Svíar opnir fyrir því að kasta gömlu blokkapólitíkinni Atli Ísleifsson skrifar 11. september 2018 14:03 Ebba Busch Thor, leiðtogi Kristilegra demókrata, Ulf Kristersson, leiðtogi Moderaterna, Annie Lööf, leiðtogi Miðflokksins, og Jan Björklund, leiðtogi Frjálslyndra. Vísir/EPA Niðurstaða kosninganna í Svíþjóð kann að leiða til mikilla breytinga í sænskum stjórnmálum. Skoðanakönnun Inizio sem unnin var fyrir Aftonbladet bendir til að margir Svíar eru jákvæðir í garð ríkisstjórnar sem samanstæði af flokkum úr bæði rauðgrænu fylkingunni og bandalagi borgaralegu flokkanna. Samkvæmt könnuninni vilja 41 prósent aðspurðra að mynduð verði stjórn með flokkum úr báðum hefðbundnu blokkunum. 32 prósent segjast vilja sjá minnihlutastjórn borgaralegu flokkanna sem nyti stuðnings Svíþjóðardemókrata. Fjórtán prósent segjast svo vilja að stærsta blokkin leiði ríkisstjórn, burtséð frá því hvor blokkin sé stærri, en tíu prósent aðspurðra segjast ekki vita hvernig stjórn skuli mynda.Segir nauðsynlegt að jarða blokkapólitíkina Stefan Löfven, forsætisráðherra og leiðtogi Jafnaðarmanna, sagði á kosningakvöldinu að niðurstaða kosninganna yrði að túlka sem jarðarför gömlu blokkapólitíkurinnar. Nauðsynlegt væri fyrir að flokkana að geta unnið yfir miðju stjórnmálanna þegar kæmi að því verkefni að mynda ríkisstjórn. Löfven hefur sjálfur talað um það að hann vilji kanna að mynda stjórn með Miðflokknum og Frjálslyndum – flokkum sem báðir eru hluti bandalags borgaralegu flokkanna. Hann hefur þó fengið þau svör að þeir vilji að mynduð verði stjórn með Ulf Kristersson, leiðtoga hægriflokksins Moderaterna, í forsæti.Sammála hugmyndum Löfven Könnun Kantar SIFO bendir einnig til að Svíar séu jákvæðir í garð hugmynda Löfven um að brjóta upp blokkapólitíkina. Þannig greinir Expressen frá því að 64 prósent aðspurðra séu sammála slíkum hugmyndum. Enn er ekki búið að telja öll atkvæði, en eins og staðan er nú eru rauðgrænu flokkarnir með 144 þingsæti, en bandalag borgaralegu flokkanna 142. Þá eru Svíþjóðardemókratar með 63 þingsæti. Þing kemur saman þann 24. september næstkomandi þar sem fyrsta mál á dagskrá verður að kjósa nýjan þingforseta. Sá mun svo tilnefna forsætisráðherra og mun þingið greiða atkvæði um hann. Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Framhaldið er óljóst í Svíþjóð Hvorki vinstri- né hægriblokkin í Svíþjóð fékk meirihluta þingsæta vegna velgengni Svíþjóðardemókrata. Boði Svíþjóðardemókrata um viðræður var hafnað. 11. september 2018 05:30 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Sjá meira
Niðurstaða kosninganna í Svíþjóð kann að leiða til mikilla breytinga í sænskum stjórnmálum. Skoðanakönnun Inizio sem unnin var fyrir Aftonbladet bendir til að margir Svíar eru jákvæðir í garð ríkisstjórnar sem samanstæði af flokkum úr bæði rauðgrænu fylkingunni og bandalagi borgaralegu flokkanna. Samkvæmt könnuninni vilja 41 prósent aðspurðra að mynduð verði stjórn með flokkum úr báðum hefðbundnu blokkunum. 32 prósent segjast vilja sjá minnihlutastjórn borgaralegu flokkanna sem nyti stuðnings Svíþjóðardemókrata. Fjórtán prósent segjast svo vilja að stærsta blokkin leiði ríkisstjórn, burtséð frá því hvor blokkin sé stærri, en tíu prósent aðspurðra segjast ekki vita hvernig stjórn skuli mynda.Segir nauðsynlegt að jarða blokkapólitíkina Stefan Löfven, forsætisráðherra og leiðtogi Jafnaðarmanna, sagði á kosningakvöldinu að niðurstaða kosninganna yrði að túlka sem jarðarför gömlu blokkapólitíkurinnar. Nauðsynlegt væri fyrir að flokkana að geta unnið yfir miðju stjórnmálanna þegar kæmi að því verkefni að mynda ríkisstjórn. Löfven hefur sjálfur talað um það að hann vilji kanna að mynda stjórn með Miðflokknum og Frjálslyndum – flokkum sem báðir eru hluti bandalags borgaralegu flokkanna. Hann hefur þó fengið þau svör að þeir vilji að mynduð verði stjórn með Ulf Kristersson, leiðtoga hægriflokksins Moderaterna, í forsæti.Sammála hugmyndum Löfven Könnun Kantar SIFO bendir einnig til að Svíar séu jákvæðir í garð hugmynda Löfven um að brjóta upp blokkapólitíkina. Þannig greinir Expressen frá því að 64 prósent aðspurðra séu sammála slíkum hugmyndum. Enn er ekki búið að telja öll atkvæði, en eins og staðan er nú eru rauðgrænu flokkarnir með 144 þingsæti, en bandalag borgaralegu flokkanna 142. Þá eru Svíþjóðardemókratar með 63 þingsæti. Þing kemur saman þann 24. september næstkomandi þar sem fyrsta mál á dagskrá verður að kjósa nýjan þingforseta. Sá mun svo tilnefna forsætisráðherra og mun þingið greiða atkvæði um hann.
Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Framhaldið er óljóst í Svíþjóð Hvorki vinstri- né hægriblokkin í Svíþjóð fékk meirihluta þingsæta vegna velgengni Svíþjóðardemókrata. Boði Svíþjóðardemókrata um viðræður var hafnað. 11. september 2018 05:30 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Sjá meira
Framhaldið er óljóst í Svíþjóð Hvorki vinstri- né hægriblokkin í Svíþjóð fékk meirihluta þingsæta vegna velgengni Svíþjóðardemókrata. Boði Svíþjóðardemókrata um viðræður var hafnað. 11. september 2018 05:30
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent