Einkunnabólga og þunglyndi háskólanema Björn Guðmundsson skrifar 19. október 2018 07:00 Brottfall nema úr framhaldsskólum hérlendis er mikið, en fréttir hafa borist um að eitthvað hafi dregið úr því og í vor útskrifuðust sumir dúxar framhaldsskóla með meðaleinkunnir yfir 9,8. Á sama tíma heyrist að 34% háskólanema hérlendis séu þunglyndir. Hvers vegna líður háskólanemum svona illa? Undirritaður hefur fjallað um einkunnabólgu og mögulegan skaða af henni í skólakerfum Vesturlanda á síðum þessa blaðs. Hún hefur verið staðfest í grunnskólum hérlendis og vafalítið er framhaldsskólinn líka sýktur. Skaðinn er e.t.v. að koma í ljós.Stéttaskipting í íslenskum skólum Í grunnskólum er fylgt stefnu um skóla án aðgreiningar. Berglind Rós Magnúsdóttir hefur þó bent á að grunnskólar í Reykjavík eru að skiptast í flokka eftir stétt og efnahag foreldra. Hið sama er orðið að veruleika í íslenskum framhaldsskólum þar sem nokkrir elítuskólar (A-skólar) soga til sín flesta öflugustu nemana en hinir sjá um þá sem minna mega sín. Þeir skólar (B-skólar) þjónusta nemendahópa þar sem margir eru torlæsir og illa staddir og að auki í röngu námi. Alltof fáir velja verknám og sumum myndu henta annars konar námsbrautir en hefðbundnar verknáms- og stúdentsprófsbrautir. Allir útskrifast úr grunnskóla og fá inngöngu í framhaldsskóla án þess að þurfa að uppfylla nein lágmörk um kunnáttu. Kennurum B-skólanna er ætlað vandasamt verk.Spennitreyjan og einkunnabólgan Í mörg ár hefur íslenskum framhaldsskólum verið haldið í heljargreipum svonefnds reiknilíkans, sem felur í sér að skólar fá aðeins greitt fyrir þá nema sem taka lokapróf. Sumir skólar hafa glímt við taprekstur vegna þessa og skólastjórnendur lent milli steins og sleggju. Fyrir þremur árum gerði Ríkisendurskoðun alvarlegar athugasemdir við reiknilíkanið, en tvennum sögum fer af því hvort lagfæringar hafi verið gerðar. Hvað sem því líður hafa sumir skólar gripið til ýmissa úrræða til að draga úr brottfalli, t.d. samið námskrár sem gera nemum kleift að sneiða hjá krefjandi en mikilvægum námsáföngum. Sums staðar er hægt að ljúka stúdentsprófi af náttúrufræðibraut án þess að ljúka mikilvægustu áföngunum í náttúrufræðigreinum. Samlíf, samtök líffræðikennara ályktuðu um þetta nýlega. Þetta felur í sér gengisfellingu náms og kennarar eru undir þrýstingi að hleypa sem flestum í gegn til að draga úr brottfalli. Breitt bak þarf til að standast þann þrýsting og sumir kjósa frekar að sigla lygnan sjó. Sumir skólastjórnendur eru boðberar minni námskrafna og prófleysis. Einnig er í boði að ljúka námsáföngum með stuttum sumarnámskeiðum eða í fjarnámi þar sem ekki er ráðrúm til að gera viðunandi námskröfur. T.d. er verkleg kennsla í raungreinum þá í skötulíki. Líklega hefur reiknilíkanið stuðlað að einkunnabólgu og valdið tjóni.Afleiðingar gengisfellingar náms Gengisfelling náms felur í sér vanvirðingu við nemendur enda eina markmiðið að lækka fallprósentur á excelskjölum. Þar sést ekki hvaða raunveruleg kunnátta er á bak við bólgnar einkunnatölur. Stytting náms til stúdentsprófs var óráð og umhugsunarefni að rektorar aðeins tveggja framhaldsskóla (MR og MH) skyldu opinberlega verja framhaldsskólann. Sumir hinna reyndu í vor að sannfæra almenning um að styttingin væri hið besta mál. Studdust þeir þar við ómarktækar heimatilbúnar kannanir, sem sæmir ekki fólki sem á að vera fyrirmynd í vönduðum vinnubrögðum. Er ekki best að láta háskólana dæma um þetta á næstu árum? Menntamálaráðherra horfir til Finnlands í viðleitni til að bæta menntakerfið. Þar þurfa nemendur að standast inntökupróf í háskóla. Hér fer notkun slíkra prófa vaxandi enda gengisfellt stúdentspróf ómarktækt. Finnar leggjast gegn stéttaskiptingu í skólakerfinu eins og hér er að verða til. Getur verið að þunglyndi háskólanema eigi sér að einhverju leyti rætur í því að nemendur upplifa háskólanámið sem illkleifan múr vegna ónógs undirbúnings? Er þetta kannski ein afleiðinga gengisfellingar náms og einkunnabólgu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Byggjum undir velferð með nýjum verkfærum Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Velferð fyrir alla í Garðabæ Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Brottfall nema úr framhaldsskólum hérlendis er mikið, en fréttir hafa borist um að eitthvað hafi dregið úr því og í vor útskrifuðust sumir dúxar framhaldsskóla með meðaleinkunnir yfir 9,8. Á sama tíma heyrist að 34% háskólanema hérlendis séu þunglyndir. Hvers vegna líður háskólanemum svona illa? Undirritaður hefur fjallað um einkunnabólgu og mögulegan skaða af henni í skólakerfum Vesturlanda á síðum þessa blaðs. Hún hefur verið staðfest í grunnskólum hérlendis og vafalítið er framhaldsskólinn líka sýktur. Skaðinn er e.t.v. að koma í ljós.Stéttaskipting í íslenskum skólum Í grunnskólum er fylgt stefnu um skóla án aðgreiningar. Berglind Rós Magnúsdóttir hefur þó bent á að grunnskólar í Reykjavík eru að skiptast í flokka eftir stétt og efnahag foreldra. Hið sama er orðið að veruleika í íslenskum framhaldsskólum þar sem nokkrir elítuskólar (A-skólar) soga til sín flesta öflugustu nemana en hinir sjá um þá sem minna mega sín. Þeir skólar (B-skólar) þjónusta nemendahópa þar sem margir eru torlæsir og illa staddir og að auki í röngu námi. Alltof fáir velja verknám og sumum myndu henta annars konar námsbrautir en hefðbundnar verknáms- og stúdentsprófsbrautir. Allir útskrifast úr grunnskóla og fá inngöngu í framhaldsskóla án þess að þurfa að uppfylla nein lágmörk um kunnáttu. Kennurum B-skólanna er ætlað vandasamt verk.Spennitreyjan og einkunnabólgan Í mörg ár hefur íslenskum framhaldsskólum verið haldið í heljargreipum svonefnds reiknilíkans, sem felur í sér að skólar fá aðeins greitt fyrir þá nema sem taka lokapróf. Sumir skólar hafa glímt við taprekstur vegna þessa og skólastjórnendur lent milli steins og sleggju. Fyrir þremur árum gerði Ríkisendurskoðun alvarlegar athugasemdir við reiknilíkanið, en tvennum sögum fer af því hvort lagfæringar hafi verið gerðar. Hvað sem því líður hafa sumir skólar gripið til ýmissa úrræða til að draga úr brottfalli, t.d. samið námskrár sem gera nemum kleift að sneiða hjá krefjandi en mikilvægum námsáföngum. Sums staðar er hægt að ljúka stúdentsprófi af náttúrufræðibraut án þess að ljúka mikilvægustu áföngunum í náttúrufræðigreinum. Samlíf, samtök líffræðikennara ályktuðu um þetta nýlega. Þetta felur í sér gengisfellingu náms og kennarar eru undir þrýstingi að hleypa sem flestum í gegn til að draga úr brottfalli. Breitt bak þarf til að standast þann þrýsting og sumir kjósa frekar að sigla lygnan sjó. Sumir skólastjórnendur eru boðberar minni námskrafna og prófleysis. Einnig er í boði að ljúka námsáföngum með stuttum sumarnámskeiðum eða í fjarnámi þar sem ekki er ráðrúm til að gera viðunandi námskröfur. T.d. er verkleg kennsla í raungreinum þá í skötulíki. Líklega hefur reiknilíkanið stuðlað að einkunnabólgu og valdið tjóni.Afleiðingar gengisfellingar náms Gengisfelling náms felur í sér vanvirðingu við nemendur enda eina markmiðið að lækka fallprósentur á excelskjölum. Þar sést ekki hvaða raunveruleg kunnátta er á bak við bólgnar einkunnatölur. Stytting náms til stúdentsprófs var óráð og umhugsunarefni að rektorar aðeins tveggja framhaldsskóla (MR og MH) skyldu opinberlega verja framhaldsskólann. Sumir hinna reyndu í vor að sannfæra almenning um að styttingin væri hið besta mál. Studdust þeir þar við ómarktækar heimatilbúnar kannanir, sem sæmir ekki fólki sem á að vera fyrirmynd í vönduðum vinnubrögðum. Er ekki best að láta háskólana dæma um þetta á næstu árum? Menntamálaráðherra horfir til Finnlands í viðleitni til að bæta menntakerfið. Þar þurfa nemendur að standast inntökupróf í háskóla. Hér fer notkun slíkra prófa vaxandi enda gengisfellt stúdentspróf ómarktækt. Finnar leggjast gegn stéttaskiptingu í skólakerfinu eins og hér er að verða til. Getur verið að þunglyndi háskólanema eigi sér að einhverju leyti rætur í því að nemendur upplifa háskólanámið sem illkleifan múr vegna ónógs undirbúnings? Er þetta kannski ein afleiðinga gengisfellingar náms og einkunnabólgu?
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun