Sjá ótrúlegt myndband: Tvær stúlkur bökkuðu bíl sínum ítrekað á hjálpartækjaverslun og höfðu á brott með sér kynlífsdúkku Jakob Bjarnar skrifar 21. september 2018 09:51 Hér getur að líta inngang búðarinnar, sem er illa leikinn eftir hroðalegar aðfarirnar í morgun. visir/vilhelm Hroðalegar aðfarir voru viðhafðar í morgun þá er tvær stúlkur brutust inn í Adam og Evu, kynlífshjálpartækjaverslun sem er við Kleppsveg í Reykjavík. Þær bökkuðu bíl sínum ítrekað á inngang verslunarinnar, á hurð og gengu glerbrotin yfir bílinn og gangstéttina. Þegar þær höfðu keyrt hurðina niður hlupu þær úr bílnum, inn í verslunina og drösluðu kynlífsdúkku úr búðinni í bílinn, auk annars varnings og óku þá á brott. Samkvæmt upplýsingum frá eiganda verslunarinnar er það sem ræningjarnir höfðu á brott með sér silicon-kynlífsdúkka sem kostar 350 þúsund krónur, nokkrir titrarar og sleipiefni. Aðfarir má sjá á myndbandinu sem er hér neðar. Ekki er vitað hverjir hinir ofsafengnu ræningjar eru né heldur hvað það var sem rak þær til svo harkalegra aðgerða, sem náðist á öryggismyndavélar. Þetta var í morgun á sjöunda tímanum. Að sögn eiganda verslunarinnar, Þorvaldar Steinþórssonar, var bíllinn á stolnum númerum. Og þá hafði hann upplýsingar um að fyrr um nóttina hefði þessi sami bíll komið við sögu þar sem bensíni var stolið. Vísir fór á vettvang nú í morgun og þar var heldur betur hroðalegt um að litast. Allt brotið og bramlað við innganginn og miklar skemmdir höfðu verið unnar á húsnæðinu. Ef einhverjir lesendur Vísis hafa orðið varir við mikið skemmdan Hyundai i10 eru þeir vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu.Uppfært 11:00.Í fyrri útgáfu þessarar fréttar kom fram að sílikondúkkan sem hinir býræfnu þjófar höfðu á brott með sér kosti 550 þúsund krónur. Upplýsingarnar reyndust ónákvæmar, téð dúkka er metin á 350 þúsund krónur. Eru lesendur beðnir velvirðingar á þessu. Sambærilega dúkku höfðu stúlkurnar með sér nú í morgun. Hún kostar 350 þúsund krónur.visir/vilhelm Hroðalegt var um að litast í Adam og Evu og var eigandanum illa brugðið.visir/vilhelm Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Sjá meira
Hroðalegar aðfarir voru viðhafðar í morgun þá er tvær stúlkur brutust inn í Adam og Evu, kynlífshjálpartækjaverslun sem er við Kleppsveg í Reykjavík. Þær bökkuðu bíl sínum ítrekað á inngang verslunarinnar, á hurð og gengu glerbrotin yfir bílinn og gangstéttina. Þegar þær höfðu keyrt hurðina niður hlupu þær úr bílnum, inn í verslunina og drösluðu kynlífsdúkku úr búðinni í bílinn, auk annars varnings og óku þá á brott. Samkvæmt upplýsingum frá eiganda verslunarinnar er það sem ræningjarnir höfðu á brott með sér silicon-kynlífsdúkka sem kostar 350 þúsund krónur, nokkrir titrarar og sleipiefni. Aðfarir má sjá á myndbandinu sem er hér neðar. Ekki er vitað hverjir hinir ofsafengnu ræningjar eru né heldur hvað það var sem rak þær til svo harkalegra aðgerða, sem náðist á öryggismyndavélar. Þetta var í morgun á sjöunda tímanum. Að sögn eiganda verslunarinnar, Þorvaldar Steinþórssonar, var bíllinn á stolnum númerum. Og þá hafði hann upplýsingar um að fyrr um nóttina hefði þessi sami bíll komið við sögu þar sem bensíni var stolið. Vísir fór á vettvang nú í morgun og þar var heldur betur hroðalegt um að litast. Allt brotið og bramlað við innganginn og miklar skemmdir höfðu verið unnar á húsnæðinu. Ef einhverjir lesendur Vísis hafa orðið varir við mikið skemmdan Hyundai i10 eru þeir vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu.Uppfært 11:00.Í fyrri útgáfu þessarar fréttar kom fram að sílikondúkkan sem hinir býræfnu þjófar höfðu á brott með sér kosti 550 þúsund krónur. Upplýsingarnar reyndust ónákvæmar, téð dúkka er metin á 350 þúsund krónur. Eru lesendur beðnir velvirðingar á þessu. Sambærilega dúkku höfðu stúlkurnar með sér nú í morgun. Hún kostar 350 þúsund krónur.visir/vilhelm Hroðalegt var um að litast í Adam og Evu og var eigandanum illa brugðið.visir/vilhelm
Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent