Paul Allen látinn Andri Eysteinsson skrifar 15. október 2018 22:17 Paul Allen lést í dag eftir baráttu við krabbamein. EPA/Andrew Gombert Paul Allen meðstofnandi Microsoft og eigandi NFL liðsins Seattle Seahawks og NBA liðsins Portland Trailblazers er látinn 65 ára að aldri eftir langvarandi baráttu við eitilfrumukrabbamein. Paul Allen fæddist í Seattle í Washington-ríki árið 1953. Hann gekk í Lakeside einkaskólann þar sem hann kynntist Bill Gates sem deildi áhuga hans á tölvum. Allen hóf nám við Washington State háskólann en hætti námi til að starfa ásamt Gates félaga sínum. Þeir félagar stofnuðu árið 1975 fyrirtækið Microsoft, nafn fyrirtækisins var uppástunga Allen. Microsoft varð, eins og þjóð veit, eitt stærsta fyrirtæki heims og urðu þeir félagar Allen og Gates að einum af ríkustu mönnum heims. Báðir höfðu þeir þó gefið mikið af auðæfum sínum til góðgerðarmála. Allen var einn þeirra sem tóku þátt í verkefninu The Giving Pledge og með því lofaði hann því að ánafna helming auðs síns hið minnsta til góðgerðamála. Allen hefur í gegnum tíðina vanir komur sínar hingað til lands og hefur ofursnekkja hans, Octupus, vakið mikla athygli þegar hún liggur í Reykjavíkurhöfn. Snekkjan nýtist þó líka til rannsókna og hefur hún oft verið við Íslandsstrendur án Allen sjálfs. Allen hafði gríðarlegan áhuga á íþróttum og var hann til að mynda eigandi NBA liðsins Portland TrailBlazers og NFL liðsins Seattle Seahawks, einnig var hann hlutareigandi í MLS liðinu Seattle Sounders. Einnig styrkti Allen vísindi með fjárgjöfum en fjölmargar stofnanir á sviðum læknavísinda og umhverfisverndar bera nafn hans. Allen greindist fyrst með eitilfrumukrabbamein árið 1982, Allen greindist í annað skiptið 2009 og loks nú fyrir 2 vikum síðan tilkynnti hann að krabbameinið hefði tekið sig upp aftur. Allen kvæntist aldrei og átti engin börn, hann lést 65 ára að aldri. Andlát Tengdar fréttir Ofursnekkja í Reykjavík - Paul Allen kominn aftur? Risasnekkjan Octopus er komin aftur hingað til lands. Snekkjan er í eigu auðkýfingsins Paul Allens sem er annar stofnanda Microsoft. Snekkjan kom hingað til lands í morgun og er vel sýnileg ökumönnum og gangandi vegfarendum á Sæbrautinni. 19. ágúst 2012 16:36 Auðkýfingur og Íslandsvinur þróar stærstu flugvél veraldar Auðkýfingurinn og Íslandsvinurinn Paul Allen mun smíða stærstu flugvél veraldar innan fimm ára. Vænghaf flugvélarinnar verður 117 metrar en það er 30 metrum meira en á Airbus 380, stærstu flugvél heims. 31. janúar 2012 21:10 Paul Allen fékk sér hamborgara á Búllunni Hamborgarabúlla Tómasar í Geirsgötu við höfnina í Reykjavík hefur fengið marga skipverja af Octopus, risasnekkju í eigu Pauls Allen auðkýfings, á staðinn til sín í dag. Þar hafa þeir borðað og drukkið ýmist, Coke eða Coke light. 5. ágúst 2010 17:46 Teymi Paul Allen sótti skipsbjöllu HMS Hood Skipinu var sökkt skammt frá Íslandi árið 1941 en það var mesta herskip sem breski flotinn hefur átt. 8. ágúst 2015 20:30 Hver er þessi Paul Allen? Bandaríski milljarðamæringurinn Paul Allen er staddur á landinu. Heimsókn hans hefur vakið gríðarlega athygli, enda fer lúxussnekkja hans, sem er ein sú stærsta í heimi, ekki framhjá neinum. Paul stofnaði Microsoft á sínum tíma ásamt Bill Gates og er í 37. sæti yfir ríkustu menn heims samkvæmt tímaritinu Forbes. 7. ágúst 2010 06:00 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Fleiri fréttir Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles Sjá meira
Paul Allen meðstofnandi Microsoft og eigandi NFL liðsins Seattle Seahawks og NBA liðsins Portland Trailblazers er látinn 65 ára að aldri eftir langvarandi baráttu við eitilfrumukrabbamein. Paul Allen fæddist í Seattle í Washington-ríki árið 1953. Hann gekk í Lakeside einkaskólann þar sem hann kynntist Bill Gates sem deildi áhuga hans á tölvum. Allen hóf nám við Washington State háskólann en hætti námi til að starfa ásamt Gates félaga sínum. Þeir félagar stofnuðu árið 1975 fyrirtækið Microsoft, nafn fyrirtækisins var uppástunga Allen. Microsoft varð, eins og þjóð veit, eitt stærsta fyrirtæki heims og urðu þeir félagar Allen og Gates að einum af ríkustu mönnum heims. Báðir höfðu þeir þó gefið mikið af auðæfum sínum til góðgerðarmála. Allen var einn þeirra sem tóku þátt í verkefninu The Giving Pledge og með því lofaði hann því að ánafna helming auðs síns hið minnsta til góðgerðamála. Allen hefur í gegnum tíðina vanir komur sínar hingað til lands og hefur ofursnekkja hans, Octupus, vakið mikla athygli þegar hún liggur í Reykjavíkurhöfn. Snekkjan nýtist þó líka til rannsókna og hefur hún oft verið við Íslandsstrendur án Allen sjálfs. Allen hafði gríðarlegan áhuga á íþróttum og var hann til að mynda eigandi NBA liðsins Portland TrailBlazers og NFL liðsins Seattle Seahawks, einnig var hann hlutareigandi í MLS liðinu Seattle Sounders. Einnig styrkti Allen vísindi með fjárgjöfum en fjölmargar stofnanir á sviðum læknavísinda og umhverfisverndar bera nafn hans. Allen greindist fyrst með eitilfrumukrabbamein árið 1982, Allen greindist í annað skiptið 2009 og loks nú fyrir 2 vikum síðan tilkynnti hann að krabbameinið hefði tekið sig upp aftur. Allen kvæntist aldrei og átti engin börn, hann lést 65 ára að aldri.
Andlát Tengdar fréttir Ofursnekkja í Reykjavík - Paul Allen kominn aftur? Risasnekkjan Octopus er komin aftur hingað til lands. Snekkjan er í eigu auðkýfingsins Paul Allens sem er annar stofnanda Microsoft. Snekkjan kom hingað til lands í morgun og er vel sýnileg ökumönnum og gangandi vegfarendum á Sæbrautinni. 19. ágúst 2012 16:36 Auðkýfingur og Íslandsvinur þróar stærstu flugvél veraldar Auðkýfingurinn og Íslandsvinurinn Paul Allen mun smíða stærstu flugvél veraldar innan fimm ára. Vænghaf flugvélarinnar verður 117 metrar en það er 30 metrum meira en á Airbus 380, stærstu flugvél heims. 31. janúar 2012 21:10 Paul Allen fékk sér hamborgara á Búllunni Hamborgarabúlla Tómasar í Geirsgötu við höfnina í Reykjavík hefur fengið marga skipverja af Octopus, risasnekkju í eigu Pauls Allen auðkýfings, á staðinn til sín í dag. Þar hafa þeir borðað og drukkið ýmist, Coke eða Coke light. 5. ágúst 2010 17:46 Teymi Paul Allen sótti skipsbjöllu HMS Hood Skipinu var sökkt skammt frá Íslandi árið 1941 en það var mesta herskip sem breski flotinn hefur átt. 8. ágúst 2015 20:30 Hver er þessi Paul Allen? Bandaríski milljarðamæringurinn Paul Allen er staddur á landinu. Heimsókn hans hefur vakið gríðarlega athygli, enda fer lúxussnekkja hans, sem er ein sú stærsta í heimi, ekki framhjá neinum. Paul stofnaði Microsoft á sínum tíma ásamt Bill Gates og er í 37. sæti yfir ríkustu menn heims samkvæmt tímaritinu Forbes. 7. ágúst 2010 06:00 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Fleiri fréttir Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles Sjá meira
Ofursnekkja í Reykjavík - Paul Allen kominn aftur? Risasnekkjan Octopus er komin aftur hingað til lands. Snekkjan er í eigu auðkýfingsins Paul Allens sem er annar stofnanda Microsoft. Snekkjan kom hingað til lands í morgun og er vel sýnileg ökumönnum og gangandi vegfarendum á Sæbrautinni. 19. ágúst 2012 16:36
Auðkýfingur og Íslandsvinur þróar stærstu flugvél veraldar Auðkýfingurinn og Íslandsvinurinn Paul Allen mun smíða stærstu flugvél veraldar innan fimm ára. Vænghaf flugvélarinnar verður 117 metrar en það er 30 metrum meira en á Airbus 380, stærstu flugvél heims. 31. janúar 2012 21:10
Paul Allen fékk sér hamborgara á Búllunni Hamborgarabúlla Tómasar í Geirsgötu við höfnina í Reykjavík hefur fengið marga skipverja af Octopus, risasnekkju í eigu Pauls Allen auðkýfings, á staðinn til sín í dag. Þar hafa þeir borðað og drukkið ýmist, Coke eða Coke light. 5. ágúst 2010 17:46
Teymi Paul Allen sótti skipsbjöllu HMS Hood Skipinu var sökkt skammt frá Íslandi árið 1941 en það var mesta herskip sem breski flotinn hefur átt. 8. ágúst 2015 20:30
Hver er þessi Paul Allen? Bandaríski milljarðamæringurinn Paul Allen er staddur á landinu. Heimsókn hans hefur vakið gríðarlega athygli, enda fer lúxussnekkja hans, sem er ein sú stærsta í heimi, ekki framhjá neinum. Paul stofnaði Microsoft á sínum tíma ásamt Bill Gates og er í 37. sæti yfir ríkustu menn heims samkvæmt tímaritinu Forbes. 7. ágúst 2010 06:00