Lagði til atlögu með hnífsblaði í krepptum hnefa Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. nóvember 2018 11:03 Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur til rannsóknar tilraun til manndráps. Vísir/tryggvi Páll Maðurinn sem er í haldi lögreglunnar á Akureyri grunaður um tilraun til manndráps lagði til atlögu að fórnarlambinu með hnífsblaði í krepptum hnefa. Fórnarlambið hlaut alls tíu stungusár. Þetta kemur fram í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir manninum sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær en fréttastofa hefur úrskurðinn undir höndum. Maðurinn var handtekinn á laugardaginn, skömmu eftir að árásin átti sér stað en hún var framin fyrir utan útibú Arion banka á Akureyri. Í úrskurðinum er vísað til upptöku úr öryggismyndavél þar sem sjáist að árásarmaðurinn hafi haft hnífsblað í krepptum hnefa sínum og blaðið standi út á milli fingra hans. Maðurinn hafi svo slegið til fórnarlambsins með þeim afleiðingum að hann var með tíu stungusár á líkama eftir árásina en á upptökunum megi sjá að fórnarlambið verði blóðugt. Í bráðabirgðaáverkavottorði fórnarlambsins segir að fórnarlambið hafi meðal annars hlotið djúpan skurð neðan við vinstra kjálkabarð, í gegnum munnvatnskirtil í nálægð við bláæð auk þess sem það hlaut einnig djúpan skurð á vinstra gagnauga, auk átta annara skurða á efri hluta líkamans. Við húsleit á heimili árásarmannsinns fannst blóðugur hnífur sem talið er að hafi verið beitt í árásinni. Er hnífurinn með um fjögurra sentimetra löngu blaði, ekki með venjulegu skafti heldur með eins konar handfangi. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 30. nóvember næstkomandi. Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Karlmaður úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna manndrápstilraunar Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að karlmaður sem grunaður er um tilraun til manndráps hafi verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 30. nóvember. 4. nóvember 2018 16:44 Krefjast gæsluvarðhalds vegna manndrápstilraunar á Akureyri Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur til rannsóknar tilraun til manndráps. 4. nóvember 2018 13:52 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira
Maðurinn sem er í haldi lögreglunnar á Akureyri grunaður um tilraun til manndráps lagði til atlögu að fórnarlambinu með hnífsblaði í krepptum hnefa. Fórnarlambið hlaut alls tíu stungusár. Þetta kemur fram í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir manninum sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær en fréttastofa hefur úrskurðinn undir höndum. Maðurinn var handtekinn á laugardaginn, skömmu eftir að árásin átti sér stað en hún var framin fyrir utan útibú Arion banka á Akureyri. Í úrskurðinum er vísað til upptöku úr öryggismyndavél þar sem sjáist að árásarmaðurinn hafi haft hnífsblað í krepptum hnefa sínum og blaðið standi út á milli fingra hans. Maðurinn hafi svo slegið til fórnarlambsins með þeim afleiðingum að hann var með tíu stungusár á líkama eftir árásina en á upptökunum megi sjá að fórnarlambið verði blóðugt. Í bráðabirgðaáverkavottorði fórnarlambsins segir að fórnarlambið hafi meðal annars hlotið djúpan skurð neðan við vinstra kjálkabarð, í gegnum munnvatnskirtil í nálægð við bláæð auk þess sem það hlaut einnig djúpan skurð á vinstra gagnauga, auk átta annara skurða á efri hluta líkamans. Við húsleit á heimili árásarmannsinns fannst blóðugur hnífur sem talið er að hafi verið beitt í árásinni. Er hnífurinn með um fjögurra sentimetra löngu blaði, ekki með venjulegu skafti heldur með eins konar handfangi. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 30. nóvember næstkomandi.
Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Karlmaður úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna manndrápstilraunar Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að karlmaður sem grunaður er um tilraun til manndráps hafi verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 30. nóvember. 4. nóvember 2018 16:44 Krefjast gæsluvarðhalds vegna manndrápstilraunar á Akureyri Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur til rannsóknar tilraun til manndráps. 4. nóvember 2018 13:52 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira
Karlmaður úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna manndrápstilraunar Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að karlmaður sem grunaður er um tilraun til manndráps hafi verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 30. nóvember. 4. nóvember 2018 16:44
Krefjast gæsluvarðhalds vegna manndrápstilraunar á Akureyri Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur til rannsóknar tilraun til manndráps. 4. nóvember 2018 13:52