Borgaralegu flokkarnir vilja stjórnarmyndunarumboð Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 10. september 2018 19:00 Ulf Kristersson, formaður hægriflokksins Moderaterna, hefur farið fram á stjórnarmyndunarumboð eftir fund með leiðtogum borgaralegu flokkanna í Svíþjóð. Svíþjóðardemókratar hafa þegar óskað eftir viðræðum við borgaralegu blokkina en Gunnhildur Lily Magnúsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við háskólann í Malmö, segir það ekki hugnast borgaraflokkunum að vinna með Svíþjóðardemókrötum. „Jimmie Åkesson, formaður Svíþjóðardemókratanna, sendi út boð til borgaralegu blokkarinnar eða Moderaterna sem er stærsti flokkurinn og þeir hafa ekki samþykkt að ganga til samstarfs við Svíþjóðardemókrata,“ segir hún. Hinsvegar mun það reynast snúið að mynda ríkisstjórn án Svíþjóðardemókrata eða vinstriflokkanna sem mynda núverandi ríkisstjórn. „Borgaralega blokkin hefur það að sameiginlegu markmiði að koma ríkisstjórn Stefan Löfven frá völdum. Það er því ákaflega flókin staða ef að borgaralega blokkin vill ekki reiða sig á stuðning Svíþjóðardemókrata."Stefan Löfven, forsætisráðherra og formaður Jafnaðarmannaflokksins, sagði í ávarpi sínu í gærkvöldi að úrslitin mörkuðu dauða blokkastjórnmálanna. Hann bauð flokkunum á miðju og hægri væng stjórnmálanna til viðræðna strax í gærkvöldi en nú er ljóst að borgaralegu flokkarnir vilja gera það á sínum forsendum. Gunnhildur tekur undir með Löfven um dauða blokkastjórnmála. „Ég held að þetta sé að einhverju endalok blokkapólitíkurinnar í Svíþjóð,“ segir hún. „Svíþjóðardemókratar eru orðnir það stórir að þeir eru í raun þriðja blokkin og hinar tvær blokkirnar verða að vinna saman." Gunnhildur telur að staða forsætisráðherrans sé afar þröng en formenn Moderaterna og Miðflokksins hafa kallað á eftir afsögn hans. „Jafnvel þó að Jafnaðarmenn eru stærsti flokkurinn verða þeir að leita yfir til borgaralegu blokkarinnar. Hann hefur verið að vinna að því undanförnum vikum en hann virðist geta hugsað sér að mynda sttjórn með Miðuflokknum og Frjálslyndum.“ Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Segir Svíþjóðardemókrata í oddastöðu Svíþjóðardemókratar eru í oddastöðu, þrátt fyrir að vera ekki líklegir til að sitja í ríkisstjórn, að sögn stjórnmálafræðings við háskólann í Malmö. Nýtt pólitískt landslag blasir við í Svíþjóð í framhaldi af þingkosningunum í dag en búist er við góðri kjörsókn og spennandi kosningum. 9. september 2018 13:05 Allt sem þú þarft að vita um sænsku kosningarnar: Stefnir í áframhaldandi minnihlutastjórn í Svíþjóð Svíar ganga að kjörborðinu 9. september næstkomandi. 5. september 2018 16:00 Löfven segir úrslitin vera dauða blokkapólitíkurinnar Sagði ekki af sér líkt og formaður Modertana hafði kallað eftir. 9. september 2018 22:47 Formaður Svíþjóðardemókrata segir flokkinn eiga eftir að ráða miklu um stefnu Svíþjóðar Flokkur hans hefur markað sér skýra stefnu gegn innflytjendum og hét Akesson því að nýta sér þennan meðbyr sem flokkurinn hans hefur fengið til aðgerða. 9. september 2018 21:49 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
Ulf Kristersson, formaður hægriflokksins Moderaterna, hefur farið fram á stjórnarmyndunarumboð eftir fund með leiðtogum borgaralegu flokkanna í Svíþjóð. Svíþjóðardemókratar hafa þegar óskað eftir viðræðum við borgaralegu blokkina en Gunnhildur Lily Magnúsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við háskólann í Malmö, segir það ekki hugnast borgaraflokkunum að vinna með Svíþjóðardemókrötum. „Jimmie Åkesson, formaður Svíþjóðardemókratanna, sendi út boð til borgaralegu blokkarinnar eða Moderaterna sem er stærsti flokkurinn og þeir hafa ekki samþykkt að ganga til samstarfs við Svíþjóðardemókrata,“ segir hún. Hinsvegar mun það reynast snúið að mynda ríkisstjórn án Svíþjóðardemókrata eða vinstriflokkanna sem mynda núverandi ríkisstjórn. „Borgaralega blokkin hefur það að sameiginlegu markmiði að koma ríkisstjórn Stefan Löfven frá völdum. Það er því ákaflega flókin staða ef að borgaralega blokkin vill ekki reiða sig á stuðning Svíþjóðardemókrata."Stefan Löfven, forsætisráðherra og formaður Jafnaðarmannaflokksins, sagði í ávarpi sínu í gærkvöldi að úrslitin mörkuðu dauða blokkastjórnmálanna. Hann bauð flokkunum á miðju og hægri væng stjórnmálanna til viðræðna strax í gærkvöldi en nú er ljóst að borgaralegu flokkarnir vilja gera það á sínum forsendum. Gunnhildur tekur undir með Löfven um dauða blokkastjórnmála. „Ég held að þetta sé að einhverju endalok blokkapólitíkurinnar í Svíþjóð,“ segir hún. „Svíþjóðardemókratar eru orðnir það stórir að þeir eru í raun þriðja blokkin og hinar tvær blokkirnar verða að vinna saman." Gunnhildur telur að staða forsætisráðherrans sé afar þröng en formenn Moderaterna og Miðflokksins hafa kallað á eftir afsögn hans. „Jafnvel þó að Jafnaðarmenn eru stærsti flokkurinn verða þeir að leita yfir til borgaralegu blokkarinnar. Hann hefur verið að vinna að því undanförnum vikum en hann virðist geta hugsað sér að mynda sttjórn með Miðuflokknum og Frjálslyndum.“
Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Segir Svíþjóðardemókrata í oddastöðu Svíþjóðardemókratar eru í oddastöðu, þrátt fyrir að vera ekki líklegir til að sitja í ríkisstjórn, að sögn stjórnmálafræðings við háskólann í Malmö. Nýtt pólitískt landslag blasir við í Svíþjóð í framhaldi af þingkosningunum í dag en búist er við góðri kjörsókn og spennandi kosningum. 9. september 2018 13:05 Allt sem þú þarft að vita um sænsku kosningarnar: Stefnir í áframhaldandi minnihlutastjórn í Svíþjóð Svíar ganga að kjörborðinu 9. september næstkomandi. 5. september 2018 16:00 Löfven segir úrslitin vera dauða blokkapólitíkurinnar Sagði ekki af sér líkt og formaður Modertana hafði kallað eftir. 9. september 2018 22:47 Formaður Svíþjóðardemókrata segir flokkinn eiga eftir að ráða miklu um stefnu Svíþjóðar Flokkur hans hefur markað sér skýra stefnu gegn innflytjendum og hét Akesson því að nýta sér þennan meðbyr sem flokkurinn hans hefur fengið til aðgerða. 9. september 2018 21:49 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
Segir Svíþjóðardemókrata í oddastöðu Svíþjóðardemókratar eru í oddastöðu, þrátt fyrir að vera ekki líklegir til að sitja í ríkisstjórn, að sögn stjórnmálafræðings við háskólann í Malmö. Nýtt pólitískt landslag blasir við í Svíþjóð í framhaldi af þingkosningunum í dag en búist er við góðri kjörsókn og spennandi kosningum. 9. september 2018 13:05
Allt sem þú þarft að vita um sænsku kosningarnar: Stefnir í áframhaldandi minnihlutastjórn í Svíþjóð Svíar ganga að kjörborðinu 9. september næstkomandi. 5. september 2018 16:00
Löfven segir úrslitin vera dauða blokkapólitíkurinnar Sagði ekki af sér líkt og formaður Modertana hafði kallað eftir. 9. september 2018 22:47
Formaður Svíþjóðardemókrata segir flokkinn eiga eftir að ráða miklu um stefnu Svíþjóðar Flokkur hans hefur markað sér skýra stefnu gegn innflytjendum og hét Akesson því að nýta sér þennan meðbyr sem flokkurinn hans hefur fengið til aðgerða. 9. september 2018 21:49