Gámastíll og græðgisvæðing Magnús Jónsson skrifar 19. september 2018 07:00 Að mínu áliti er með núverandi skipulags- og byggingarstefnu á höfuðborgarsvæðinu, einkum innan Reykjavíkur, verið að fremja stórfelld umhverfisspjöll. Í meira en aldarfjórðung hef ég gagnrýnt hvernig heilu hverfin hafa verið skipulögð og byggð án þess að séð verði að tillit sé tekið til íslensks veðurfars eða landfræðilegrar legu landsins. Ofan á þetta bætist svo að einstakar byggingar eru þannig gerðar að þær geta skapað stórhættu við tilteknar veðuraðstæður. Nýlega hefur síðan komið fram að þessi skipulags- og byggingarstefna hefur verulega neikvæð áhrif á vellíðan fólks og jafnvel geðheilsu þess (sbr. rannsóknir dr. Páls Jakobs Líndal).Græðgi og skammsýni Það sem hefur ráðið för við uppbyggingu og skipulag í höfuðborginni er að mínu mati fyrst og fremst græðgi, tillitsleysi og skammsýni yfirvalda, hönnuða og byggingarverktaka. Þá hefur sú kenning að þétting byggðar sé ávallt til góðs leikið hér stórt hlutverk. Samt hefur verið sýnt fram á að háreist þétting byggðar getur oft skapað meiri vandamál en hún á að leysa. Græðgisvæðing miðbæjar Reykjavíkur (Skuggahverfi, Lækjargata og hafnarsvæðið) svo og Grandavegar, Höfðatorgs og Kringlusvæðisins verður örugglega til að rýra lífsgæði margra sem búa fyrir í þessum hverfum. T.d. með vindstrengjum, vindgný og skuggamyndun sem og frekari aukningu á umferðaröngþveiti og rykmengun vegna aukinnar umferðar. Borgarlína í einhverri mynd eða götuþrengingar munu ekki laga það nema að litlu leyti. Þessa skipulags- og háþéttingarstefnu mætti skilja ef hér á landi væri landrýmisskortur eða hér byggju margar milljónir manna. Hvorugu er þó til að dreifa. Í einu þéttbýlasta landi Evrópu, Hollandi, hef ég óvíða séð viðlíka skipulagslegan hrylling og hér og hef ég þó komið í allmargar borgir þar, jafnvel mörgum sinnum stærri en Reykjavík.Ferköntuð hugsun Með örfáum undantekningum eru nýju hverfin byggð í því sem ég kalla gámastíl. Einfaldir kassar, 5 til 20 hæða með flötum þökum sem ekki eru að neinu leyti í stíl við þá byggð sem fyrir er í borginni eða öðrum bæjum höfuðborgarsvæðisins. Jafnvel þótt verið sé að byggja við hliðina á eldri húsum er ekki reynt að hafa samfelldni í byggðinni eða ná fram heildarsvip. Gott dæmi um þetta eru fimm hæða gámastæðurnar sem reistar hafa verið sunnan við Útvarpshúsið, nánast skagandi út í Bústaðaveginn. Einhver hefði kannski reynt að taka tillit til þeirra formfallegu húsa sem byggð voru fyrir fáum áratugum litlu vestar við götuna. Sama má auðvitað segja um Skuggahverfið sem er svo skuggalegt að maður verður nánast þunglyndur af því að koma inn í það í bleytu og myrkri. Í fyrrahaust heimsótti ég minn gamla heimabæ, Uppsala í Svíþjóð sem er með álíka íbúafjölda og Reykjavík og Kópavogur saman. Á þeim 40 árum sem liðin eru síðan ég bjó þarna hefur mikið verið byggt, byggðin þétt og útvíkkuð. Þrennt vakti sérstaka athygli mína: Í fyrsta lagi hafa nánast engin háhýsi verið byggð í borginni og hvergi inni í grónum íbúðarhverfum. Í öðru lagi eru flest ný fjölbýlishús 3-5 hæðir í stíl við þau sem þar voru þegar ég átti þarna heima. Í þriðja lagi er húsagerðin meira og minna svipuð og hún var í borginni gömlu þar sem menn virðast taka tillit til þess að vindurinn streymir auðveldar yfir rislaga þök en flöt og að heppilegra sé að láta regnið og snjóinn renna af þökum húsanna en að gera flest þök að safnþró fyrir úrkomu, óhreinindi og gróður eins og gert er hér á höfuðborgarsvæðinu. Auk þess er Uppsala þrátt fyrir þéttinguna með urmul opinna grænna svæða sem fengið hafa frið fyrir græðgissinna skipulagsyfirvöldum og byggingarverktökum.Geðheilsa og vellíðan Nýlega hefur komið fram að gámastíllinn og háhýsin valda bæði vanlíðan og depurð hjá mörgum manninum. Er það í fullu samræmi við það sem ég las fyrir margt löngu, að fólki almennt, einkum börnum, liði mun betur í lágum húsum en háum. Þetta á örugglega enn frekar við hér en í öðrum löndum enda hér bæði vindasamara og skuggsælla (sólin lágt á lofti) en víðast hvar annars staðar. Auk þess ku lögun, litir og birta frá húsum skipta máli. Það er því að vonum að hér skulu heilu hverfin byggð svörtum eða dökkgráum háhýsum. Er ég ekki í nokkrum vafa um að slíkt umhverfi hefur mun meiri neikvæð áhrif á líðan fólks heldur en birtutími og stilling klukkunnar á sumar- eða vetrartíma.Lokaorð Fyrir rúmum fjórum áratugum tókst að bjarga Bernhöftstorfunni frá skammsýnum skipulagsyfirvöldum. Var það virkilega gert til þess að hálfri öld síðar verði búið að „rústa“ heildarsvip á Lækjargötunni með byggingu yfirgnæfandi gámakumbalda fyrir auðjöfra? Götu í hjarta borgarinnar þar sem fyrir standa mörg af sögufrægustu og fallegustu húsum hennar sem verða nú ofurliði borin af ljótleikanum. Manni blöskrar að sjá og reyna þau ósköp sem þarna eru að eiga sér stað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Að mínu áliti er með núverandi skipulags- og byggingarstefnu á höfuðborgarsvæðinu, einkum innan Reykjavíkur, verið að fremja stórfelld umhverfisspjöll. Í meira en aldarfjórðung hef ég gagnrýnt hvernig heilu hverfin hafa verið skipulögð og byggð án þess að séð verði að tillit sé tekið til íslensks veðurfars eða landfræðilegrar legu landsins. Ofan á þetta bætist svo að einstakar byggingar eru þannig gerðar að þær geta skapað stórhættu við tilteknar veðuraðstæður. Nýlega hefur síðan komið fram að þessi skipulags- og byggingarstefna hefur verulega neikvæð áhrif á vellíðan fólks og jafnvel geðheilsu þess (sbr. rannsóknir dr. Páls Jakobs Líndal).Græðgi og skammsýni Það sem hefur ráðið för við uppbyggingu og skipulag í höfuðborginni er að mínu mati fyrst og fremst græðgi, tillitsleysi og skammsýni yfirvalda, hönnuða og byggingarverktaka. Þá hefur sú kenning að þétting byggðar sé ávallt til góðs leikið hér stórt hlutverk. Samt hefur verið sýnt fram á að háreist þétting byggðar getur oft skapað meiri vandamál en hún á að leysa. Græðgisvæðing miðbæjar Reykjavíkur (Skuggahverfi, Lækjargata og hafnarsvæðið) svo og Grandavegar, Höfðatorgs og Kringlusvæðisins verður örugglega til að rýra lífsgæði margra sem búa fyrir í þessum hverfum. T.d. með vindstrengjum, vindgný og skuggamyndun sem og frekari aukningu á umferðaröngþveiti og rykmengun vegna aukinnar umferðar. Borgarlína í einhverri mynd eða götuþrengingar munu ekki laga það nema að litlu leyti. Þessa skipulags- og háþéttingarstefnu mætti skilja ef hér á landi væri landrýmisskortur eða hér byggju margar milljónir manna. Hvorugu er þó til að dreifa. Í einu þéttbýlasta landi Evrópu, Hollandi, hef ég óvíða séð viðlíka skipulagslegan hrylling og hér og hef ég þó komið í allmargar borgir þar, jafnvel mörgum sinnum stærri en Reykjavík.Ferköntuð hugsun Með örfáum undantekningum eru nýju hverfin byggð í því sem ég kalla gámastíl. Einfaldir kassar, 5 til 20 hæða með flötum þökum sem ekki eru að neinu leyti í stíl við þá byggð sem fyrir er í borginni eða öðrum bæjum höfuðborgarsvæðisins. Jafnvel þótt verið sé að byggja við hliðina á eldri húsum er ekki reynt að hafa samfelldni í byggðinni eða ná fram heildarsvip. Gott dæmi um þetta eru fimm hæða gámastæðurnar sem reistar hafa verið sunnan við Útvarpshúsið, nánast skagandi út í Bústaðaveginn. Einhver hefði kannski reynt að taka tillit til þeirra formfallegu húsa sem byggð voru fyrir fáum áratugum litlu vestar við götuna. Sama má auðvitað segja um Skuggahverfið sem er svo skuggalegt að maður verður nánast þunglyndur af því að koma inn í það í bleytu og myrkri. Í fyrrahaust heimsótti ég minn gamla heimabæ, Uppsala í Svíþjóð sem er með álíka íbúafjölda og Reykjavík og Kópavogur saman. Á þeim 40 árum sem liðin eru síðan ég bjó þarna hefur mikið verið byggt, byggðin þétt og útvíkkuð. Þrennt vakti sérstaka athygli mína: Í fyrsta lagi hafa nánast engin háhýsi verið byggð í borginni og hvergi inni í grónum íbúðarhverfum. Í öðru lagi eru flest ný fjölbýlishús 3-5 hæðir í stíl við þau sem þar voru þegar ég átti þarna heima. Í þriðja lagi er húsagerðin meira og minna svipuð og hún var í borginni gömlu þar sem menn virðast taka tillit til þess að vindurinn streymir auðveldar yfir rislaga þök en flöt og að heppilegra sé að láta regnið og snjóinn renna af þökum húsanna en að gera flest þök að safnþró fyrir úrkomu, óhreinindi og gróður eins og gert er hér á höfuðborgarsvæðinu. Auk þess er Uppsala þrátt fyrir þéttinguna með urmul opinna grænna svæða sem fengið hafa frið fyrir græðgissinna skipulagsyfirvöldum og byggingarverktökum.Geðheilsa og vellíðan Nýlega hefur komið fram að gámastíllinn og háhýsin valda bæði vanlíðan og depurð hjá mörgum manninum. Er það í fullu samræmi við það sem ég las fyrir margt löngu, að fólki almennt, einkum börnum, liði mun betur í lágum húsum en háum. Þetta á örugglega enn frekar við hér en í öðrum löndum enda hér bæði vindasamara og skuggsælla (sólin lágt á lofti) en víðast hvar annars staðar. Auk þess ku lögun, litir og birta frá húsum skipta máli. Það er því að vonum að hér skulu heilu hverfin byggð svörtum eða dökkgráum háhýsum. Er ég ekki í nokkrum vafa um að slíkt umhverfi hefur mun meiri neikvæð áhrif á líðan fólks heldur en birtutími og stilling klukkunnar á sumar- eða vetrartíma.Lokaorð Fyrir rúmum fjórum áratugum tókst að bjarga Bernhöftstorfunni frá skammsýnum skipulagsyfirvöldum. Var það virkilega gert til þess að hálfri öld síðar verði búið að „rústa“ heildarsvip á Lækjargötunni með byggingu yfirgnæfandi gámakumbalda fyrir auðjöfra? Götu í hjarta borgarinnar þar sem fyrir standa mörg af sögufrægustu og fallegustu húsum hennar sem verða nú ofurliði borin af ljótleikanum. Manni blöskrar að sjá og reyna þau ósköp sem þarna eru að eiga sér stað.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun