Setja börn farandfólks í ættleiðingu án þess að láta þau vita Samúel Karl Ólason skrifar 9. október 2018 13:11 Innflytjendur bíða í röð eftir því að sækja um hæli í Bandaríkjunum. AP/Gregory Bull Yfirvöld Bandaríkjanna hafa sett börn sem tekin eru af foreldrum sínum þegar þau reyna að komast með ólöglegum hætti til Bandaríkjanna í ættleiðingu án þess að láta foreldrana vita. Börn hafa verið sett í fóstur til bandarískra fjölskylda eftir að foreldrar þeirra hafa verið fluttir þúsundir kílómetra í burtu. Mál þessi ná nokkur ár aftur í tímann. AP fréttaveitan hefur kafað í saumana á málinu en dómstólar loka gögnum þessara mála og alríkisstofnanir fylgjast ekki með fjölda barna sem hafa verið ættleidd. Þá er mikið ósamræmi eftir því í hvaða ríkjum Bandaríkjanna börn hafa verið aðskilin frá foreldrum sínum. Blaðamönnum AP tókst þó að elta nokkur börn uppi og ræddu til dæmis við foreldra einnar stúlku.Í einu slíku tilviki, í ríkinu Missouri, höfðu bandarísk hjón ættleitt stúlku frá Gvatemala en móðir hennar hafði verið handsömuð og flutt aftur til heimalands síns. Móðirin stóð í sjö ára lagabaráttu og reyndi að fá dóttur sína aftur en án árangurs. Önnur móðir frá Gvatemala barðist í fimm ár fyrir því að fá börn sín til baka og kostaði það fúlgur fjár. Það tókst þó að lokum. Hundruð barna eru enn í haldi yfirvalda Bandaríkjanna, þó því sé haldið fram að hætt sé að aðskilja börn frá foreldrum sínum. Þá segja embættismenn að rúmlega hundruð þeirra verði hvorki sleppt né send aftur til foreldra sinna. Það hefur leitt til þess að mun líklegra er en áður að einhver þeirra barna verði ættleidd.Langt ferli endaði með sameiningu Araceli Ramos Bonilla flúði frá El Salvador í nóvember 2015 með dóttur sína Alexu. Hún flúði vegna ofbeldis sem hún hafði verið beitt af maka sínum og föður Alexu. Hún var handsömuð, aðskilin frá Alexu og send aftur til El Salvador. Að endingu tók það dómara í Michigan 28 mínútur að veita hjónunum Sherri og Kory Barr tímabundið forræði yfir Alexu. Þau hjón voru sannfærð um að Alexa hafði sætt ofbeldi og að slíkt myndi endurtaka sig ef hún yrði send aftur til móður sinnar. Með þrýstingi frá ríkisstjórn El Salvador og Facebook færslum móður Alexu, sem fóru víða um á netinu, var gripið inn í málið. Mánuði eftir að Barr-hjónin fengu forræði yfir Alexu úrskurðaði Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna að dómurinn hefði veitt þeim forræði með ólögmætum hætti. Hún var send aftur til El Salvador og hefur hún verið þar í rúmt ár. Hún ræðir þó reglulega við Sherri og Kory Barr í síma.Uppskrift að hamförum Samtökin Refuggee Resettlement and Bethany Chhristian Services höfðu fært Alexu í fóstur hjá hjónunum en í samtali við AP vildi forstjóri samtakanna ekki tjá sig um mál hennar og sagði að fósturforeldrum væri ávalt tjáð að þau mættu ekki ættleiða börn farand- og flóttafólks. Hann viðurkenndi þó að á undanförnum áratugum hefðu minnst níu af þeim fimm hundruð börnum sem hefðu verið færð til samtakanna verið ættleidd af bandarískum fjölskyldum. Í öllum tilfellum hefði verið ákvarðað að ekki væri hægt að senda börnin til foreldra sinna vegna öryggis þeirra. John Sandweg, sem var yfirmaður innflytjendastofnunar Bandaríkjanna í forsetatíð Barack Obama, óttast að fjölmörg börn muni aldrei sjá foreldra sína aftur. „Við erum með börnin í Bandaríkjunum og foreldrar þeirra eru í Mið-Ameríku, og nú þegar barnaverndarstofnanir eru komnar inn í spilið er þetta orðið uppskrift að hamförum,“ sagði Sandweg. Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Gvatemala Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Sjá meira
Yfirvöld Bandaríkjanna hafa sett börn sem tekin eru af foreldrum sínum þegar þau reyna að komast með ólöglegum hætti til Bandaríkjanna í ættleiðingu án þess að láta foreldrana vita. Börn hafa verið sett í fóstur til bandarískra fjölskylda eftir að foreldrar þeirra hafa verið fluttir þúsundir kílómetra í burtu. Mál þessi ná nokkur ár aftur í tímann. AP fréttaveitan hefur kafað í saumana á málinu en dómstólar loka gögnum þessara mála og alríkisstofnanir fylgjast ekki með fjölda barna sem hafa verið ættleidd. Þá er mikið ósamræmi eftir því í hvaða ríkjum Bandaríkjanna börn hafa verið aðskilin frá foreldrum sínum. Blaðamönnum AP tókst þó að elta nokkur börn uppi og ræddu til dæmis við foreldra einnar stúlku.Í einu slíku tilviki, í ríkinu Missouri, höfðu bandarísk hjón ættleitt stúlku frá Gvatemala en móðir hennar hafði verið handsömuð og flutt aftur til heimalands síns. Móðirin stóð í sjö ára lagabaráttu og reyndi að fá dóttur sína aftur en án árangurs. Önnur móðir frá Gvatemala barðist í fimm ár fyrir því að fá börn sín til baka og kostaði það fúlgur fjár. Það tókst þó að lokum. Hundruð barna eru enn í haldi yfirvalda Bandaríkjanna, þó því sé haldið fram að hætt sé að aðskilja börn frá foreldrum sínum. Þá segja embættismenn að rúmlega hundruð þeirra verði hvorki sleppt né send aftur til foreldra sinna. Það hefur leitt til þess að mun líklegra er en áður að einhver þeirra barna verði ættleidd.Langt ferli endaði með sameiningu Araceli Ramos Bonilla flúði frá El Salvador í nóvember 2015 með dóttur sína Alexu. Hún flúði vegna ofbeldis sem hún hafði verið beitt af maka sínum og föður Alexu. Hún var handsömuð, aðskilin frá Alexu og send aftur til El Salvador. Að endingu tók það dómara í Michigan 28 mínútur að veita hjónunum Sherri og Kory Barr tímabundið forræði yfir Alexu. Þau hjón voru sannfærð um að Alexa hafði sætt ofbeldi og að slíkt myndi endurtaka sig ef hún yrði send aftur til móður sinnar. Með þrýstingi frá ríkisstjórn El Salvador og Facebook færslum móður Alexu, sem fóru víða um á netinu, var gripið inn í málið. Mánuði eftir að Barr-hjónin fengu forræði yfir Alexu úrskurðaði Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna að dómurinn hefði veitt þeim forræði með ólögmætum hætti. Hún var send aftur til El Salvador og hefur hún verið þar í rúmt ár. Hún ræðir þó reglulega við Sherri og Kory Barr í síma.Uppskrift að hamförum Samtökin Refuggee Resettlement and Bethany Chhristian Services höfðu fært Alexu í fóstur hjá hjónunum en í samtali við AP vildi forstjóri samtakanna ekki tjá sig um mál hennar og sagði að fósturforeldrum væri ávalt tjáð að þau mættu ekki ættleiða börn farand- og flóttafólks. Hann viðurkenndi þó að á undanförnum áratugum hefðu minnst níu af þeim fimm hundruð börnum sem hefðu verið færð til samtakanna verið ættleidd af bandarískum fjölskyldum. Í öllum tilfellum hefði verið ákvarðað að ekki væri hægt að senda börnin til foreldra sinna vegna öryggis þeirra. John Sandweg, sem var yfirmaður innflytjendastofnunar Bandaríkjanna í forsetatíð Barack Obama, óttast að fjölmörg börn muni aldrei sjá foreldra sína aftur. „Við erum með börnin í Bandaríkjunum og foreldrar þeirra eru í Mið-Ameríku, og nú þegar barnaverndarstofnanir eru komnar inn í spilið er þetta orðið uppskrift að hamförum,“ sagði Sandweg.
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Gvatemala Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Sjá meira