Lyf og heilsa þarf að greiða Apóteki Vesturlands bætur vegna samkeppnisbrota Kjartan Kjartansson skrifar 18. október 2018 15:23 Lyf og heilsa var talin hafa brotið lög með viðbrögðum sínum við innkomu Apóteks Vesturlands á markaðinn á Akranesi. Vísir/GVA Hæstiréttur dæmdi lyfjaverslunina Lyf og heilsu til þess að greiða Apóteki Vesturlands fjóra og hálfa milljón króna í bætur vegna tjóns af völdum samkeppnisbrota fyrrnefnda fyrirtækisins. Tveir dómarar skiluðu sératkvæði og vildu dæma Lyfjum og heilsu í vil. Rót skaðabótamálsins má rekja til þess að áfrýjunarnefnd samkeppnismála úrskurðaði árið 2010 að Lyf og heilsa hefði brotið gegn samkeppnislögum með því að hafa nýtt sér markaðsráðandi stöðu sína til að hindra innkomu Apóteks Vesturlands á lyfsölumarkað á Akranesi. Það hafi fyrirtækið gert með útgáfu vildarkorta og með svonefndum baráttuafsláttum. Hæstiréttur staðfesti úrskurðinn árið 2012. Í kjölfarið krafði Apótek Vesturlands Lyf og heilsu um rúmar átján milljónir króna í skaðabætur vegna tjóns sem það hefði orðið fyrir vegna samkeppnisbrotanna. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Lyf og heilsu af kröfunni í janúar í fyrra. Sá dómur byggði á yfirmatsgerð sem gerð var í málinu sem komst að þeirri ályktun að Apótek Vesturlands hefði ekki orðið fyrir neinu tapi vegna brotanna. Undirmatsgerðin hafði gert ráð fyrir tilteknu tjóni. Hæstiréttur komst hins vegar að þeirri niðurstöðu í dag að gerólíkar forsendur hefðu legið til grundvallar niðurstöðum undir- og yfirmatsgerðar. Taldi dómurinn að ekki væri hægt að byggja á niðurstöðu yfirmatsgerðarinnar um áhrif afsláttanna sem Lyf og heilsa veitti. Féllst rétturinn hins vegar á niðurstöðu Héraðsdóms um að vildarklúbburinn hefði ekki haft áhrif á Apótek Vesturlands. Auk bótanna þarf Lyf og heilsa að greiða Apóteki Vesturlands átta milljónir króna í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Þorgeir Örlygsson og Viðar Már Matthíasson skiluðu sératkvæði í málinu. Töldu þeir að Apótek Vesturlands hefði ekki sýnt fram á fjártjón vegna brota Lyfja og heilsu. Vildu þeir staðfesta sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur og dæma Apótek Vesturlands til að greiða málskostnað. Akranes Lyf Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Sjá meira
Hæstiréttur dæmdi lyfjaverslunina Lyf og heilsu til þess að greiða Apóteki Vesturlands fjóra og hálfa milljón króna í bætur vegna tjóns af völdum samkeppnisbrota fyrrnefnda fyrirtækisins. Tveir dómarar skiluðu sératkvæði og vildu dæma Lyfjum og heilsu í vil. Rót skaðabótamálsins má rekja til þess að áfrýjunarnefnd samkeppnismála úrskurðaði árið 2010 að Lyf og heilsa hefði brotið gegn samkeppnislögum með því að hafa nýtt sér markaðsráðandi stöðu sína til að hindra innkomu Apóteks Vesturlands á lyfsölumarkað á Akranesi. Það hafi fyrirtækið gert með útgáfu vildarkorta og með svonefndum baráttuafsláttum. Hæstiréttur staðfesti úrskurðinn árið 2012. Í kjölfarið krafði Apótek Vesturlands Lyf og heilsu um rúmar átján milljónir króna í skaðabætur vegna tjóns sem það hefði orðið fyrir vegna samkeppnisbrotanna. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Lyf og heilsu af kröfunni í janúar í fyrra. Sá dómur byggði á yfirmatsgerð sem gerð var í málinu sem komst að þeirri ályktun að Apótek Vesturlands hefði ekki orðið fyrir neinu tapi vegna brotanna. Undirmatsgerðin hafði gert ráð fyrir tilteknu tjóni. Hæstiréttur komst hins vegar að þeirri niðurstöðu í dag að gerólíkar forsendur hefðu legið til grundvallar niðurstöðum undir- og yfirmatsgerðar. Taldi dómurinn að ekki væri hægt að byggja á niðurstöðu yfirmatsgerðarinnar um áhrif afsláttanna sem Lyf og heilsa veitti. Féllst rétturinn hins vegar á niðurstöðu Héraðsdóms um að vildarklúbburinn hefði ekki haft áhrif á Apótek Vesturlands. Auk bótanna þarf Lyf og heilsa að greiða Apóteki Vesturlands átta milljónir króna í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Þorgeir Örlygsson og Viðar Már Matthíasson skiluðu sératkvæði í málinu. Töldu þeir að Apótek Vesturlands hefði ekki sýnt fram á fjártjón vegna brota Lyfja og heilsu. Vildu þeir staðfesta sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur og dæma Apótek Vesturlands til að greiða málskostnað.
Akranes Lyf Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Sjá meira