Kominn tími á erfiða ákvörðun Ólöf Skaftadóttir skrifar 10. október 2018 07:30 Stjórnmálamönnum hefur algjörlega mistekist að marka stefnu í fiskeldi. Það eru ekki ný tíðindi og einskorðast ekki við þá sem nú sitja við stjórnvölinn. Flumbrugangurinn veldur því að umræðan um starfsgreinina er í lítt uppbyggilegum skotgröfum. Raunalegt hefur verið að fylgjast með henni síðan starfs- og rekstrarleyfi tveggja fyrirtækja í laxeldi á Vestfjörðum var afturkallað og rekstur þeirra settur í uppnám. Báðar fylkingar, sú sem leggst einatt gegn eldi í sjókvíum og hin sem talar fyrir eldi í sjókvíum, hafa heilmikið til síns máls. Og Vestfirðingum, í þessu tilfelli, er vorkunn. Enn og aftur eru uppbyggingaráform í fjórðungnum á milli steins og sleggju vegna ákvarðanafælni stjórnvalda. Og enn og aftur standa íbúar fjórðungsins berskjaldaðir og afkomu þeirra sem hafa atvinnu sína af fiskeldi er ógnað. Í gær lagði svo sjávarútvegsráðherra fram frumvarp til breytingar á lögum um fiskeldi til að tryggja að fyrirtækin tvö gætu haldið áfram starfsemi sinni, að minnsta kosti í tíu mánuði í viðbót. Um er að ræða svokallaða skítareddingu. Ámælisvert hlýtur að teljast að ráðherra setji fordæmi um að hægt sé að breyta lögum á einni svipstundu þegar eitthvað bjátar á hjá einstökum fyrirtækjum. Lög ættu að vera almenn og fyrirsjáanleg. Á meðan skorast umhverfisráðherra, sem hefur í fyrri störfum sínum gengið gríðarlega hart fram í þágu náttúruverndar, undan allri umræðu um málið og svarar eins og forhertur kerfiskarl. Með öðrum orðum, treystir hann sér ekki í umræðuna. Þrátt fyrir að það hafi verið undirstofnun hans ráðuneytis sem afturkallaði starfsleyfi fyrirtækjanna tveggja á Vestfjörðum. Meðal annars af umhverfissjónarmiðum. Ljóst er að fiskeldi í sjókvíum verður seint óumdeilt. Dugir að líta til hættu á erfðamengun, á mengun í fjörðum og hættu á sjúkdómum í eldisfiski, til dæmis laxalús. En hlutverk stjórnvalda er að höggva á hnútinn við erfiðar aðstæður. Á meðan stjórnvöld geta ekki gert upp við sig hvort skiptir meira máli, náttúruverndarsjónarmið eða atvinnuuppbygging úti á landi, eða að ráðherrar í sömu ríkisstjórn geti að minnsta kosti komið sér saman um að sameina bæði sjónarmið í ströngum skilyrðum sem eldisfyrirtækin starfi við, án undantekninga, þá tapa allir. Frumskógarregluverk stjórnsýslunnar stendur í vegi fyrir möguleikum Vestfirðinga við atvinnuuppbyggingu. Ef ætlun stjórnvalda er að viðhalda þeirri stefnu sinni væri eðlilegast að gera þá kröfu að það sé bara sagt upphátt. Það er kominn tími til að taka erfiða ákvörðun, höggva á hnútinn. Fyrir Vestfirðinga og okkur hin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Halldór 02.08.2025 Halldór Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnmálamönnum hefur algjörlega mistekist að marka stefnu í fiskeldi. Það eru ekki ný tíðindi og einskorðast ekki við þá sem nú sitja við stjórnvölinn. Flumbrugangurinn veldur því að umræðan um starfsgreinina er í lítt uppbyggilegum skotgröfum. Raunalegt hefur verið að fylgjast með henni síðan starfs- og rekstrarleyfi tveggja fyrirtækja í laxeldi á Vestfjörðum var afturkallað og rekstur þeirra settur í uppnám. Báðar fylkingar, sú sem leggst einatt gegn eldi í sjókvíum og hin sem talar fyrir eldi í sjókvíum, hafa heilmikið til síns máls. Og Vestfirðingum, í þessu tilfelli, er vorkunn. Enn og aftur eru uppbyggingaráform í fjórðungnum á milli steins og sleggju vegna ákvarðanafælni stjórnvalda. Og enn og aftur standa íbúar fjórðungsins berskjaldaðir og afkomu þeirra sem hafa atvinnu sína af fiskeldi er ógnað. Í gær lagði svo sjávarútvegsráðherra fram frumvarp til breytingar á lögum um fiskeldi til að tryggja að fyrirtækin tvö gætu haldið áfram starfsemi sinni, að minnsta kosti í tíu mánuði í viðbót. Um er að ræða svokallaða skítareddingu. Ámælisvert hlýtur að teljast að ráðherra setji fordæmi um að hægt sé að breyta lögum á einni svipstundu þegar eitthvað bjátar á hjá einstökum fyrirtækjum. Lög ættu að vera almenn og fyrirsjáanleg. Á meðan skorast umhverfisráðherra, sem hefur í fyrri störfum sínum gengið gríðarlega hart fram í þágu náttúruverndar, undan allri umræðu um málið og svarar eins og forhertur kerfiskarl. Með öðrum orðum, treystir hann sér ekki í umræðuna. Þrátt fyrir að það hafi verið undirstofnun hans ráðuneytis sem afturkallaði starfsleyfi fyrirtækjanna tveggja á Vestfjörðum. Meðal annars af umhverfissjónarmiðum. Ljóst er að fiskeldi í sjókvíum verður seint óumdeilt. Dugir að líta til hættu á erfðamengun, á mengun í fjörðum og hættu á sjúkdómum í eldisfiski, til dæmis laxalús. En hlutverk stjórnvalda er að höggva á hnútinn við erfiðar aðstæður. Á meðan stjórnvöld geta ekki gert upp við sig hvort skiptir meira máli, náttúruverndarsjónarmið eða atvinnuuppbygging úti á landi, eða að ráðherrar í sömu ríkisstjórn geti að minnsta kosti komið sér saman um að sameina bæði sjónarmið í ströngum skilyrðum sem eldisfyrirtækin starfi við, án undantekninga, þá tapa allir. Frumskógarregluverk stjórnsýslunnar stendur í vegi fyrir möguleikum Vestfirðinga við atvinnuuppbyggingu. Ef ætlun stjórnvalda er að viðhalda þeirri stefnu sinni væri eðlilegast að gera þá kröfu að það sé bara sagt upphátt. Það er kominn tími til að taka erfiða ákvörðun, höggva á hnútinn. Fyrir Vestfirðinga og okkur hin.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun