Meistaradeildin hefst í kvöld með nýjum leiktímum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. september 2018 12:30 Sergio Ramos togar niður Mohamed Salah í úrslitaleiknum síðasta vor. Vísir/Getty Meistaradeildartímabilið hefst fyrir alvöru í kvöld þegar riðlakeppnin fer af stað með átta leikjum. Þeir munu hins vegar ekki fara fram á sama tíma eins og síðustu ár. Á því hefur orðið breyting. Leikirnir hafa undanfarin ár farið allir fram klukkan 18.45 (19.45 á vetrartíma) en UEFA ákvað að breyta því að skipta leikjum hvers dags upp í tvo hópa. Undantekningin undanfarin ár hafa verið leikir í Rússlandi, vegna tímamismunar, en núna geta aðdáendur Meistaradeildarinnar alltaf gengið að tveimur leikjum í þráðbeinni á bæði þriðjudegi og miðvikudegi.There's a big Champions League change that might have slipped under your radar.https://t.co/QmBAduMZNspic.twitter.com/CMGwG8JBgo — BBC Sport (@BBCSport) September 18, 2018Tveir leikir munu hefjast klukkan 16.55 á hverjum degi og restin af leikjunum verða síðan flautaðir á klukkan 19.00 að íslenskum tíma. Í kvöld verða leikir Internazionale-Tottenham og Barcelona-PSV klukkan 16.55 en hinir sex leikir dagsins hefjast klukkan 19.00. Stöð 2 Sport sýnir beint báða leikina í fyrri bálknum en í þeim seinni verða sýndir beint leikir Liverpool-PSG, Mónakó-Atletico Madrid og Club Brugge-Dortmund. Fimm leikir verða því í beinni á sportstöðvunum í kvöld. Manchester United er eina enska liðið sem mun aldrei spila snemma á deginum en tveir útileikir Tottenham (á móti Inter Milan og PSV Eindhoven) og einn útileikur hjá Manchester City (Hoffenheim) og Liverpool (Rauða stjarnan) verða spilaðir klukkan 17.00 (18.00 þegar breytt verður í vetrartíma). Manchester City, Manchester United, Liverpool og Tottenham spila aftur á móti alla heimaleiki í seinni bálknum, það er klukkan 19.00 eða 20.00 þegar vetrartíminn verður tekinn upp eftir 28. október. BBC tók saman hvaða leikir fara fram í fyrri bálknum á hverjum leikdegi Meistaradeildarinnar og má sjá þá hér fyrir neðan.Leikir í Meistaradeildinni sem fara fram klukkan 17.00 (klukkan 18.00 eftir 28. október)Fyrsta umferðÞriðjudagur 18. september B-riðill: Barcelona v PSV Eindhoven, Inter Milan v Tottenham HotspurMiðvikudagur 19. september E-riðill: Ajax v AEK Athens F-riðill: Shakhtar Donetsk v HoffenheimÖnnur umferðÞriðjudagur 2. október F-riðill: Hoffenheim v Manchester City H-riðill: Juventus v Young BoysMiðvikudagur 3. október C-riðill: Paris St-Germain v Red Star Belgrade D-riðill: Lokomotiv Moscow v SchalkeÞriðja umferðÞriðjudagur 23. október E-riðill: AEK Athens v Bayern Munich H-riðill: Young Boys v ValenciaMiðvikudagur 24. október A-riðill: Club Brugge v Monaco B-riðill: PSV Eindhoven v Tottenham HotspurFjórða umferðÞriðjudagur 6. nóvember A-riðill: Monaco v Club Brugge C-riðill: Red Star Belgrade v LiverpoolMiðvikudagur 7. nóvember G-riðill: CSKA Moscow v Roma H-riðill: Valencia v Young BoysFimmta umferðÞriðjudagur 27. nóvember E-riðill: AEK Athens v Ajax G-riðill: CSKA Moscow v Viktoria PlzenMiðvikudagur 28. nóvember A-riðill: Atletico Madrid v Monaco D-riðill: Lokomotiv Moscow v GalatasaraySjötta umferðÞriðjudagur 11. desember D-riðill: Galatasaray v Porto, Schalke v Lokomotiv MoscowMiðvikudagur 12. desember G-riðill: Real Madrid v CSKA Moscow, Viktoria Plzen v Roma Meistaradeild Evrópu Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Sjá meira
Meistaradeildartímabilið hefst fyrir alvöru í kvöld þegar riðlakeppnin fer af stað með átta leikjum. Þeir munu hins vegar ekki fara fram á sama tíma eins og síðustu ár. Á því hefur orðið breyting. Leikirnir hafa undanfarin ár farið allir fram klukkan 18.45 (19.45 á vetrartíma) en UEFA ákvað að breyta því að skipta leikjum hvers dags upp í tvo hópa. Undantekningin undanfarin ár hafa verið leikir í Rússlandi, vegna tímamismunar, en núna geta aðdáendur Meistaradeildarinnar alltaf gengið að tveimur leikjum í þráðbeinni á bæði þriðjudegi og miðvikudegi.There's a big Champions League change that might have slipped under your radar.https://t.co/QmBAduMZNspic.twitter.com/CMGwG8JBgo — BBC Sport (@BBCSport) September 18, 2018Tveir leikir munu hefjast klukkan 16.55 á hverjum degi og restin af leikjunum verða síðan flautaðir á klukkan 19.00 að íslenskum tíma. Í kvöld verða leikir Internazionale-Tottenham og Barcelona-PSV klukkan 16.55 en hinir sex leikir dagsins hefjast klukkan 19.00. Stöð 2 Sport sýnir beint báða leikina í fyrri bálknum en í þeim seinni verða sýndir beint leikir Liverpool-PSG, Mónakó-Atletico Madrid og Club Brugge-Dortmund. Fimm leikir verða því í beinni á sportstöðvunum í kvöld. Manchester United er eina enska liðið sem mun aldrei spila snemma á deginum en tveir útileikir Tottenham (á móti Inter Milan og PSV Eindhoven) og einn útileikur hjá Manchester City (Hoffenheim) og Liverpool (Rauða stjarnan) verða spilaðir klukkan 17.00 (18.00 þegar breytt verður í vetrartíma). Manchester City, Manchester United, Liverpool og Tottenham spila aftur á móti alla heimaleiki í seinni bálknum, það er klukkan 19.00 eða 20.00 þegar vetrartíminn verður tekinn upp eftir 28. október. BBC tók saman hvaða leikir fara fram í fyrri bálknum á hverjum leikdegi Meistaradeildarinnar og má sjá þá hér fyrir neðan.Leikir í Meistaradeildinni sem fara fram klukkan 17.00 (klukkan 18.00 eftir 28. október)Fyrsta umferðÞriðjudagur 18. september B-riðill: Barcelona v PSV Eindhoven, Inter Milan v Tottenham HotspurMiðvikudagur 19. september E-riðill: Ajax v AEK Athens F-riðill: Shakhtar Donetsk v HoffenheimÖnnur umferðÞriðjudagur 2. október F-riðill: Hoffenheim v Manchester City H-riðill: Juventus v Young BoysMiðvikudagur 3. október C-riðill: Paris St-Germain v Red Star Belgrade D-riðill: Lokomotiv Moscow v SchalkeÞriðja umferðÞriðjudagur 23. október E-riðill: AEK Athens v Bayern Munich H-riðill: Young Boys v ValenciaMiðvikudagur 24. október A-riðill: Club Brugge v Monaco B-riðill: PSV Eindhoven v Tottenham HotspurFjórða umferðÞriðjudagur 6. nóvember A-riðill: Monaco v Club Brugge C-riðill: Red Star Belgrade v LiverpoolMiðvikudagur 7. nóvember G-riðill: CSKA Moscow v Roma H-riðill: Valencia v Young BoysFimmta umferðÞriðjudagur 27. nóvember E-riðill: AEK Athens v Ajax G-riðill: CSKA Moscow v Viktoria PlzenMiðvikudagur 28. nóvember A-riðill: Atletico Madrid v Monaco D-riðill: Lokomotiv Moscow v GalatasaraySjötta umferðÞriðjudagur 11. desember D-riðill: Galatasaray v Porto, Schalke v Lokomotiv MoscowMiðvikudagur 12. desember G-riðill: Real Madrid v CSKA Moscow, Viktoria Plzen v Roma
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Sjá meira