Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. nóvember 2025 12:32 Sigríður Dögg gagnrýnir yfirlýsingu ráðherra. Yfirlýsing barna- og menntamálaráðherra þar sem hann sakar Morgunblaðið um ófagleg vinnubrögð er alvarleg aðför að fjölmiðlafrelsi á Íslandi. Þetta segir formaður Blaðamannafélags Íslands sem segir hana bera með sér mikla vanþekkingu og afhjúpa hættuleg viðhorf. Morgunblaðið var á dögunum sakað um ófagleg vinnubrögð og fyrir að veita vísvitandi rangar og villandi upplýsingar, í tilkynningu barna- og menntamálaráðuneytisins er vitnað til samskipta Guðmundar Inga Kristinssonar ráðherra. Var málið sagt mjög einkennandi fyrir vinnubrögð blaðsins. Morgunblaðið vísaði ásökunum þessum til föðurhúsanna, blaðinu væri ritstýrt með hagsmuni lesenda í fyrirrúmi, ekki af ráðherrum þeim til þægðar. Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður Blaðamannafélagsins segist líta málið grafalvarlegum augum. „Það er bara mjög alvarlegt, alvarlegt að valdamenn séu eins og þarna að grafa undan trausti á fjölmiðla, trausti til blaðamanna og þar af leiðandi veikja þessar stoðir sem eiga að vera einmitt að veita þeim aðhald, veita almenningi upplýsingar.“ Ráðherra sé í yfirlýsingu sinni að nota orð sem hann annað hvort skilji ekki eða þá til þess að refsa fjölmiðli fyrir að flytja ekki fréttir með þeim hætti sem honum eru þóknanlegar. „Ég veit ekki hvort er verra en ég vona innilega að þetta sé vanþekking á hlutverki fjölmiðla og hans eigin hlutverki sem ráðherra.“ Það sé sömuleiðis fyrir neðan allar hellur að ráðherra kosti auglýsingar með árásir sínar á fjölmiðil á samfélagsmiðlum, og að hann geri athugasemdir við fyrri umfjallanir Morgunblaðsins sem ekki hafi verið skrifaðar eftir hans þótta. „Mér finnst þetta bara afhjúpa hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla og mér finnst kominn tími til þess að samfélagið og almenningur gagnrýni það hvaða viðhorf þarna koma fram gagnvart fjölmiðlum og blaðamönnum.“ Fjölmiðlar Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Fleiri fréttir Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Sjá meira
Morgunblaðið var á dögunum sakað um ófagleg vinnubrögð og fyrir að veita vísvitandi rangar og villandi upplýsingar, í tilkynningu barna- og menntamálaráðuneytisins er vitnað til samskipta Guðmundar Inga Kristinssonar ráðherra. Var málið sagt mjög einkennandi fyrir vinnubrögð blaðsins. Morgunblaðið vísaði ásökunum þessum til föðurhúsanna, blaðinu væri ritstýrt með hagsmuni lesenda í fyrirrúmi, ekki af ráðherrum þeim til þægðar. Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður Blaðamannafélagsins segist líta málið grafalvarlegum augum. „Það er bara mjög alvarlegt, alvarlegt að valdamenn séu eins og þarna að grafa undan trausti á fjölmiðla, trausti til blaðamanna og þar af leiðandi veikja þessar stoðir sem eiga að vera einmitt að veita þeim aðhald, veita almenningi upplýsingar.“ Ráðherra sé í yfirlýsingu sinni að nota orð sem hann annað hvort skilji ekki eða þá til þess að refsa fjölmiðli fyrir að flytja ekki fréttir með þeim hætti sem honum eru þóknanlegar. „Ég veit ekki hvort er verra en ég vona innilega að þetta sé vanþekking á hlutverki fjölmiðla og hans eigin hlutverki sem ráðherra.“ Það sé sömuleiðis fyrir neðan allar hellur að ráðherra kosti auglýsingar með árásir sínar á fjölmiðil á samfélagsmiðlum, og að hann geri athugasemdir við fyrri umfjallanir Morgunblaðsins sem ekki hafi verið skrifaðar eftir hans þótta. „Mér finnst þetta bara afhjúpa hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla og mér finnst kominn tími til þess að samfélagið og almenningur gagnrýni það hvaða viðhorf þarna koma fram gagnvart fjölmiðlum og blaðamönnum.“
Fjölmiðlar Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Fleiri fréttir Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Sjá meira