Einkunnabólga og þunglyndi háskólanema Björn Guðmundsson skrifar 19. október 2018 07:00 Brottfall nema úr framhaldsskólum hérlendis er mikið, en fréttir hafa borist um að eitthvað hafi dregið úr því og í vor útskrifuðust sumir dúxar framhaldsskóla með meðaleinkunnir yfir 9,8. Á sama tíma heyrist að 34% háskólanema hérlendis séu þunglyndir. Hvers vegna líður háskólanemum svona illa? Undirritaður hefur fjallað um einkunnabólgu og mögulegan skaða af henni í skólakerfum Vesturlanda á síðum þessa blaðs. Hún hefur verið staðfest í grunnskólum hérlendis og vafalítið er framhaldsskólinn líka sýktur. Skaðinn er e.t.v. að koma í ljós.Stéttaskipting í íslenskum skólum Í grunnskólum er fylgt stefnu um skóla án aðgreiningar. Berglind Rós Magnúsdóttir hefur þó bent á að grunnskólar í Reykjavík eru að skiptast í flokka eftir stétt og efnahag foreldra. Hið sama er orðið að veruleika í íslenskum framhaldsskólum þar sem nokkrir elítuskólar (A-skólar) soga til sín flesta öflugustu nemana en hinir sjá um þá sem minna mega sín. Þeir skólar (B-skólar) þjónusta nemendahópa þar sem margir eru torlæsir og illa staddir og að auki í röngu námi. Alltof fáir velja verknám og sumum myndu henta annars konar námsbrautir en hefðbundnar verknáms- og stúdentsprófsbrautir. Allir útskrifast úr grunnskóla og fá inngöngu í framhaldsskóla án þess að þurfa að uppfylla nein lágmörk um kunnáttu. Kennurum B-skólanna er ætlað vandasamt verk.Spennitreyjan og einkunnabólgan Í mörg ár hefur íslenskum framhaldsskólum verið haldið í heljargreipum svonefnds reiknilíkans, sem felur í sér að skólar fá aðeins greitt fyrir þá nema sem taka lokapróf. Sumir skólar hafa glímt við taprekstur vegna þessa og skólastjórnendur lent milli steins og sleggju. Fyrir þremur árum gerði Ríkisendurskoðun alvarlegar athugasemdir við reiknilíkanið, en tvennum sögum fer af því hvort lagfæringar hafi verið gerðar. Hvað sem því líður hafa sumir skólar gripið til ýmissa úrræða til að draga úr brottfalli, t.d. samið námskrár sem gera nemum kleift að sneiða hjá krefjandi en mikilvægum námsáföngum. Sums staðar er hægt að ljúka stúdentsprófi af náttúrufræðibraut án þess að ljúka mikilvægustu áföngunum í náttúrufræðigreinum. Samlíf, samtök líffræðikennara ályktuðu um þetta nýlega. Þetta felur í sér gengisfellingu náms og kennarar eru undir þrýstingi að hleypa sem flestum í gegn til að draga úr brottfalli. Breitt bak þarf til að standast þann þrýsting og sumir kjósa frekar að sigla lygnan sjó. Sumir skólastjórnendur eru boðberar minni námskrafna og prófleysis. Einnig er í boði að ljúka námsáföngum með stuttum sumarnámskeiðum eða í fjarnámi þar sem ekki er ráðrúm til að gera viðunandi námskröfur. T.d. er verkleg kennsla í raungreinum þá í skötulíki. Líklega hefur reiknilíkanið stuðlað að einkunnabólgu og valdið tjóni.Afleiðingar gengisfellingar náms Gengisfelling náms felur í sér vanvirðingu við nemendur enda eina markmiðið að lækka fallprósentur á excelskjölum. Þar sést ekki hvaða raunveruleg kunnátta er á bak við bólgnar einkunnatölur. Stytting náms til stúdentsprófs var óráð og umhugsunarefni að rektorar aðeins tveggja framhaldsskóla (MR og MH) skyldu opinberlega verja framhaldsskólann. Sumir hinna reyndu í vor að sannfæra almenning um að styttingin væri hið besta mál. Studdust þeir þar við ómarktækar heimatilbúnar kannanir, sem sæmir ekki fólki sem á að vera fyrirmynd í vönduðum vinnubrögðum. Er ekki best að láta háskólana dæma um þetta á næstu árum? Menntamálaráðherra horfir til Finnlands í viðleitni til að bæta menntakerfið. Þar þurfa nemendur að standast inntökupróf í háskóla. Hér fer notkun slíkra prófa vaxandi enda gengisfellt stúdentspróf ómarktækt. Finnar leggjast gegn stéttaskiptingu í skólakerfinu eins og hér er að verða til. Getur verið að þunglyndi háskólanema eigi sér að einhverju leyti rætur í því að nemendur upplifa háskólanámið sem illkleifan múr vegna ónógs undirbúnings? Er þetta kannski ein afleiðinga gengisfellingar náms og einkunnabólgu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Sjá meira
