Lögreglan um kynlífstækjaþjófana: Hugsanlegt að annar þeirra hafi verið með hárkollu Birgir Olgeirsson skrifar 24. september 2018 15:35 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur enn ekki fundið innbrotsþjófana. visir/vilhelm Leitin að þjófunum tveimur sem stóðu að innbrotinu í kynlífshjálpartækjaverslunina Adam og Evu í Reykjavík síðastliðinn föstudag stendur enn yfir. Þjófarnir bökkuðu stolnum bíl ítrekað á hurð verslunarinnar á Kleppsvegi snemma að morgni föstudags áður en þeir fóru inn og stálu þaðan kynlífsdúkku ásamt hjálpartækjum og sleipiefnum. Bíllinn sem var notaður við innbrotið fannst síðan í stæði við Glæsibæ um þrjúleytið á föstudag. Þjófarnir höfðu skilið hluta af þýfinu eftir í bílnum, þar á meðal kynlífsdúkkuna sem var til sölu á um 350 þúsund krónur. Lögreglan segir bílinn hafa verið stolinn og var þar að auki búið að skrúfa á hann stolnar númeraplötur. Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að þjófarnir hefðu stolið bílnum mánudaginn 17. september síðastliðinn. Þeir höfðu því verið á honum í fjóra daga áður en þeir skildu hann eftir við Glæsibæ. Engar eftirlitsmyndavélar voru í grennd við þann stað sem bíllinn var skilinn eftir.Sambærilega dúkku höfðu stúlkurnar með sér síðastliðinn föstudagsmorgun.visir/vilhelmSegir Guðmundur Páll þjófana hafa farið inn í fyrirtæki í Reykjavík og tekið þaðan lykla að bílnum ófrjálsri hendi. Bíllinn sé talsvert skemmdur. Tekin voru sýni úr bílnum og af þýfinu og er það til rannsóknar hjá tæknideild lögreglunnar sem skoðar meðal annars fingraför sem fundust. Enginn liggur undir grun að svo stöddu og hefur enginn verið yfirheyrður með stöðu grunaðs í málinu. Í fyrstu frétt Vísis af innbrotinu var fullyrt að þjófarnir hefðu verið tvær stúlkur. Þegar betur er rýnt í myndbandið úr eftirlitsmyndavél gæti annar þjófanna hæglega verið drengur. Sá huldi andlit sitt með hettu. Uppi voru kenningar í athugasemdakerfinu að þjófurinn sem var með sítt og ljóst hár væri í raun með hárkollu. Guðmundur Páll segir í samtali við Vísi að ekki sé búið að fá úr því skorið hvert kynferði þjófanna sé. „Við erum að skoða það. Það má vel vera að einhver hafi verið með hárkollu. Þetta er líkt kvenmönnum tveimur, en við erum að skoða það.“ Verslunareigandinn telur að tjón sitt af völdum innbrotsins nemi einni og hálfri milljón króna. Tengdar fréttir Leita að fingraförum innbrotsþjófanna Tæknideild lögreglunnar leitaði í morgunsárið að fingraförum í og utan á bílnum og á vörum sem voru í honum. 22. september 2018 10:29 Bíllinn og dúkkan úr Adam&Evu-innbrotinu fundin Þjófarnir enn ófundnir. 21. september 2018 17:15 Sjá ótrúlegt myndband: Tvær stúlkur bökkuðu bíl sínum ítrekað á hjálpartækjaverslun og höfðu á brott með sér kynlífsdúkku Hroðalegar aðfarir við innbrot í Adam og Evu. 21. september 2018 09:51 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Sjá meira
Leitin að þjófunum tveimur sem stóðu að innbrotinu í kynlífshjálpartækjaverslunina Adam og Evu í Reykjavík síðastliðinn föstudag stendur enn yfir. Þjófarnir bökkuðu stolnum bíl ítrekað á hurð verslunarinnar á Kleppsvegi snemma að morgni föstudags áður en þeir fóru inn og stálu þaðan kynlífsdúkku ásamt hjálpartækjum og sleipiefnum. Bíllinn sem var notaður við innbrotið fannst síðan í stæði við Glæsibæ um þrjúleytið á föstudag. Þjófarnir höfðu skilið hluta af þýfinu eftir í bílnum, þar á meðal kynlífsdúkkuna sem var til sölu á um 350 þúsund krónur. Lögreglan segir bílinn hafa verið stolinn og var þar að auki búið að skrúfa á hann stolnar númeraplötur. Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að þjófarnir hefðu stolið bílnum mánudaginn 17. september síðastliðinn. Þeir höfðu því verið á honum í fjóra daga áður en þeir skildu hann eftir við Glæsibæ. Engar eftirlitsmyndavélar voru í grennd við þann stað sem bíllinn var skilinn eftir.Sambærilega dúkku höfðu stúlkurnar með sér síðastliðinn föstudagsmorgun.visir/vilhelmSegir Guðmundur Páll þjófana hafa farið inn í fyrirtæki í Reykjavík og tekið þaðan lykla að bílnum ófrjálsri hendi. Bíllinn sé talsvert skemmdur. Tekin voru sýni úr bílnum og af þýfinu og er það til rannsóknar hjá tæknideild lögreglunnar sem skoðar meðal annars fingraför sem fundust. Enginn liggur undir grun að svo stöddu og hefur enginn verið yfirheyrður með stöðu grunaðs í málinu. Í fyrstu frétt Vísis af innbrotinu var fullyrt að þjófarnir hefðu verið tvær stúlkur. Þegar betur er rýnt í myndbandið úr eftirlitsmyndavél gæti annar þjófanna hæglega verið drengur. Sá huldi andlit sitt með hettu. Uppi voru kenningar í athugasemdakerfinu að þjófurinn sem var með sítt og ljóst hár væri í raun með hárkollu. Guðmundur Páll segir í samtali við Vísi að ekki sé búið að fá úr því skorið hvert kynferði þjófanna sé. „Við erum að skoða það. Það má vel vera að einhver hafi verið með hárkollu. Þetta er líkt kvenmönnum tveimur, en við erum að skoða það.“ Verslunareigandinn telur að tjón sitt af völdum innbrotsins nemi einni og hálfri milljón króna.
Tengdar fréttir Leita að fingraförum innbrotsþjófanna Tæknideild lögreglunnar leitaði í morgunsárið að fingraförum í og utan á bílnum og á vörum sem voru í honum. 22. september 2018 10:29 Bíllinn og dúkkan úr Adam&Evu-innbrotinu fundin Þjófarnir enn ófundnir. 21. september 2018 17:15 Sjá ótrúlegt myndband: Tvær stúlkur bökkuðu bíl sínum ítrekað á hjálpartækjaverslun og höfðu á brott með sér kynlífsdúkku Hroðalegar aðfarir við innbrot í Adam og Evu. 21. september 2018 09:51 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Sjá meira
Leita að fingraförum innbrotsþjófanna Tæknideild lögreglunnar leitaði í morgunsárið að fingraförum í og utan á bílnum og á vörum sem voru í honum. 22. september 2018 10:29
Sjá ótrúlegt myndband: Tvær stúlkur bökkuðu bíl sínum ítrekað á hjálpartækjaverslun og höfðu á brott með sér kynlífsdúkku Hroðalegar aðfarir við innbrot í Adam og Evu. 21. september 2018 09:51
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent