Framboð lítilla íbúða svarar ekki eftirspurn Heimir Már Pétursson skrifar 21. september 2018 14:00 Á fyrstu sjö mánuðum þessa árs voru 14% allra íbúðaviðskipta á almennum markaði hér á landi vegna nýbygginga en árið 2010 var hlutfallið 3%. Vísir/Vilhelm Á fyrstu sjö mánuðum þessa árs voru 14% allra íbúðaviðskipta á almennum markaði hér á landi vegna nýbygginga en árið 2010 var hlutfallið 3%. Þegar síðasta uppsveifla náði hámarki árið 2007 var hlutfallið 18%. Ólafur Heiðar Helgason hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði segir ánægjulegt að nýjum íbúðum sé að fjölga. „Það hefur verið mikill skortur á íbúðum og þess vegna ekki vanþörf á að íbúðum fjölgi núna. Það væri hins vegar ánægjulegt ef það væru fleiri nýjar íbúðir sem henta fólki sem er með lítið eiginfé á milli handanna. Nýjar íbúðir hér í Reykjavík kosta að meðaltali 51 milljón króna en ef við skoðum þetta á landsvísu eru það aðeins inna við 4 prósent nýrra íbúða sem kosta innan við þrjátíu milljónir og ekki nema 2 prósent sem kosta undir 25 milljónir,” segir Ólafur Heiðar. Það væri æskilegt að íbúðum í þessum verðflokki fjölgaði. Hlutfall nýrra íbúða er nokkuð misjafn milli sveitarfélaga, 56 prósent í Mosfellsbæ og 45 prósent í Garðabæ en aðeins 6 prósent í Reykjavík. Ólafur Heiðar segir úrræði stjórnvalda um að fólk geti nýtt séreignarsparnað til kaupa á íbúðum sé farið að virka. En að auki er fallið frá ýmsum gjöldum hjá fólki sem er að kaupa sína fyrstu íbúð. „Já, við sjáum að stór hluti þeirra sem er að kaupa sína fyrstu íbúð nýtir úrræðið. Það er að segja skattfrjálsa ráðstöfun séreignarsparnaðar. Þannig að úrræðið er klárlega að nýtast. En það verður þá að líta til þess að þetta úrræði nýtist auðvitað best þeim sem eru með hærri tekjur og hafa þar af leiðandi meiri burði til að safna sér séreignarsparnaði,” segir Ólafur Heiðar. Þess vegna þurfi að huga sérstaklega að úrræðum fyrir fólk með lágar tekjur. Gerð sé krafa um 10 prósent í eiginfé við kaup á fyrstu íbúð og sumir safni jafnvel allt upp í 15 prósentum í eiginfé. „Þannig að þetta geta kannski verið fimm milljónir króna ef um er að ræða íbúð sem kostar 30 milljónir. Það segir sig sjálft að það er erfitt fyrir marga að safna svona fjárhæð. Þess vegna skiptir miklu máli að við hugum að uppbyggingu á þessum litlu og hagkvæmu íbúðum sem henta þá fólki í þessari stöðu,” segir Ólafur Heiðar Helgason. Húsnæðismál Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira
Á fyrstu sjö mánuðum þessa árs voru 14% allra íbúðaviðskipta á almennum markaði hér á landi vegna nýbygginga en árið 2010 var hlutfallið 3%. Þegar síðasta uppsveifla náði hámarki árið 2007 var hlutfallið 18%. Ólafur Heiðar Helgason hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði segir ánægjulegt að nýjum íbúðum sé að fjölga. „Það hefur verið mikill skortur á íbúðum og þess vegna ekki vanþörf á að íbúðum fjölgi núna. Það væri hins vegar ánægjulegt ef það væru fleiri nýjar íbúðir sem henta fólki sem er með lítið eiginfé á milli handanna. Nýjar íbúðir hér í Reykjavík kosta að meðaltali 51 milljón króna en ef við skoðum þetta á landsvísu eru það aðeins inna við 4 prósent nýrra íbúða sem kosta innan við þrjátíu milljónir og ekki nema 2 prósent sem kosta undir 25 milljónir,” segir Ólafur Heiðar. Það væri æskilegt að íbúðum í þessum verðflokki fjölgaði. Hlutfall nýrra íbúða er nokkuð misjafn milli sveitarfélaga, 56 prósent í Mosfellsbæ og 45 prósent í Garðabæ en aðeins 6 prósent í Reykjavík. Ólafur Heiðar segir úrræði stjórnvalda um að fólk geti nýtt séreignarsparnað til kaupa á íbúðum sé farið að virka. En að auki er fallið frá ýmsum gjöldum hjá fólki sem er að kaupa sína fyrstu íbúð. „Já, við sjáum að stór hluti þeirra sem er að kaupa sína fyrstu íbúð nýtir úrræðið. Það er að segja skattfrjálsa ráðstöfun séreignarsparnaðar. Þannig að úrræðið er klárlega að nýtast. En það verður þá að líta til þess að þetta úrræði nýtist auðvitað best þeim sem eru með hærri tekjur og hafa þar af leiðandi meiri burði til að safna sér séreignarsparnaði,” segir Ólafur Heiðar. Þess vegna þurfi að huga sérstaklega að úrræðum fyrir fólk með lágar tekjur. Gerð sé krafa um 10 prósent í eiginfé við kaup á fyrstu íbúð og sumir safni jafnvel allt upp í 15 prósentum í eiginfé. „Þannig að þetta geta kannski verið fimm milljónir króna ef um er að ræða íbúð sem kostar 30 milljónir. Það segir sig sjálft að það er erfitt fyrir marga að safna svona fjárhæð. Þess vegna skiptir miklu máli að við hugum að uppbyggingu á þessum litlu og hagkvæmu íbúðum sem henta þá fólki í þessari stöðu,” segir Ólafur Heiðar Helgason.
Húsnæðismál Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira