„Mikilmennskubrjálæði“ að kaupa 20 þúsund miða og ætla sér að selja þá Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. október 2018 20:16 Anton Ingi Sigurðsson leikstjóri. Fréttablaðið/GVA Anton Ingi Sigurðsson, leikstjóri kvikmyndarinnar Grimmdar, segir að það að kaupa 20 þúsund aðgöngumiða á kvikmyndina, og ætla sér að selja þá, hafi verið „mikilmennskubrjálæði“. Fyrirtæki í eigu föður Antons Inga keypti miðana fyrir tíu milljónir króna til að auka sölu á kvikmyndina, að því er fram kom í dómi héraðsdóms í máli Senu og framleiðslufyrirtækisins Virgo 2. Anton Ingi tjáir sig um málið í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld. Hann segir þar að árið 2016 hafi hann staðið frammi fyrir „miklu höggi“ þegar í ljós hafi komið að eftirvinnslustyrkur fyrir myndina frá Kvikmyndamiðstöð Íslands fengist ekki. Til hafi staðið að greiða útistandandi kostnað, þar á meðal launakostnað, með umræddum styrk frá kvikmyndamiðstöðinni. „Ég varð þarna orðin verulega stressaður og við mér blasti gjaldþrot og mynd sem var ekki komin í bíó og ekki á leið í bíó nema klára laun og annan kostnað,“ skrifar Anton Ingi. Hann segir að því hafi verið ákveðið að kaupa „fyrirfram greidda miða með hjálp, vina, vandamanna og fjölskyldu í því skyni að selja þá í hagnaðarskyni,“ sem gengið hafi ágætlega. Féð sem safnaðist þar hafi svo verið notað til að greiða útistandandi kostnað. Þá rekur Anton Ingi frekar sína upplifun af ferlinu og segir að ekkert hafi verið gert til að „svindla á kerfinu.“Tekur fulla ábyrgð á málinu Þá segir Anton Ingi málið hafa verið erfitt. Nú, þegar því er lokið, sé þó hægt að greiða viðeigandi aðilum laun. „Við þetta lærði ég hvernig á ekki að gera kvikmyndaverkefni. Við þetta lærði ég hvernig á ekki að framleiða bíomynd. Við þetta steig ég til baka og fékk klárara fólk i kringum mig sem framleiðir og það mikilvægasta lærði ég að vinna úr mínum málum,“ skrifar Anton Ingi. „Að kaupa 20.þus miða og halda að hægt se að selja þa er mikilmennskubrjalæði. Auðvitað átti eg að fresta sýningu myndar um nokkra mánuði og ná inn á 2017 og þar með fá eftirvinnslustyrk fra KMÍ eins og þau hvöttu mig til að gera.“ Að endingu segir Anton Ingi að reynslan við gerð kvikmyndarinnar hafa kennt sér margt. Mikilvægasta lexían sé jafnframt sú að hann geti ekki allt. „Ég tek fulla ábyrgð á málinu. Ég hlustaði ekki, óð áfram og tapaði.“Færslu Antons Inga má sjá í heild hér að neðan. Vísir greindi frá dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu í dag þar sem fyrirtækið Sena var dæmt til að greiða framleiðslufyrirtæki Antons Inga, Virgo 2, tæpar fjórar milljónir króna vegna vanefnda á dreifingarsamningi vegna kvikmyndarinnar. Í dómnum kemur einnig fram að til þess að auka miðasölu á kvikmyndina hafi Anton Ingi fengið félag í eigu föður síns, Sólóraf ehf., til að kaupa aðgöngumiða á myndina beint af Senu fyrir 10 milljónir króna, auk virðisaukaskatts. Bíó og sjónvarp Dómsmál Tengdar fréttir Fyrirtæki föður leikstjóra Grimmdar keypti 20 þúsund miða á myndina Sena dæmd til að greiða tæpar fjórar milljónir vegna vanefnda á dreifingarsamningi. 12. október 2018 17:18 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Sjá meira
Anton Ingi Sigurðsson, leikstjóri kvikmyndarinnar Grimmdar, segir að það að kaupa 20 þúsund aðgöngumiða á kvikmyndina, og ætla sér að selja þá, hafi verið „mikilmennskubrjálæði“. Fyrirtæki í eigu föður Antons Inga keypti miðana fyrir tíu milljónir króna til að auka sölu á kvikmyndina, að því er fram kom í dómi héraðsdóms í máli Senu og framleiðslufyrirtækisins Virgo 2. Anton Ingi tjáir sig um málið í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld. Hann segir þar að árið 2016 hafi hann staðið frammi fyrir „miklu höggi“ þegar í ljós hafi komið að eftirvinnslustyrkur fyrir myndina frá Kvikmyndamiðstöð Íslands fengist ekki. Til hafi staðið að greiða útistandandi kostnað, þar á meðal launakostnað, með umræddum styrk frá kvikmyndamiðstöðinni. „Ég varð þarna orðin verulega stressaður og við mér blasti gjaldþrot og mynd sem var ekki komin í bíó og ekki á leið í bíó nema klára laun og annan kostnað,“ skrifar Anton Ingi. Hann segir að því hafi verið ákveðið að kaupa „fyrirfram greidda miða með hjálp, vina, vandamanna og fjölskyldu í því skyni að selja þá í hagnaðarskyni,“ sem gengið hafi ágætlega. Féð sem safnaðist þar hafi svo verið notað til að greiða útistandandi kostnað. Þá rekur Anton Ingi frekar sína upplifun af ferlinu og segir að ekkert hafi verið gert til að „svindla á kerfinu.“Tekur fulla ábyrgð á málinu Þá segir Anton Ingi málið hafa verið erfitt. Nú, þegar því er lokið, sé þó hægt að greiða viðeigandi aðilum laun. „Við þetta lærði ég hvernig á ekki að gera kvikmyndaverkefni. Við þetta lærði ég hvernig á ekki að framleiða bíomynd. Við þetta steig ég til baka og fékk klárara fólk i kringum mig sem framleiðir og það mikilvægasta lærði ég að vinna úr mínum málum,“ skrifar Anton Ingi. „Að kaupa 20.þus miða og halda að hægt se að selja þa er mikilmennskubrjalæði. Auðvitað átti eg að fresta sýningu myndar um nokkra mánuði og ná inn á 2017 og þar með fá eftirvinnslustyrk fra KMÍ eins og þau hvöttu mig til að gera.“ Að endingu segir Anton Ingi að reynslan við gerð kvikmyndarinnar hafa kennt sér margt. Mikilvægasta lexían sé jafnframt sú að hann geti ekki allt. „Ég tek fulla ábyrgð á málinu. Ég hlustaði ekki, óð áfram og tapaði.“Færslu Antons Inga má sjá í heild hér að neðan. Vísir greindi frá dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu í dag þar sem fyrirtækið Sena var dæmt til að greiða framleiðslufyrirtæki Antons Inga, Virgo 2, tæpar fjórar milljónir króna vegna vanefnda á dreifingarsamningi vegna kvikmyndarinnar. Í dómnum kemur einnig fram að til þess að auka miðasölu á kvikmyndina hafi Anton Ingi fengið félag í eigu föður síns, Sólóraf ehf., til að kaupa aðgöngumiða á myndina beint af Senu fyrir 10 milljónir króna, auk virðisaukaskatts.
Bíó og sjónvarp Dómsmál Tengdar fréttir Fyrirtæki föður leikstjóra Grimmdar keypti 20 þúsund miða á myndina Sena dæmd til að greiða tæpar fjórar milljónir vegna vanefnda á dreifingarsamningi. 12. október 2018 17:18 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Sjá meira
Fyrirtæki föður leikstjóra Grimmdar keypti 20 þúsund miða á myndina Sena dæmd til að greiða tæpar fjórar milljónir vegna vanefnda á dreifingarsamningi. 12. október 2018 17:18
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent