Játaði hjá lögreglu en fer nú fram á frest Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. október 2018 10:19 Sigurður við þingfestingu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Vísir/vilhelm Sigurður Kristinsson óskaði eftir fresti til að taka afstöðu til sakargiftar við þingfestingu í Skáksambandsmálinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Verður fyrirtöku málsins frestað til 25. október næstkomandi. Málið hefur verið kennt við Skáksamband Íslands þar sem reynt var að fela fíkniefnin í skákmunum og senda í húsakynni sambandsins þar sem þau átti að nálgast. Fíkniefnin bárust þó aldrei til landsins þar sem lögreglan komst á snoðir um málið og skipti þeim út fyrir gerviefni í lok desember. Sigurður er ákærður fyrir að hafa skipulagt og fjármagnað innflutninginn á amfetamíninu, sem ætlað hafi verið til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Verjandi Sigurðar, Stefán Karl Kristjánsson, sagði í héraðsdómi í morgun að farið væri fram á frest sökum þess hversu viðamikil gögn málsins eru og ekki hefði náðst að fara yfir þau öll. Margt þurfi enn að skýra í tengslum við málið áður en Sigurður geti hugsað sér að taka afstöðu. Sigurður hefur áður játað sök í málinu við skýrslutöku lögreglu. Tveir menn á þrítugsaldri eru ákærðir í málinu til viðbótar. Annar þeirra, sem gefið var að sök að hafa tekið á móti fíkniefnunum og falið þau í rjóðri, játaði sök í héraðsdómi en hafnaði því að hann hefði vitað að um fíkniefni hefði verið að ræða. Sagðist hann hafa talið að í pakkanum væru sterar. Þá hafi hann tekið á móti efnunum gegnniðurfellingu á smávægilegri skuld. Þriðji maðurinn var ekki viðstaddur þingfestinguna í morgun. Verjandi hans óskaði einnig eftir fresti. Sigurður var úrskurðaður í gæsluvarðhald sem hann sætti í þrjá mánuði eftir að hann kom hingað til lands frá Spáni í lok janúar. Hann hafði áður játað sök í málinu og hefur verið í farbanni síðan hann losnaði úr varðhaldi. Verjandi Sigurðar hefur gagnrýnt seinagang í rannsókn málsins. Lögregla bar því fyrir sig að tafir hefðu orðið á afhendingu gagna frá lögregluyfirvöldum á Spáni og því hefði rannsóknin dregist. Sigurður er fyrrverandi eiginmaður Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur sem féll úr mikilli hæð á heimili þeirra á Spáni í upphafi árs og lamaðist en málið vakti mikla athygli á sínum tíma. Í apríl var Sigurður ákærður fyrir meiriháttar skattalagabrot í tengslum við reksturinn á verktakafyrirtækinu SS verk. Fyrrverandi tengdamóðir hans, Unnur Birgisdóttir, var einnig ákærð í málinu. Dómsmál Tengdar fréttir Rannsókn á falli Sunnu og Skáksambandsmálinu enn í gangi Beðið eftir gögnum frá Spáni. 2. ágúst 2018 10:56 Þingfest í Skáksambandsmálinu á föstudag Sigurður Kristinsson auk tveggja annarra verða ákærðir í Skáksambandsmálinu svokallaða sem tengist innflutningi á töluverðu magni fíkniefna. 30. september 2018 16:37 Dómari rekur á eftir lögreglu en framlengir farbannið Sigurður Kristinsson hefur verið í farbanni í fjóra mánuði. 16. ágúst 2018 10:38 Sigurður áfram í farbanni Sigurður Kristinsson hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi farbann til 4. október næstkomandi. Landsréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis. 11. september 2018 18:06 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Sjá meira