Brottfall nema úr framhaldsskólum hérlendis er mikið, en fréttir hafa borist um að eitthvað hafi dregið úr því og í vor útskrifuðust sumir dúxar framhaldsskóla með meðaleinkunnir yfir 9,8. Á sama tíma heyrist að 34% háskólanema hérlendis séu þunglyndir. Hvers vegna líður háskólanemum svona illa? Undirritaður hefur fjallað um einkunnabólgu og mögulegan skaða af henni í skólakerfum Vesturlanda á síðum þessa blaðs. Hún hefur verið staðfest í grunnskólum hérlendis og vafalítið er framhaldsskólinn líka sýktur. Skaðinn er e.t.v. að koma í ljós.Stéttaskipting í íslenskum skólum Í grunnskólum er fylgt stefnu um skóla án aðgreiningar. Berglind Rós Magnúsdóttir hefur þó bent á að grunnskólar í Reykjavík eru að skiptast í flokka eftir stétt og efnahag foreldra. Hið sama er orðið að veruleika í íslenskum framhaldsskólum þar sem nokkrir elítuskólar (A-skólar) soga til sín flesta öflugustu nemana en hinir sjá um þá sem minna mega sín. Þeir skólar (B-skólar) þjónusta nemendahópa þar sem margir eru torlæsir og illa staddir og að auki í röngu námi. Alltof fáir velja verknám og sumum myndu henta annars konar námsbrautir en hefðbundnar verknáms- og stúdentsprófsbrautir. Allir útskrifast úr grunnskóla og fá inngöngu í framhaldsskóla án þess að þurfa að uppfylla nein lágmörk um kunnáttu. Kennurum B-skólanna er ætlað vandasamt verk.Spennitreyjan og einkunnabólgan Í mörg ár hefur íslenskum framhaldsskólum verið haldið í heljargreipum svonefnds reiknilíkans, sem felur í sér að skólar fá aðeins greitt fyrir þá nema sem taka lokapróf. Sumir skólar hafa glímt við taprekstur vegna þessa og skólastjórnendur lent milli steins og sleggju. Fyrir þremur árum gerði Ríkisendurskoðun alvarlegar athugasemdir við reiknilíkanið, en tvennum sögum fer af því hvort lagfæringar hafi verið gerðar. Hvað sem því líður hafa sumir skólar gripið til ýmissa úrræða til að draga úr brottfalli, t.d. samið námskrár sem gera nemum kleift að sneiða hjá krefjandi en mikilvægum námsáföngum. Sums staðar er hægt að ljúka stúdentsprófi af náttúrufræðibraut án þess að ljúka mikilvægustu áföngunum í náttúrufræðigreinum. Samlíf, samtök líffræðikennara ályktuðu um þetta nýlega. Þetta felur í sér gengisfellingu náms og kennarar eru undir þrýstingi að hleypa sem flestum í gegn til að draga úr brottfalli. Breitt bak þarf til að standast þann þrýsting og sumir kjósa frekar að sigla lygnan sjó. Sumir skólastjórnendur eru boðberar minni námskrafna og prófleysis. Einnig er í boði að ljúka námsáföngum með stuttum sumarnámskeiðum eða í fjarnámi þar sem ekki er ráðrúm til að gera viðunandi námskröfur. T.d. er verkleg kennsla í raungreinum þá í skötulíki. Líklega hefur reiknilíkanið stuðlað að einkunnabólgu og valdið tjóni.Afleiðingar gengisfellingar náms Gengisfelling náms felur í sér vanvirðingu við nemendur enda eina markmiðið að lækka fallprósentur á excelskjölum. Þar sést ekki hvaða raunveruleg kunnátta er á bak við bólgnar einkunnatölur. Stytting náms til stúdentsprófs var óráð og umhugsunarefni að rektorar aðeins tveggja framhaldsskóla (MR og MH) skyldu opinberlega verja framhaldsskólann. Sumir hinna reyndu í vor að sannfæra almenning um að styttingin væri hið besta mál. Studdust þeir þar við ómarktækar heimatilbúnar kannanir, sem sæmir ekki fólki sem á að vera fyrirmynd í vönduðum vinnubrögðum. Er ekki best að láta háskólana dæma um þetta á næstu árum? Menntamálaráðherra horfir til Finnlands í viðleitni til að bæta menntakerfið. Þar þurfa nemendur að standast inntökupróf í háskóla. Hér fer notkun slíkra prófa vaxandi enda gengisfellt stúdentspróf ómarktækt. Finnar leggjast gegn stéttaskiptingu í skólakerfinu eins og hér er að verða til. Getur verið að þunglyndi háskólanema eigi sér að einhverju leyti rætur í því að nemendur upplifa háskólanámið sem illkleifan múr vegna ónógs undirbúnings? Er þetta kannski ein afleiðinga gengisfellingar náms og einkunnabólgu?
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun