Löfven vikið úr embætti forsætisráðherra Atli Ísleifsson skrifar 25. september 2018 08:10 Stefan Löfven hefur gegnt embætti forsætisráðherra Svíþjóðar frá árinu 2014. Vísir/EPA Meirihluti á sænska þinginu samþykkti í atkvæðagreiðslu í morgun að víkja Stefan Löfven forsætisráðherra úr embætti. 204 þingmenn greiddu atkvæði gegn Löfven, en 142 með. Sænska þingið kom í fyrsta skipti saman í gær eftir kosningar sem fram fóru þann 9. september. Andreas Norlén, þingmaður hægriflokksins Moderaterna, var þar kjörinn nýr forseti þingsins og tók hann þá ákvörðun að þingið skyldi greiða atkvæði um Löfven í dag. Löfven sagði eftir atkvæðagreiðsluna að segist stefna að því að taka aftur við embætti forsætisráðherra og segir góða möguleika á því. Hann bendir á að Jafnaðarmannaflokkurinn sé stærsti flokkurinn á þingi. Löfven tók við embætti forsætisráðherra eftir kosningarnar 2014 þegar Jafnaðarmannaflokkur hans og Græningjar mynduðu minnihlutastjórn. Norlén mun nú eiga samtöl við leiðtoga flokka á þingi og svo tilnefna forsætisráðherra sem hann hann telur líklegan til að geta myndað stjórn. Þingheimur mun svo greiða atkvæði um þann sem þingforsetinn tilnefnir. Náist ekki meirihluti mun þingforsetinn ræða við leiðtoga á ný og svo tilnefna annan. Takist forseta ekki í fjórum tilraunum að tilnefna forsætisráðherra sem meirihluti þings samþykkir skal boða til nýrra kosninga.Búist við að Kristersson verði tilnefndur Fastlega er búist við að Norlén muni tilnefna flokksbróður sinn, Ulf Kristersson, leiðtoga Moderaterna, sem næsta forsætisráðherra. Bandalag borgaralegu flokkanna - Moderaterna, Miðflokksins, Kristilegra demókrata og Frjálslyndra, náði 143 þingsætum í kosningunum en rauðgrænu flokkarnir 144. Svíþjóðardemókratar náðu svo 62 þingsætum. Snúin staða er því uppi í sænskum stjórnmálum og gæti reynst þrautin þyngri að setja saman stjórn. Fyrir atkvæðagreiðsluna sagði Kristersson að þörf væri á nýrri ríkisstjórn sem myndi taka fast á þeim vandamálum sem Svíþjóð stæði frammi fyrir. Anders Ygeman, þingflokksformaður Jafnaðarmanna, benti á að Moderaterna væri einungis næststærsti flokkurinn á þingi og að rauðgrænu flokkarnir væru stærri en þeir borgaralegu. Vilji Kristersson viðhalda blokkapólitíkinni í landinu verði hann að leita á náðir Svíþjóðardemókrata, ætli hann sér að mynda stjórn. „Það er ekki hægt að hunsa Svíþjóðardemókrata en maður þarf ekki að verða háður þeim,“ sagði Ygeman.Krefjast áhrifa Jimmie Åkesson, leiðtogi Svíþjóðardemókrata, ítrekaði kröfu sína að þar sem 1,1 milljón kjósenda kosið flokkinn þá eigi hann heimtingu á áhrifum. Flokkurinn muni heldur ekki verða einungis áhorfandi á kjörtímabilinu. Aðrir flokkar hafa allir neitað að þeir ætli sér að starfa með Svíþjóðardemókrötum, en þeir reka harða stefnu í innflytjendamálum. Í færslu á Facebook-síðu sinni segir Löfven að hann og ríkisstjórnin muni starfa áfram sem starfsstjórn þar til önnur stjórn hefur tekið við völdum. Hann stefni á að mynda nýja stjórn og segir nauðsynlegt að brjóta upp þá blokkapólitík sem hafi lengi einkennt sænsk stjórnmál. Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Valdabaráttan nú fyrir opnum tjöldum þegar sænska þingið kemur saman Sænska þingið kemur saman í fyrsta sinn í dag eftir kosningar sem fram fóru þann 9. september síðastliðinn. 24. september 2018 08:45 Örlög Löfven ráðast á morgun Sænska þingið mun greiða atkvæði um stöðu forsætisráðherrans á morgun. 24. september 2018 12:10 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira
Meirihluti á sænska þinginu samþykkti í atkvæðagreiðslu í morgun að víkja Stefan Löfven forsætisráðherra úr embætti. 204 þingmenn greiddu atkvæði gegn Löfven, en 142 með. Sænska þingið kom í fyrsta skipti saman í gær eftir kosningar sem fram fóru þann 9. september. Andreas Norlén, þingmaður hægriflokksins Moderaterna, var þar kjörinn nýr forseti þingsins og tók hann þá ákvörðun að þingið skyldi greiða atkvæði um Löfven í dag. Löfven sagði eftir atkvæðagreiðsluna að segist stefna að því að taka aftur við embætti forsætisráðherra og segir góða möguleika á því. Hann bendir á að Jafnaðarmannaflokkurinn sé stærsti flokkurinn á þingi. Löfven tók við embætti forsætisráðherra eftir kosningarnar 2014 þegar Jafnaðarmannaflokkur hans og Græningjar mynduðu minnihlutastjórn. Norlén mun nú eiga samtöl við leiðtoga flokka á þingi og svo tilnefna forsætisráðherra sem hann hann telur líklegan til að geta myndað stjórn. Þingheimur mun svo greiða atkvæði um þann sem þingforsetinn tilnefnir. Náist ekki meirihluti mun þingforsetinn ræða við leiðtoga á ný og svo tilnefna annan. Takist forseta ekki í fjórum tilraunum að tilnefna forsætisráðherra sem meirihluti þings samþykkir skal boða til nýrra kosninga.Búist við að Kristersson verði tilnefndur Fastlega er búist við að Norlén muni tilnefna flokksbróður sinn, Ulf Kristersson, leiðtoga Moderaterna, sem næsta forsætisráðherra. Bandalag borgaralegu flokkanna - Moderaterna, Miðflokksins, Kristilegra demókrata og Frjálslyndra, náði 143 þingsætum í kosningunum en rauðgrænu flokkarnir 144. Svíþjóðardemókratar náðu svo 62 þingsætum. Snúin staða er því uppi í sænskum stjórnmálum og gæti reynst þrautin þyngri að setja saman stjórn. Fyrir atkvæðagreiðsluna sagði Kristersson að þörf væri á nýrri ríkisstjórn sem myndi taka fast á þeim vandamálum sem Svíþjóð stæði frammi fyrir. Anders Ygeman, þingflokksformaður Jafnaðarmanna, benti á að Moderaterna væri einungis næststærsti flokkurinn á þingi og að rauðgrænu flokkarnir væru stærri en þeir borgaralegu. Vilji Kristersson viðhalda blokkapólitíkinni í landinu verði hann að leita á náðir Svíþjóðardemókrata, ætli hann sér að mynda stjórn. „Það er ekki hægt að hunsa Svíþjóðardemókrata en maður þarf ekki að verða háður þeim,“ sagði Ygeman.Krefjast áhrifa Jimmie Åkesson, leiðtogi Svíþjóðardemókrata, ítrekaði kröfu sína að þar sem 1,1 milljón kjósenda kosið flokkinn þá eigi hann heimtingu á áhrifum. Flokkurinn muni heldur ekki verða einungis áhorfandi á kjörtímabilinu. Aðrir flokkar hafa allir neitað að þeir ætli sér að starfa með Svíþjóðardemókrötum, en þeir reka harða stefnu í innflytjendamálum. Í færslu á Facebook-síðu sinni segir Löfven að hann og ríkisstjórnin muni starfa áfram sem starfsstjórn þar til önnur stjórn hefur tekið við völdum. Hann stefni á að mynda nýja stjórn og segir nauðsynlegt að brjóta upp þá blokkapólitík sem hafi lengi einkennt sænsk stjórnmál.
Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Valdabaráttan nú fyrir opnum tjöldum þegar sænska þingið kemur saman Sænska þingið kemur saman í fyrsta sinn í dag eftir kosningar sem fram fóru þann 9. september síðastliðinn. 24. september 2018 08:45 Örlög Löfven ráðast á morgun Sænska þingið mun greiða atkvæði um stöðu forsætisráðherrans á morgun. 24. september 2018 12:10 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira
Valdabaráttan nú fyrir opnum tjöldum þegar sænska þingið kemur saman Sænska þingið kemur saman í fyrsta sinn í dag eftir kosningar sem fram fóru þann 9. september síðastliðinn. 24. september 2018 08:45
Örlög Löfven ráðast á morgun Sænska þingið mun greiða atkvæði um stöðu forsætisráðherrans á morgun. 24. september 2018 12:10