Skora á Alþingi að lögfesta veglínu í gegnum Teigsskóg Kristján Már Unnarsson skrifar 11. október 2018 14:00 Hreinn Haraldsson, þáverandi vegamálastjóri, og Hanna Birna Kristjánsdóttir, þáverandi ráðherra vegamála, skoðuðu Teigsskóg árið 2013. Vísir/Daníel Hópur íbúa í Reykhólahreppi, sem kallar sig Velunnara Þ.H.-leiðar, hefur birt áskorun á fréttavef sveitarfélagsins og sent tölvupóst til íbúa þar sem þeir eru hvattir til að senda áskorun til formanns samgöngunefndar Alþingis um vegamál þess efnis að veglína Vestfjarðavegar um Teigsskóg verði lögfest. Áskorunin hljóðar svona: „Við íbúar í Reykhólahreppi og sumarhúsaeigendur skorum á Alþingi og ríkisstjórn að semja strax lög sem heimili Vegagerðinni að bjóða út og hefja framkvæmdir eftir Þ.H. leið á Þjóðveg 60 – frá Kinnarstöðum að Kraká.“ Í fréttum Stöðvar 2 í síðustu viku lýsti Ingimar Ingimarsson, oddviti Reykhólahrepps, þeirri skoðun sinni að sterkari rök væru fyrir því að brúa mynni Þorskafjarðar fremur en að leggja veginn um Teigsskóg. Bændur í sveitinni, sem sjá fram á rask fjögurra bújarða, hafa hins vegar lýst eindreginni andstöðu við brúarlausnina.Leið Þ-H færi um Teigsskóg. Nýjasta útfærsla á brú yfir mynni Þorskafjarðar er kölluð leið R.Grafík/Hlynur Magnússon.Lagafrumvörp hafa þrívegis verið flutt á Alþingi, fyrst árið 2010, í því skyni að höggva á hnútinn með sérlögum um að Vestfjarðavegur skuli fara um Teigsskóg, en ekki náð fram að ganga. Í fyrradag sást að Alþingi var fljótt að bregðast við þegar þingmál var flutt í þágu fiskeldis á Vestfjörðum. Þannig liðu aðeins tæpar níu klukkustundir frá því Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mælti fyrir lagabreytingu á fiskeldislögum, um að heimila rekstrarleyfi til bráðabirgða, þar til það var sent ríkisstjórn sem lög frá Alþingi. Ráðherrann mælti fyrir þingmálinu kl. 14.44, það fór til nefndar og í gegnum þrjá umræður, og var síðan samþykkt klukkan 23.25. Vegagerðin áformaði í þessari viku að birta mat sitt á því hvað brúarleiðin kostar, í samanburði við Teigsskóg, og hvaða tímaramma hún þyrfti. Birting þeirra upplýsinga frestast hins vegar fram í næstu viku, að sögn G. Péturs Matthíassonar, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar. Reykhólahreppur Tengdar fréttir Segir óskiljanlegt að Teigsskógur hafi ekki verið tekinn eignarnámi Þetta segir Kjartan Gunnarsson lögmaður, sem sjálfur hefur mátt þola eignarnám, en hann hefur sem jarðeigandi á Rauðasandi kynnst vel þeim aðstæðum sem Vestfirðingar búa við í vegamálum. 23. október 2017 18:30 Oddvitinn telur sterkari rök fyrir stórbrú yfir mynni Þorskafjarðar Oddviti Reykhólahrepps telur sterkari rök fyrir því að brúa mynni Þorskafjarðar fremur en að leggja Vestfjarðaveg um Teigsskóg. 4. október 2018 21:00 Vestfirðingar sagðir mosavaxnir á biðinni eftir vegi um Teigsskóg Samgönguráðherra vonast til að vegarlagning um Teigsskóg geti hafist sumarið 2019, eftir rúmt ár, og að verklok verði haustið 2022. 5. júní 2018 20:30 Alveg sama hvar vegurinn kemur, bara að þeir byrji Bændur í Gufudalssveit eru opnir fyrir öðrum lausnum í stað vegar um Teigsskóg, bæði jarðgöngum og þverun Þorskafjarðar með sjávarfallavirkjun. 11. desember 2017 22:15 Bændur gegn brú yfir Þorskafjörð og segja að bújörðum yrði fórnað Stórbrú þvert yfir mynni Þorskafjarðar í stað vegar um Teigsskóg mætir harðri andstöðu eigenda fjögurra bújarða í Reykhólasveit. Þeir segja sorglegt að orðið sáttaleið sé notað um þessa tillögu. 3. október 2018 22:15 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Hópur íbúa í Reykhólahreppi, sem kallar sig Velunnara Þ.H.-leiðar, hefur birt áskorun á fréttavef sveitarfélagsins og sent tölvupóst til íbúa þar sem þeir eru hvattir til að senda áskorun til formanns samgöngunefndar Alþingis um vegamál þess efnis að veglína Vestfjarðavegar um Teigsskóg verði lögfest. Áskorunin hljóðar svona: „Við íbúar í Reykhólahreppi og sumarhúsaeigendur skorum á Alþingi og ríkisstjórn að semja strax lög sem heimili Vegagerðinni að bjóða út og hefja framkvæmdir eftir Þ.H. leið á Þjóðveg 60 – frá Kinnarstöðum að Kraká.“ Í fréttum Stöðvar 2 í síðustu viku lýsti Ingimar Ingimarsson, oddviti Reykhólahrepps, þeirri skoðun sinni að sterkari rök væru fyrir því að brúa mynni Þorskafjarðar fremur en að leggja veginn um Teigsskóg. Bændur í sveitinni, sem sjá fram á rask fjögurra bújarða, hafa hins vegar lýst eindreginni andstöðu við brúarlausnina.Leið Þ-H færi um Teigsskóg. Nýjasta útfærsla á brú yfir mynni Þorskafjarðar er kölluð leið R.Grafík/Hlynur Magnússon.Lagafrumvörp hafa þrívegis verið flutt á Alþingi, fyrst árið 2010, í því skyni að höggva á hnútinn með sérlögum um að Vestfjarðavegur skuli fara um Teigsskóg, en ekki náð fram að ganga. Í fyrradag sást að Alþingi var fljótt að bregðast við þegar þingmál var flutt í þágu fiskeldis á Vestfjörðum. Þannig liðu aðeins tæpar níu klukkustundir frá því Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mælti fyrir lagabreytingu á fiskeldislögum, um að heimila rekstrarleyfi til bráðabirgða, þar til það var sent ríkisstjórn sem lög frá Alþingi. Ráðherrann mælti fyrir þingmálinu kl. 14.44, það fór til nefndar og í gegnum þrjá umræður, og var síðan samþykkt klukkan 23.25. Vegagerðin áformaði í þessari viku að birta mat sitt á því hvað brúarleiðin kostar, í samanburði við Teigsskóg, og hvaða tímaramma hún þyrfti. Birting þeirra upplýsinga frestast hins vegar fram í næstu viku, að sögn G. Péturs Matthíassonar, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar.
Reykhólahreppur Tengdar fréttir Segir óskiljanlegt að Teigsskógur hafi ekki verið tekinn eignarnámi Þetta segir Kjartan Gunnarsson lögmaður, sem sjálfur hefur mátt þola eignarnám, en hann hefur sem jarðeigandi á Rauðasandi kynnst vel þeim aðstæðum sem Vestfirðingar búa við í vegamálum. 23. október 2017 18:30 Oddvitinn telur sterkari rök fyrir stórbrú yfir mynni Þorskafjarðar Oddviti Reykhólahrepps telur sterkari rök fyrir því að brúa mynni Þorskafjarðar fremur en að leggja Vestfjarðaveg um Teigsskóg. 4. október 2018 21:00 Vestfirðingar sagðir mosavaxnir á biðinni eftir vegi um Teigsskóg Samgönguráðherra vonast til að vegarlagning um Teigsskóg geti hafist sumarið 2019, eftir rúmt ár, og að verklok verði haustið 2022. 5. júní 2018 20:30 Alveg sama hvar vegurinn kemur, bara að þeir byrji Bændur í Gufudalssveit eru opnir fyrir öðrum lausnum í stað vegar um Teigsskóg, bæði jarðgöngum og þverun Þorskafjarðar með sjávarfallavirkjun. 11. desember 2017 22:15 Bændur gegn brú yfir Þorskafjörð og segja að bújörðum yrði fórnað Stórbrú þvert yfir mynni Þorskafjarðar í stað vegar um Teigsskóg mætir harðri andstöðu eigenda fjögurra bújarða í Reykhólasveit. Þeir segja sorglegt að orðið sáttaleið sé notað um þessa tillögu. 3. október 2018 22:15 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Segir óskiljanlegt að Teigsskógur hafi ekki verið tekinn eignarnámi Þetta segir Kjartan Gunnarsson lögmaður, sem sjálfur hefur mátt þola eignarnám, en hann hefur sem jarðeigandi á Rauðasandi kynnst vel þeim aðstæðum sem Vestfirðingar búa við í vegamálum. 23. október 2017 18:30
Oddvitinn telur sterkari rök fyrir stórbrú yfir mynni Þorskafjarðar Oddviti Reykhólahrepps telur sterkari rök fyrir því að brúa mynni Þorskafjarðar fremur en að leggja Vestfjarðaveg um Teigsskóg. 4. október 2018 21:00
Vestfirðingar sagðir mosavaxnir á biðinni eftir vegi um Teigsskóg Samgönguráðherra vonast til að vegarlagning um Teigsskóg geti hafist sumarið 2019, eftir rúmt ár, og að verklok verði haustið 2022. 5. júní 2018 20:30
Alveg sama hvar vegurinn kemur, bara að þeir byrji Bændur í Gufudalssveit eru opnir fyrir öðrum lausnum í stað vegar um Teigsskóg, bæði jarðgöngum og þverun Þorskafjarðar með sjávarfallavirkjun. 11. desember 2017 22:15
Bændur gegn brú yfir Þorskafjörð og segja að bújörðum yrði fórnað Stórbrú þvert yfir mynni Þorskafjarðar í stað vegar um Teigsskóg mætir harðri andstöðu eigenda fjögurra bújarða í Reykhólasveit. Þeir segja sorglegt að orðið sáttaleið sé notað um þessa tillögu. 3. október 2018 22:15