Er ástæða til þess að hafa áhyggjur af fjármálamörkuðum? Marinó Örn Tryggvason skrifar 10. október 2018 07:00 Velta hefur farið minnkandi á undanförnum árum bæði á hluta- og skuldabréfamarkaði. Þessi þróun gæti verið vísbending um að skilvirkni markaða fari minnkandi. Minni velta gæti þýtt að uppbyggingu markaða sé ábótavant eða að markaðsaðilum gangi einhverra hluta vegna ekki nægjanlega vel að uppfylla hlutverk sitt sem miðlarar fjármagns. Nauðsynlegt er að skoða ástæður minni veltu því hún gæti endurspeglað stopul skoðanaskipti á markaði og leitt til rangrar verðlagningar á áhættu. Það er því full ástæða til þess að taka þessar vísbendingar alvarlega og skoða hugsanlegar skýringar, svo sem breytta uppbyggingu fjármálakerfisins eða minnkandi viðskiptavilja markaðsaðila. Fjármálamarkaðir hafa það meginhlutverk að miðla fjármagni frá fjármagnseigendum til þeirra sem skortir fjármagn og eru því mikilvægur hluti innviða samfélagsins. Á fjármálamarkaði eru milliliðir nauðsynlegir til að fjármálakerfið geti sinnt hlutverki sínu. Á Íslandi eru bankar og lífeyrissjóðir fyrirferðarmiklir en einnig eru starfrækt minni og sérhæfðari fyrirtæki, eins og rekstrarfélög verðbréfasjóða og verðbréfamiðlanir. Heilbrigt fjármálakerfi er nauðsynlegt fyrir einstaklinga, fyrirtæki og aðra, svo sem lífeyrissjóði. Einstaklingar taka lán til þess að fjármagna fasteignakaup og fyrirtæki taka lán eða safna hlutafé, m.a. til þess að fjármagna véla- og tækjakaup. Ýmsir fjárfestar geta keypt hlutafé og t.d. bankar eða lífeyrissjóðir geta veitt lán. Rekstur banka gengur út á að ávaxta fjármagn aðila sem þurfa ekki á því að halda fyrr en síðar, og greiðir bankinn vexti eða arð fyrir, og lánar á móti til þeirra sem þurfa á fjármagni að halda og geta greitt til baka með vöxtum síðar. Munurinn á innlánsvöxtum og útlánsvöxtum er vaxtamunur. Sá munur þarf að standa undir kostnaði við rekstur bankans og viðunandi ávöxtun til eigenda bankans. En þar sem vaxtakjör sem banki fjármagnar sig á ráðast af vaxtakjörum á fjármálamarkaði, skiptir vaxtamyndun á markaði lykilmáli í ofangreindu ferli. Eftir því sem velta á markaði er meiri má gera ráð fyrir því að skoðanir margra aðila hafi áhrif á markaðsverð, og skiptir skoðun þeirra á áhættu fjárfestingarkosta miklu máli. Skilvirkur markaður er þannig nauðsynleg forsenda þess að áhætta sé rétt metin. Vextir endurspegla áhættu sem fjármagnseigendur taka þegar þeir lána fé sitt. Ef eigendur fjármagns telja að áhætta sé mikil krefjast þeir hærri vaxta en ef áhætta er minni. Þannig eru vextir á ríkisskuldabréfum lægri en á áhættusamari fjárfestingum. Því betur sem fjármálamörkuðum tekst að verðleggja áhættu því betur gegna þeir hlutverki sínu sem miðlarar fjármagns. Ef áhætta er metin óeðlilega lítil má gera ráð fyrir því að ráðist verði í of mörg verkefni sem munu ekki standa undir sér með tilheyrandi tjóni. Ef áhætta er metin of mikil verða færri verkefni fjármögnuð en ella, sem gæti leitt til tapaðra tækifæra sem annars myndu reynast hagkerfinu vel. Gera má ráð fyrir að eftir því sem áhætta er betur verðlögð hafi það jákvæð áhrif á hagvöxt og lífskjör í landinu. Skilvirkir fjármálamarkaðir, sem m.a. fela í sér nægilega veltu, skipta hér höfuðmáli. Þorri landsmanna geymir sparnað sinn í lífeyrissjóðum landsins sem eru meðal stærstu þátttakenda á íslenskum fjármálamarkaði. Sjóðirnir verða áfram virkir í fjárfestingum hér innanlands þó þeir fjárfesti í auknum mæli erlendis á næstu árum. Umræða á komandi misserum um leiðir til að auka skilvirkni á fjármálamarkaði og bæta áhættumat ætti því að snerta okkur öll, enda eru öflugir fjármálainnviðir mikilvæg stoð í íslensku samfélagi rétt eins og aðrir samfélagsinnviðir. Kvika mun á næstu vikum fjalla nánar í Markaðnum um ástæður minnkandi virkni á mörkuðum og mögulegar umbætur og vonast eftir virku samtali um málefnið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Sjá meira
Velta hefur farið minnkandi á undanförnum árum bæði á hluta- og skuldabréfamarkaði. Þessi þróun gæti verið vísbending um að skilvirkni markaða fari minnkandi. Minni velta gæti þýtt að uppbyggingu markaða sé ábótavant eða að markaðsaðilum gangi einhverra hluta vegna ekki nægjanlega vel að uppfylla hlutverk sitt sem miðlarar fjármagns. Nauðsynlegt er að skoða ástæður minni veltu því hún gæti endurspeglað stopul skoðanaskipti á markaði og leitt til rangrar verðlagningar á áhættu. Það er því full ástæða til þess að taka þessar vísbendingar alvarlega og skoða hugsanlegar skýringar, svo sem breytta uppbyggingu fjármálakerfisins eða minnkandi viðskiptavilja markaðsaðila. Fjármálamarkaðir hafa það meginhlutverk að miðla fjármagni frá fjármagnseigendum til þeirra sem skortir fjármagn og eru því mikilvægur hluti innviða samfélagsins. Á fjármálamarkaði eru milliliðir nauðsynlegir til að fjármálakerfið geti sinnt hlutverki sínu. Á Íslandi eru bankar og lífeyrissjóðir fyrirferðarmiklir en einnig eru starfrækt minni og sérhæfðari fyrirtæki, eins og rekstrarfélög verðbréfasjóða og verðbréfamiðlanir. Heilbrigt fjármálakerfi er nauðsynlegt fyrir einstaklinga, fyrirtæki og aðra, svo sem lífeyrissjóði. Einstaklingar taka lán til þess að fjármagna fasteignakaup og fyrirtæki taka lán eða safna hlutafé, m.a. til þess að fjármagna véla- og tækjakaup. Ýmsir fjárfestar geta keypt hlutafé og t.d. bankar eða lífeyrissjóðir geta veitt lán. Rekstur banka gengur út á að ávaxta fjármagn aðila sem þurfa ekki á því að halda fyrr en síðar, og greiðir bankinn vexti eða arð fyrir, og lánar á móti til þeirra sem þurfa á fjármagni að halda og geta greitt til baka með vöxtum síðar. Munurinn á innlánsvöxtum og útlánsvöxtum er vaxtamunur. Sá munur þarf að standa undir kostnaði við rekstur bankans og viðunandi ávöxtun til eigenda bankans. En þar sem vaxtakjör sem banki fjármagnar sig á ráðast af vaxtakjörum á fjármálamarkaði, skiptir vaxtamyndun á markaði lykilmáli í ofangreindu ferli. Eftir því sem velta á markaði er meiri má gera ráð fyrir því að skoðanir margra aðila hafi áhrif á markaðsverð, og skiptir skoðun þeirra á áhættu fjárfestingarkosta miklu máli. Skilvirkur markaður er þannig nauðsynleg forsenda þess að áhætta sé rétt metin. Vextir endurspegla áhættu sem fjármagnseigendur taka þegar þeir lána fé sitt. Ef eigendur fjármagns telja að áhætta sé mikil krefjast þeir hærri vaxta en ef áhætta er minni. Þannig eru vextir á ríkisskuldabréfum lægri en á áhættusamari fjárfestingum. Því betur sem fjármálamörkuðum tekst að verðleggja áhættu því betur gegna þeir hlutverki sínu sem miðlarar fjármagns. Ef áhætta er metin óeðlilega lítil má gera ráð fyrir því að ráðist verði í of mörg verkefni sem munu ekki standa undir sér með tilheyrandi tjóni. Ef áhætta er metin of mikil verða færri verkefni fjármögnuð en ella, sem gæti leitt til tapaðra tækifæra sem annars myndu reynast hagkerfinu vel. Gera má ráð fyrir að eftir því sem áhætta er betur verðlögð hafi það jákvæð áhrif á hagvöxt og lífskjör í landinu. Skilvirkir fjármálamarkaðir, sem m.a. fela í sér nægilega veltu, skipta hér höfuðmáli. Þorri landsmanna geymir sparnað sinn í lífeyrissjóðum landsins sem eru meðal stærstu þátttakenda á íslenskum fjármálamarkaði. Sjóðirnir verða áfram virkir í fjárfestingum hér innanlands þó þeir fjárfesti í auknum mæli erlendis á næstu árum. Umræða á komandi misserum um leiðir til að auka skilvirkni á fjármálamarkaði og bæta áhættumat ætti því að snerta okkur öll, enda eru öflugir fjármálainnviðir mikilvæg stoð í íslensku samfélagi rétt eins og aðrir samfélagsinnviðir. Kvika mun á næstu vikum fjalla nánar í Markaðnum um ástæður minnkandi virkni á mörkuðum og mögulegar umbætur og vonast eftir virku samtali um málefnið.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun