Elmar sagði upp hjá Fréttablaðinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. september 2018 10:17 Elmar Hallgríms Hallgrímsson ætlar að leita á ný mið eftir eftirminnileg tvö og hálft ár hjá Torgi og 365. Vísir/Vilhelm Elmar Hallgríms Hallgrímsson hefur látið af störfum hjá Torgi ehf. sem rekur Fréttablaðið. Þetta staðfestir Elmar í samtali við Vísi. Elmar kvaddi samstarfsfólk sitt hjá fyrirtækinu í gær en hann hefur starfað hjá fyrirtækinu í á þriðja ár. Breytingin er ein nokkurra á skömmum tíma. Álfrún Pálsdóttir er hætt sem ritstjóri Glamour og þá hyggur Fréttablaðið á flutninga skrifstofa sinna í miðbæ Reykjavíkur, nánar tiltekið Hafnartorg á næstum vikum. Elmar var ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs 365 í mars 2016. Eftir kaup Vodafone á stærstum hluta 365 í lok árs í fyrra var Elmar með marga bolta á lofti sem stjórnandi hjá Torgi. Var hann yfir auglýsingasölu, sérblöðunum og sömuleiðis markaðsmálum um tíma. „Þetta hafa verið frábærir tímar og skemmtileg ævintýri. En nú er tími til að leita á ný mið,“ segir Elmar í samtali við Vísi en hann sagði upp störfum í sumar. Ekki ráðið í staðinn Eftir því sem Vísir kemst næst stendur ekki til að ráða í staðinn fyrir Elmar en verkefnum hans verður dreift á annað starfsfólk. Mun Kristín Þorsteinsdóttir, útgefandi Fréttablaðsins og fyrrverandi aðalritstjóri, taka við sérblöðunum og Jóhanna Helga Viðarsdóttir við auglýsingadeildinni. Eftir breytingarnar er framkvæmdastjórn Fréttablaðsins skipuð þeim Ingibjörgu Pálmadóttur, forstjóra Torgs sem á um 90% hlut í Torgi í gegnum félög sín, Kristínu Þorsteinsdóttur, Jóhönnu Helgu Viðarsdóttur og Sigrúnu Sigurjónsdóttur fjármálastjóra Torgs. Þetta kom fram í skipuriti sem var sent starfsfólki í gær. Fréttablaðið mun í október flytja skrifstofur sínar úr Skaftahlíð og á Hafnartorg í miðbæ Reykjavíkur. Starfsmenn fóru í skoðunarferð í nýju húsakynnin á föstudag. Þá kveður annar starfsmaður Torgs í dag en Álfrún Pálsdóttir, ritstjóri Glamour, hefur ritstýrt sínu síðasta blaði. Álfrún var lengi blaðamaður á Fréttablaðinu en leitar nú sömuleiðis á ný mið. Ekki liggur fyrir hver tekur við ritstjórn Glamour en Sunna Karen Sigurþórsdóttir, einn fjögurra ritstjóra Fréttablaðsins, mun stýra tímaritinu tímabundið hið minnsta. Þúsundþjalasmiður Óhætt er að segja að Elmar sé þúsundþjalasmiður eins og fram kom í tilkynningu þegar hann var ráðinn til 365 á sínum tíma. Hann er með LL.M gráðu frá University of Pennsylvania og embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands. Hann hefur lokið meistaranámi í fjármálum fyrirtækja og í viðskiptasiðfræði frá Háskóla Íslands, auk þess að hafa lokið prófi í verðbréfasviðskiptum og hafa leyfi til að starfa sem héraðsdómslögmaður. Þá var hann lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands þar sem hann hefur kennt m.a. fjármál, lögfræði, samningatækni, sáttamiðlun, viðskiptasiðfræði og stjórnarhætti fyrirtækja. Elmar hefur einnig undanfarið starfað hjá Arion banka og sem þjálfari hjá Dale Carnegie. Þá hefur Elmar m.a. setið í stjórn Samkeppniseftirlitsins, LÍN og ýmissa lífeyrissjóða. Fjölmiðlar Vistaskipti Tengdar fréttir Kristín hættir sem ritstjóri Fréttablaðsins Ritstjórar Fréttablaðsins verða alls fjórir. 6. júní 2018 12:55 Elmar ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs 365 Elmar Hallgríms Hallgrímsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá 365. 11. mars 2016 12:21 Mest lesið Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Viðskipti erlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Fleiri fréttir Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira
