Lööf opnar á samstarf með Jafnaðarmönnum Atli Ísleifsson skrifar 2. október 2018 13:31 Annie Lööf er formaður Miðflokksins. Vísir/EPA Annie Lööf, formaður Miðflokksins í Svíþjóð, segir að leiðtogar flokka verði að byrja að ræða hver við annan til að hægt verði að mynda ríkisstjórn í landinu. Lööf vonast til að nýr forseti sænska þingsins, Andreas Norlén, muni sem fyrst veita einhverjum umboð til að mynda stjórn og þannig þvinga menn til viðræðna. Jafnaðarmenn, með forsætisráðherrann fyrrverandi, Stefan Löfven, í forystu, hafa sagt það vera nauðsynlegt að leiðtogar ræði saman við leiðtoga flokka í andstæðri blokki í sænskum stjórnmálum. Lööf segist opin fyrir slíkum samtölum, en að þau geti ekki einungis gengið út á að tryggja að Jafnaðarmenn verði við völd.Opnar á stjórn með Jafnaðarmönnum Lööf sagði að loknum fundi með Norlén í morgun að hún vilji helst sjá fjögurra flokka stjórn bandalags borgaralegu flokkanna (Alliansen). Takist það ekki vilji hún sjá samsteypustjórn eins eða fleiri borgaralegu flokkanna og Jafnaðarmannaflokkins. Snúin staða er uppi í sænskum stjórnmálum eftir kosningarnar 9. september síðastliðinn þar sem rauðgrænu flokkarnir hlutu 144 þingsæti, en bandalag borgaralegu flokkanna 143. Svíþjóðardemókratar hlutu 62 þingsæti. „Bjóði Löfven mig á til fundar þá mun ég koma, en ég verð með Allianshattinn minn á mér,“ segir Lööf. Löfven hefur talað fyrir því að Jafnaðarmenn myndi stjórn með Miðflokknum og Frjálslyndum, sem báðir tilheyra bandalagi borgaralegu flokkanna.Vill að Kristersson fái umboðið Ebba Busch Thor, leiðtogi Kristilegra demókrata, segir að hún telji að þingforsetinn eigi að veita Ulf Kristersson, leiðtoga hægriflokksins Moderaterna, umboð til stjórnarmyndunar. Hún segir borgaralegu flokkana fjóra saman reiðubúna til viðræðna við Löfven. Löfven segist þó ekki hafa áhuga á slíkum viðræðum. Jimmie Åkesson, leiðtogi Svíþjóðardemókrata, segir flokk sinn reiðubúinn að styðja við tveggja flokka stjórn Moderaterna og Kristilegra demókrata eða þá eins flokks stjórn Moderaterna. Það er þingforseta að veita einhverjum umboð til stjórnarmyndunar eftir viðræður við leiðtoga flokkanna. Þingið greiðir svo atkvæði um viðkomandi. Nái þingið ekki að samþykkja þann sem þingforseti hefur tilnefnt í fjórum tilraunum skal boða til nýrra kosninga í landinu. Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Klofningur innan borgaralegu blokkarinnar í Svíþjóð Skiptar skoðanir eru nú meðal leiðtoga flokka innan bandalags borgaralegu flokkanna í Svíþjóð um hvernig skuli leitast við að mynda nýja ríkisstjórn. 25. september 2018 13:37 Svíar opnir fyrir því að kasta gömlu blokkapólitíkinni Niðurstaða kosninganna í Svíþjóð kann að leiða til mikilla breytinga í sænskum stjórnmálum. 11. september 2018 14:03 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Annie Lööf, formaður Miðflokksins í Svíþjóð, segir að leiðtogar flokka verði að byrja að ræða hver við annan til að hægt verði að mynda ríkisstjórn í landinu. Lööf vonast til að nýr forseti sænska þingsins, Andreas Norlén, muni sem fyrst veita einhverjum umboð til að mynda stjórn og þannig þvinga menn til viðræðna. Jafnaðarmenn, með forsætisráðherrann fyrrverandi, Stefan Löfven, í forystu, hafa sagt það vera nauðsynlegt að leiðtogar ræði saman við leiðtoga flokka í andstæðri blokki í sænskum stjórnmálum. Lööf segist opin fyrir slíkum samtölum, en að þau geti ekki einungis gengið út á að tryggja að Jafnaðarmenn verði við völd.Opnar á stjórn með Jafnaðarmönnum Lööf sagði að loknum fundi með Norlén í morgun að hún vilji helst sjá fjögurra flokka stjórn bandalags borgaralegu flokkanna (Alliansen). Takist það ekki vilji hún sjá samsteypustjórn eins eða fleiri borgaralegu flokkanna og Jafnaðarmannaflokkins. Snúin staða er uppi í sænskum stjórnmálum eftir kosningarnar 9. september síðastliðinn þar sem rauðgrænu flokkarnir hlutu 144 þingsæti, en bandalag borgaralegu flokkanna 143. Svíþjóðardemókratar hlutu 62 þingsæti. „Bjóði Löfven mig á til fundar þá mun ég koma, en ég verð með Allianshattinn minn á mér,“ segir Lööf. Löfven hefur talað fyrir því að Jafnaðarmenn myndi stjórn með Miðflokknum og Frjálslyndum, sem báðir tilheyra bandalagi borgaralegu flokkanna.Vill að Kristersson fái umboðið Ebba Busch Thor, leiðtogi Kristilegra demókrata, segir að hún telji að þingforsetinn eigi að veita Ulf Kristersson, leiðtoga hægriflokksins Moderaterna, umboð til stjórnarmyndunar. Hún segir borgaralegu flokkana fjóra saman reiðubúna til viðræðna við Löfven. Löfven segist þó ekki hafa áhuga á slíkum viðræðum. Jimmie Åkesson, leiðtogi Svíþjóðardemókrata, segir flokk sinn reiðubúinn að styðja við tveggja flokka stjórn Moderaterna og Kristilegra demókrata eða þá eins flokks stjórn Moderaterna. Það er þingforseta að veita einhverjum umboð til stjórnarmyndunar eftir viðræður við leiðtoga flokkanna. Þingið greiðir svo atkvæði um viðkomandi. Nái þingið ekki að samþykkja þann sem þingforseti hefur tilnefnt í fjórum tilraunum skal boða til nýrra kosninga í landinu.
Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Klofningur innan borgaralegu blokkarinnar í Svíþjóð Skiptar skoðanir eru nú meðal leiðtoga flokka innan bandalags borgaralegu flokkanna í Svíþjóð um hvernig skuli leitast við að mynda nýja ríkisstjórn. 25. september 2018 13:37 Svíar opnir fyrir því að kasta gömlu blokkapólitíkinni Niðurstaða kosninganna í Svíþjóð kann að leiða til mikilla breytinga í sænskum stjórnmálum. 11. september 2018 14:03 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Klofningur innan borgaralegu blokkarinnar í Svíþjóð Skiptar skoðanir eru nú meðal leiðtoga flokka innan bandalags borgaralegu flokkanna í Svíþjóð um hvernig skuli leitast við að mynda nýja ríkisstjórn. 25. september 2018 13:37
Svíar opnir fyrir því að kasta gömlu blokkapólitíkinni Niðurstaða kosninganna í Svíþjóð kann að leiða til mikilla breytinga í sænskum stjórnmálum. 11. september 2018 14:03