um ef heldur hvenær verður næsta slys.“ Umferðaröryggi Umferð Samgöngur Hjólreiðar Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Sjá meira
Mörg alvarleg umferðarslys hafa orðið hér á landi undanfarnar vikur, meðal annars á Suðurlandsbraut þar sem banaslys varð þegar ekið var á konu. Lögregla telur að konan hafi gengið yfir götuna á grænu gangbrautarljósi þegar keyrt var á hana. Þá hefur faðir á Kársnesi í Kópavogi áhyggjur af aksturslagi ökumanna og náði því á myndband þegar stærðarinnar rúta brunaði yfir þessa gangbraut á grænu gönguljósi. Nýjasta tilvikið var svo í Laugardal í gær þar sem strætisvagni var ekið á konu á reiðhjóli þar sem hún fór yfir gatnamótin á grænu gönguljósi. Dæmin fleiri Erlendur Þorsteinsson formaður Landssamtaka hjólreiðamanna segir nýleg dæmi þar sem ekið er á vegfarendur mun fleiri. „Og nú erum við komin út í það að það er verið að keyra á vegfarendur sem höfðu græn gönguljós og bílstjórarnir höfðu einhverskonar rautt. Mér finnst það þurfi að fara að taka samtal um það að bílar séu hættulegir, bílar séu vandmeðfarin tæki, góð tæki ef notuð rétt en núna þurfum við að fara að ræða ábyrgð bílstjóra um það hvernig þessi tæki eru notuð.“ Lögregla hefur biðlað til gangandi vegfarenda um að setja öryggið á oddinn, þeir séu gjarnan í of dökkum klæðnaði, noti ekki endurskinsmerki og noti of oft ekki gangbrautir. Erlendur segir sjálfsagt að ræða hegðun gangandi vegfarenda. „En í þessum seinustu atvikum er ekki hægt að benda á það sem orsökina. Núna þegar er hvað dimmast þá ættu rauð ljós að vera ákaflega áberandi og þá þarf að fara að ræða af hverju þau eru ekki virt.“ Nú þurfi að setjast niður Fjöldi slysa nú kalli á viðbrögð yfirvalda og vill Erlendur samtal við lögreglu og Samgöngustofu um bætta umferðarmenningu, þar sé að ýmsu að huga. „Það er ekki endilega að það sé ein ástæða heldur samverkandi ástæður og þess vegna er svo mikilvægt að skoða annað heldur en bara klæðnað vegfarenda, hvað er hægt að gera til þess að koma í veg fyrir þessi slys.“ Þú vilt taka samtalið við lögreglu og Samgöngustofu um þetta? „Ég vil taka samtalið við lögreglu og Samgöngustofu og sveitarfélögin og veghaldara um þetta, fara virkilega að setjast niður: Hvað getum við gert til þess að koma okkur á réttan stað?“ Það er bara tímaspursmál hvenær verða fleiri slys? „Já, það er mjög sorglegt að segja þetta en það er ekki spurning um ef heldur hvenær verður næsta slys.“
Umferðaröryggi Umferð Samgöngur Hjólreiðar Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Sjá meira