Sigurður Kristinsson óskaði eftir fresti til að taka afstöðu til sakargiftar við þingfestingu í Skáksambandsmálinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Verður fyrirtöku málsins frestað til 25. október næstkomandi. Málið hefur verið kennt við Skáksamband Íslands þar sem reynt var að fela fíkniefnin í skákmunum og senda í húsakynni sambandsins þar sem þau átti að nálgast. Fíkniefnin bárust þó aldrei til landsins þar sem lögreglan komst á snoðir um málið og skipti þeim út fyrir gerviefni í lok desember. Sigurður er ákærður fyrir að hafa skipulagt og fjármagnað innflutninginn á amfetamíninu, sem ætlað hafi verið til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Verjandi Sigurðar, Stefán Karl Kristjánsson, sagði í héraðsdómi í morgun að farið væri fram á frest sökum þess hversu viðamikil gögn málsins eru og ekki hefði náðst að fara yfir þau öll. Margt þurfi enn að skýra í tengslum við málið áður en Sigurður geti hugsað sér að taka afstöðu. Sigurður hefur áður játað sök í málinu við skýrslutöku lögreglu. Tveir menn á þrítugsaldri eru ákærðir í málinu til viðbótar. Annar þeirra, sem gefið var að sök að hafa tekið á móti fíkniefnunum og falið þau í rjóðri, játaði sök í héraðsdómi en hafnaði því að hann hefði vitað að um fíkniefni hefði verið að ræða. Sagðist hann hafa talið að í pakkanum væru sterar. Þá hafi hann tekið á móti efnunum gegnniðurfellingu á smávægilegri skuld. Þriðji maðurinn var ekki viðstaddur þingfestinguna í morgun. Verjandi hans óskaði einnig eftir fresti. Sigurður var úrskurðaður í gæsluvarðhald sem hann sætti í þrjá mánuði eftir að hann kom hingað til lands frá Spáni í lok janúar. Hann hafði áður játað sök í málinu og hefur verið í farbanni síðan hann losnaði úr varðhaldi. Verjandi Sigurðar hefur gagnrýnt seinagang í rannsókn málsins. Lögregla bar því fyrir sig að tafir hefðu orðið á afhendingu gagna frá lögregluyfirvöldum á Spáni og því hefði rannsóknin dregist. Sigurður er fyrrverandi eiginmaður Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur sem féll úr mikilli hæð á heimili þeirra á Spáni í upphafi árs og lamaðist en málið vakti mikla athygli á sínum tíma. Í apríl var Sigurður ákærður fyrir meiriháttar skattalagabrot í tengslum við reksturinn á verktakafyrirtækinu SS verk. Fyrrverandi tengdamóðir hans, Unnur Birgisdóttir, var einnig ákærð í málinu.
Dómsmál Tengdar fréttir Rannsókn á falli Sunnu og Skáksambandsmálinu enn í gangi Beðið eftir gögnum frá Spáni. 2. ágúst 2018 10:56 Þingfest í Skáksambandsmálinu á föstudag Sigurður Kristinsson auk tveggja annarra verða ákærðir í Skáksambandsmálinu svokallaða sem tengist innflutningi á töluverðu magni fíkniefna. 30. september 2018 16:37 Dómari rekur á eftir lögreglu en framlengir farbannið Sigurður Kristinsson hefur verið í farbanni í fjóra mánuði. 16. ágúst 2018 10:38 Sigurður áfram í farbanni Sigurður Kristinsson hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi farbann til 4. október næstkomandi. Landsréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis. 11. september 2018 18:06 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Sjá meira
Rannsókn á falli Sunnu og Skáksambandsmálinu enn í gangi Beðið eftir gögnum frá Spáni. 2. ágúst 2018 10:56
Þingfest í Skáksambandsmálinu á föstudag Sigurður Kristinsson auk tveggja annarra verða ákærðir í Skáksambandsmálinu svokallaða sem tengist innflutningi á töluverðu magni fíkniefna. 30. september 2018 16:37
Dómari rekur á eftir lögreglu en framlengir farbannið Sigurður Kristinsson hefur verið í farbanni í fjóra mánuði. 16. ágúst 2018 10:38
Sigurður áfram í farbanni Sigurður Kristinsson hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi farbann til 4. október næstkomandi. Landsréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis. 11. september 2018 18:06