Leiga einstæðrar móður frá Suður-Afríku hækkaði um 70 þúsund á rúmu ári Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. október 2018 16:30 Johanna E. Van Schalkwyk flutti til Íslands frá Suður-Afríku árið 1997. Hún ræddi málefni innflytjenda á íslenskum húsnæðismarkaði á húsnæðisþingi í dag. Vísir/vilhelm Leiga einstæðrar móður, sem fluttist til Íslands fyrir 22 árum, hækkaði um 70 þúsund krónur á rétt rúmu einu ári, að sögn Johönnu E. Van Schalkwyk, verkefnastjóra frá Suður-Afríku sem hefur búið hér á landi síðan árið 1997. Þetta sagði Johanna að væri dæmigert fyrir upplifun innflytjenda á íslenskum húsnæðismarkaði og að þeir glími jafnframt við fordóma og upplýsingaskort.Einstæð móðir í láglaunastarfi vildi veita syninum stöðugleika Johanna fjallaði um stöðu innflytjenda á húsnæðismarkaði í erindi sínu „Welcome to Iceland“ á húsnæðisþingi í dag. Þar sagði hún að úr fjölmörgum sögum væri að velja en við þetta tilefni hafi hún ákveðið að segja sögu Natalie vinkonu sinnar. Natalie hefur búið í 22 ár á Íslandi, er með íslenskan ríkisborgararétt, vinnur í eldhúsi á leikskóla og er einstæð móðir með eitt barn. Eftir að sonur Natalie fæddist árið 2009 ákvað hún að leita að framtíðarheimili fyrir þau mæðgin. Johanna sagði Natalie hafa þráð að gefa syni sínum stöðugleika í formi öruggs húsnæðis og skólaumhverfis, sem hún naut ekki sjálf í heimalandinu, Suður-Afríku. Árið 2013 fékk Natalie draumaíbúð a vegum Íbúðalánasjóðs og greiddi fyrir hana 150 þúsund krónur í leigu á mánuði, vísitölutengda með ótímabundnum leigusamningi. „Natalie fannst eins og hún gæti loksins slakað á, enda er ÍLS ríkisstofnun og húsnæðið líklega öruggara en hjá einkaaðilum.“ Borga núna eða fara á flæking Árið 2015 var Natalie svo tilkynnt að íbúðin hafi verið seld Leigufélaginu Kletti en að samningurinn héldist óbreyttur. Í febrúar 2017 fékk Natalie hins vegar bréf frá nýjum eiganda íbúðarinnar, Almenna leigufélaginu, sem sagði upp ótímabundnum leigusamningi hennar. Í staðinn var Natalie boðinn eins árs samningur upp á 180 þúsund krónur á mánuði í leigu. Um var að ræða 30 þúsund króna hækkun á mánuði, á einu bretti. „Þetta er sérstaklega stórt högg ef þú ert einstæð móðir í láglaunastarfi,“ sagði Johanna.Húsnæðismarkaðurinn er fjandsamlegur innflytjendum, samkvæmt niðurstöðum óformlegrar könnunar Johönnu.Fréttablaðið/EyþórÁrið 2018 barst Natalie annað bréf frá Almenna leigufélaginu, sem bauð henni að endurnýja eins árs samninginn með 40 þúsund króna hækkun á mánuði. Þannig var leigan orðin 220 þúsund krónur á mánuði, og hafði því hækkað um samtals 70 þúsund krónur á rétt rúmu einu ári. Að sögn Johönnu bað Natalie um ótímabundinn samning en fékk þau svör frá Almenna leigufélaginu að aðeins hægt væri að bjóða henni tveggja ára samning. Mánaðarleigan myndi þó hækka upp í 245 þúsund krónur á mánuði á slíkum samningi. „Valkostir Natalie voru svosem engir, borga núna eða fara á flæking með barnið sitt.“Fordómar og skortur á upplýsingum Johanna sagði sögu Natalie vera sögu fjölmargra innflytjenda á Íslandi. Hún sagði stöðu þeirra hafa versnað með styttri leigusamningum og hærri leigu. Þetta viðhorf endurspeglaðist í óformlegri könnun sem Johanna lagði fyrir Facebook-hóp innflytjenda á íslenskum húsnæðismarkaði. Áttatíu svöruðu könnuninni og voru flestir sammála um að alvarleg vandamál stæðu frammi fyrir innflytjendum í málaflokknum. Samkvæmt könnun Johönnu glíma innflytjendur við fordóma, upplýsingaskort og óvinsamlegt leigu- og kaupferli á húsnæðismarkaði. Þá þiggur til að mynda lítill hluti innflytjenda húsaleigubætur. „Er það af því að reglur um réttinn eru of strangar, er skriffinska of flókin, eða getur verið að innflytjendur eru markvisst ekki upplýstir um húsaleigubætur almennt?“ spurði Johanna. Húsnæðismál Innflytjendamál Tengdar fréttir Fimmtungur leigjenda óttast að missa húsnæði sitt Um fimmtungur leigjenda á Íslandi telur frekar eða mjög líklegt að þeir missi húsnæðið sitt. Þeir sem leigja af einstaklingi á almennum markaði telja líklegra en aðrir að þeir missi húsnæðið sitt. 30. október 2018 08:36 Ólafía Hrönn benti á fáránleika leigumarkaðarins í tilfinningaþrunginni ræðu Sagði son sinn ekki hafa mátt greiða 70 þúsund í afborgun af íbúðaláni en frjálst að leigja fyrir þrefalt hærri upphæð. 30. október 2018 13:43 „Það er gott að búa á landsbyggðinni en til þess þurfum við þak yfir höfuðið“ Steinunn Steinþórsdóttir, ung kona sem uppalin er á höfuðborgarsvæðinu en er nú búsett á Egilsstöðum, kallaði eftir aðgerðum í húsnæðismálum ungs fólks á landsbyggðinni í erindi sínu á Húsnæðisþingi í dag. 30. október 2018 14:53 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira
Leiga einstæðrar móður, sem fluttist til Íslands fyrir 22 árum, hækkaði um 70 þúsund krónur á rétt rúmu einu ári, að sögn Johönnu E. Van Schalkwyk, verkefnastjóra frá Suður-Afríku sem hefur búið hér á landi síðan árið 1997. Þetta sagði Johanna að væri dæmigert fyrir upplifun innflytjenda á íslenskum húsnæðismarkaði og að þeir glími jafnframt við fordóma og upplýsingaskort.Einstæð móðir í láglaunastarfi vildi veita syninum stöðugleika Johanna fjallaði um stöðu innflytjenda á húsnæðismarkaði í erindi sínu „Welcome to Iceland“ á húsnæðisþingi í dag. Þar sagði hún að úr fjölmörgum sögum væri að velja en við þetta tilefni hafi hún ákveðið að segja sögu Natalie vinkonu sinnar. Natalie hefur búið í 22 ár á Íslandi, er með íslenskan ríkisborgararétt, vinnur í eldhúsi á leikskóla og er einstæð móðir með eitt barn. Eftir að sonur Natalie fæddist árið 2009 ákvað hún að leita að framtíðarheimili fyrir þau mæðgin. Johanna sagði Natalie hafa þráð að gefa syni sínum stöðugleika í formi öruggs húsnæðis og skólaumhverfis, sem hún naut ekki sjálf í heimalandinu, Suður-Afríku. Árið 2013 fékk Natalie draumaíbúð a vegum Íbúðalánasjóðs og greiddi fyrir hana 150 þúsund krónur í leigu á mánuði, vísitölutengda með ótímabundnum leigusamningi. „Natalie fannst eins og hún gæti loksins slakað á, enda er ÍLS ríkisstofnun og húsnæðið líklega öruggara en hjá einkaaðilum.“ Borga núna eða fara á flæking Árið 2015 var Natalie svo tilkynnt að íbúðin hafi verið seld Leigufélaginu Kletti en að samningurinn héldist óbreyttur. Í febrúar 2017 fékk Natalie hins vegar bréf frá nýjum eiganda íbúðarinnar, Almenna leigufélaginu, sem sagði upp ótímabundnum leigusamningi hennar. Í staðinn var Natalie boðinn eins árs samningur upp á 180 þúsund krónur á mánuði í leigu. Um var að ræða 30 þúsund króna hækkun á mánuði, á einu bretti. „Þetta er sérstaklega stórt högg ef þú ert einstæð móðir í láglaunastarfi,“ sagði Johanna.Húsnæðismarkaðurinn er fjandsamlegur innflytjendum, samkvæmt niðurstöðum óformlegrar könnunar Johönnu.Fréttablaðið/EyþórÁrið 2018 barst Natalie annað bréf frá Almenna leigufélaginu, sem bauð henni að endurnýja eins árs samninginn með 40 þúsund króna hækkun á mánuði. Þannig var leigan orðin 220 þúsund krónur á mánuði, og hafði því hækkað um samtals 70 þúsund krónur á rétt rúmu einu ári. Að sögn Johönnu bað Natalie um ótímabundinn samning en fékk þau svör frá Almenna leigufélaginu að aðeins hægt væri að bjóða henni tveggja ára samning. Mánaðarleigan myndi þó hækka upp í 245 þúsund krónur á mánuði á slíkum samningi. „Valkostir Natalie voru svosem engir, borga núna eða fara á flæking með barnið sitt.“Fordómar og skortur á upplýsingum Johanna sagði sögu Natalie vera sögu fjölmargra innflytjenda á Íslandi. Hún sagði stöðu þeirra hafa versnað með styttri leigusamningum og hærri leigu. Þetta viðhorf endurspeglaðist í óformlegri könnun sem Johanna lagði fyrir Facebook-hóp innflytjenda á íslenskum húsnæðismarkaði. Áttatíu svöruðu könnuninni og voru flestir sammála um að alvarleg vandamál stæðu frammi fyrir innflytjendum í málaflokknum. Samkvæmt könnun Johönnu glíma innflytjendur við fordóma, upplýsingaskort og óvinsamlegt leigu- og kaupferli á húsnæðismarkaði. Þá þiggur til að mynda lítill hluti innflytjenda húsaleigubætur. „Er það af því að reglur um réttinn eru of strangar, er skriffinska of flókin, eða getur verið að innflytjendur eru markvisst ekki upplýstir um húsaleigubætur almennt?“ spurði Johanna.
Húsnæðismál Innflytjendamál Tengdar fréttir Fimmtungur leigjenda óttast að missa húsnæði sitt Um fimmtungur leigjenda á Íslandi telur frekar eða mjög líklegt að þeir missi húsnæðið sitt. Þeir sem leigja af einstaklingi á almennum markaði telja líklegra en aðrir að þeir missi húsnæðið sitt. 30. október 2018 08:36 Ólafía Hrönn benti á fáránleika leigumarkaðarins í tilfinningaþrunginni ræðu Sagði son sinn ekki hafa mátt greiða 70 þúsund í afborgun af íbúðaláni en frjálst að leigja fyrir þrefalt hærri upphæð. 30. október 2018 13:43 „Það er gott að búa á landsbyggðinni en til þess þurfum við þak yfir höfuðið“ Steinunn Steinþórsdóttir, ung kona sem uppalin er á höfuðborgarsvæðinu en er nú búsett á Egilsstöðum, kallaði eftir aðgerðum í húsnæðismálum ungs fólks á landsbyggðinni í erindi sínu á Húsnæðisþingi í dag. 30. október 2018 14:53 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira
Fimmtungur leigjenda óttast að missa húsnæði sitt Um fimmtungur leigjenda á Íslandi telur frekar eða mjög líklegt að þeir missi húsnæðið sitt. Þeir sem leigja af einstaklingi á almennum markaði telja líklegra en aðrir að þeir missi húsnæðið sitt. 30. október 2018 08:36
Ólafía Hrönn benti á fáránleika leigumarkaðarins í tilfinningaþrunginni ræðu Sagði son sinn ekki hafa mátt greiða 70 þúsund í afborgun af íbúðaláni en frjálst að leigja fyrir þrefalt hærri upphæð. 30. október 2018 13:43
„Það er gott að búa á landsbyggðinni en til þess þurfum við þak yfir höfuðið“ Steinunn Steinþórsdóttir, ung kona sem uppalin er á höfuðborgarsvæðinu en er nú búsett á Egilsstöðum, kallaði eftir aðgerðum í húsnæðismálum ungs fólks á landsbyggðinni í erindi sínu á Húsnæðisþingi í dag. 30. október 2018 14:53