Elmar Hallgríms Hallgrímsson hefur látið af störfum hjá Torgi ehf. sem rekur Fréttablaðið. Þetta staðfestir Elmar í samtali við Vísi. Elmar kvaddi samstarfsfólk sitt hjá fyrirtækinu í gær en hann hefur starfað hjá fyrirtækinu í á þriðja ár. Breytingin er ein nokkurra á skömmum tíma. Álfrún Pálsdóttir er hætt sem ritstjóri Glamour og þá hyggur Fréttablaðið á flutninga skrifstofa sinna í miðbæ Reykjavíkur, nánar tiltekið Hafnartorg á næstum vikum. Elmar var ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs 365 í mars 2016. Eftir kaup Vodafone á stærstum hluta 365 í lok árs í fyrra var Elmar með marga bolta á lofti sem stjórnandi hjá Torgi. Var hann yfir auglýsingasölu, sérblöðunum og sömuleiðis markaðsmálum um tíma. „Þetta hafa verið frábærir tímar og skemmtileg ævintýri. En nú er tími til að leita á ný mið,“ segir Elmar í samtali við Vísi en hann sagði upp störfum í sumar. Ekki ráðið í staðinn Eftir því sem Vísir kemst næst stendur ekki til að ráða í staðinn fyrir Elmar en verkefnum hans verður dreift á annað starfsfólk. Mun Kristín Þorsteinsdóttir, útgefandi Fréttablaðsins og fyrrverandi aðalritstjóri, taka við sérblöðunum og Jóhanna Helga Viðarsdóttir við auglýsingadeildinni. Eftir breytingarnar er framkvæmdastjórn Fréttablaðsins skipuð þeim Ingibjörgu Pálmadóttur, forstjóra Torgs sem á um 90% hlut í Torgi í gegnum félög sín, Kristínu Þorsteinsdóttur, Jóhönnu Helgu Viðarsdóttur og Sigrúnu Sigurjónsdóttur fjármálastjóra Torgs. Þetta kom fram í skipuriti sem var sent starfsfólki í gær. Fréttablaðið mun í október flytja skrifstofur sínar úr Skaftahlíð og á Hafnartorg í miðbæ Reykjavíkur. Starfsmenn fóru í skoðunarferð í nýju húsakynnin á föstudag. Þá kveður annar starfsmaður Torgs í dag en Álfrún Pálsdóttir, ritstjóri Glamour, hefur ritstýrt sínu síðasta blaði. Álfrún var lengi blaðamaður á Fréttablaðinu en leitar nú sömuleiðis á ný mið. Ekki liggur fyrir hver tekur við ritstjórn Glamour en Sunna Karen Sigurþórsdóttir, einn fjögurra ritstjóra Fréttablaðsins, mun stýra tímaritinu tímabundið hið minnsta. Þúsundþjalasmiður Óhætt er að segja að Elmar sé þúsundþjalasmiður eins og fram kom í tilkynningu þegar hann var ráðinn til 365 á sínum tíma. Hann er með LL.M gráðu frá University of Pennsylvania og embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands. Hann hefur lokið meistaranámi í fjármálum fyrirtækja og í viðskiptasiðfræði frá Háskóla Íslands, auk þess að hafa lokið prófi í verðbréfasviðskiptum og hafa leyfi til að starfa sem héraðsdómslögmaður. Þá var hann lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands þar sem hann hefur kennt m.a. fjármál, lögfræði, samningatækni, sáttamiðlun, viðskiptasiðfræði og stjórnarhætti fyrirtækja. Elmar hefur einnig undanfarið starfað hjá Arion banka og sem þjálfari hjá Dale Carnegie. Þá hefur Elmar m.a. setið í stjórn Samkeppniseftirlitsins, LÍN og ýmissa lífeyrissjóða.
Fjölmiðlar Vistaskipti Tengdar fréttir Kristín hættir sem ritstjóri Fréttablaðsins Ritstjórar Fréttablaðsins verða alls fjórir. 6. júní 2018 12:55 Elmar ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs 365 Elmar Hallgríms Hallgrímsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá 365. 11. mars 2016 12:21 Mest lesið Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Viðskipti erlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Fleiri fréttir Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira
Kristín hættir sem ritstjóri Fréttablaðsins Ritstjórar Fréttablaðsins verða alls fjórir. 6. júní 2018 12:55
Elmar ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs 365 Elmar Hallgríms Hallgrímsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá 365. 11. mars 2016 12:21