Treystir á að Norðurál borgi Bjarki Sigurðsson og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 25. nóvember 2025 14:16 Heiða Björg Hilmisdóttir er borgarstjóri. Vísir/Bjarni Forstjóri Orkuveitunnar segir hegðun Norðuráls mikil vonbrigði en fyrirtækið hefur sagst ekki ætla að greiða fyrir orku sem það nýtti ekki eftir bilanir á Grundartanga. Bæði hann og borgarstjóri ætlast þó til þess að Norðurál greiði á endanum. Í gær tilkynnti Orkuveitan að gert væri ráð fyrir mun lægri rekstrarhagnaði í ár vegna greiðslufalls Norðuráls. Endurteknar bilanir hafa orðið í álverinu á Grundartanga og fyrirtækið hefur því ekki getað nýtt sér þá orku sem það hafði samið við Orkuveituna um að kaupa. Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Orkuveitunnar, telur ákvörðun Norðuráls ekki standast. „Þeir hafa látið okkur vita af því að þeir muni ekki greiða á næsta ári því hér sé um „óviðráðanlegan atburð“ að ræða, eins og eldgos, stríð eða álíka. Þeir gera á sama tíma kröfu um að orka sem við erum með tiltæka en þeir eru ekki að nýta verði áfram tiltæk hvenær sem er á næsta ári á meðan þau gera við og setja allt upp. En ætla þrátt fyrir það ekki að greiða fyrir orkuna sem er í samningum,“ segir Sævar. Sannfærður um að fá greitt Hann segir hegðunina vera mikil vonbrigði. Arðgreiðslur Orkuveitunnar lækki og fyrirtækið þurfi að draga úr fjárfestingum. En þið ætlið að fá greitt fyrir þetta á endanum? „Já, við erum sannfærð um að þetta haldi ekki vatni. Það getur verið að það taki tíma en við erum sannfærð um að við fáum þetta greitt,“ segir Sævar. Borgarstjóri ósáttur Reykjavíkurborg á 93,5 prósent í Orkuveitunni og segir Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri lægri arðgreiðslur hafa áhrif á rekstur borgarinnar. „Þetta kemur mér á óvart því Norðurál hafði áður gefið út að þeir ætluðu að standa við allar sínar skuldbindingar og þetta kæmi ekki niður á öðrum. Ég heyri að Orkuveitan ætli að sækja fullar greiðslur og ég treysti því að þær skili sér. Mér finnst það eðlilegt. Annað er bara í berhöggi við það sem Norðurál hefur sagt annars staðar,“ segir Heiða. Tekið tillit til aðstæðna Borgin sé þó undirbúin fyrir lægri greiðslu. „Í heildina erum við að gera ráð fyrir sex milljörðum króna í arðgreiðslur frá Orkuveitunni. Það eru þrjú prósent af tekjum Reykjavíkurborgar, þannig það er mikið en ekki allar tekjurnar okkar. Við erum núna að skoða alls konar leiðir. Við vorum með ákveðnar varúðarfærslur áður en við fórum inn í fyrri umræðu um fjárhagsáætlun. Seinni umræða er í næstu viku þannig þá verðum við búin að taka tillit til þessa,“ segir Heiða. Bilun hjá Norðuráli Orkumál Stóriðja Hvalfjarðarsveit Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Sjá meira
Í gær tilkynnti Orkuveitan að gert væri ráð fyrir mun lægri rekstrarhagnaði í ár vegna greiðslufalls Norðuráls. Endurteknar bilanir hafa orðið í álverinu á Grundartanga og fyrirtækið hefur því ekki getað nýtt sér þá orku sem það hafði samið við Orkuveituna um að kaupa. Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Orkuveitunnar, telur ákvörðun Norðuráls ekki standast. „Þeir hafa látið okkur vita af því að þeir muni ekki greiða á næsta ári því hér sé um „óviðráðanlegan atburð“ að ræða, eins og eldgos, stríð eða álíka. Þeir gera á sama tíma kröfu um að orka sem við erum með tiltæka en þeir eru ekki að nýta verði áfram tiltæk hvenær sem er á næsta ári á meðan þau gera við og setja allt upp. En ætla þrátt fyrir það ekki að greiða fyrir orkuna sem er í samningum,“ segir Sævar. Sannfærður um að fá greitt Hann segir hegðunina vera mikil vonbrigði. Arðgreiðslur Orkuveitunnar lækki og fyrirtækið þurfi að draga úr fjárfestingum. En þið ætlið að fá greitt fyrir þetta á endanum? „Já, við erum sannfærð um að þetta haldi ekki vatni. Það getur verið að það taki tíma en við erum sannfærð um að við fáum þetta greitt,“ segir Sævar. Borgarstjóri ósáttur Reykjavíkurborg á 93,5 prósent í Orkuveitunni og segir Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri lægri arðgreiðslur hafa áhrif á rekstur borgarinnar. „Þetta kemur mér á óvart því Norðurál hafði áður gefið út að þeir ætluðu að standa við allar sínar skuldbindingar og þetta kæmi ekki niður á öðrum. Ég heyri að Orkuveitan ætli að sækja fullar greiðslur og ég treysti því að þær skili sér. Mér finnst það eðlilegt. Annað er bara í berhöggi við það sem Norðurál hefur sagt annars staðar,“ segir Heiða. Tekið tillit til aðstæðna Borgin sé þó undirbúin fyrir lægri greiðslu. „Í heildina erum við að gera ráð fyrir sex milljörðum króna í arðgreiðslur frá Orkuveitunni. Það eru þrjú prósent af tekjum Reykjavíkurborgar, þannig það er mikið en ekki allar tekjurnar okkar. Við erum núna að skoða alls konar leiðir. Við vorum með ákveðnar varúðarfærslur áður en við fórum inn í fyrri umræðu um fjárhagsáætlun. Seinni umræða er í næstu viku þannig þá verðum við búin að taka tillit til þessa,“ segir Heiða.
Bilun hjá Norðuráli Orkumál Stóriðja Hvalfjarðarsveit Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Sjá meira