Gríðarleg fækkun Íslendinga á Kjammanum í Lundi Atli Ísleifsson skrifar 18. september 2018 20:30 Fyrir fimm árum var vart þverfótað fyrir Íslendingum í stúdentahverfi nokkru í háskólabænum Lundi í Svíþjóð. En eftir að barnaforgangur í stúdentaíbúðir var afnuminn heyrir nú til undantekninga að rekast á Íslending í hverfinu. Þeir eru ófáir Íslendingarnir sem hafa annað hvort sem námsmenn eða börn námsmanna búið í stúdentaíbúð við götuna Kämnärsvägen í norðausturhluta Lundar. Sú var tíðin að Íslendingar í stúdentaíbúðum hér við Kämnärsvägen í Lundi voru vel á annað hundrað á hverjum tíma. Nú eru Íslendingarnir í kringum tíu talsins og þeim fer enn fækkandi. Frá gömlu Ellefunni svokölluðu.Vísir/Egill Aðalsteinsson Forgangur barnafjölskyldna afnuminn Jón Þórir Þorvaldsson hefur búið á Kämnärsvägen, eða Kjammanum eins og hverfið hefur kallast meðal Íslendinga á svæðinu, ásamt eiginkonu sinni og tveimur dætrum frá árinu 2012. Hann útskrifast sem umhverfisverkfræðingur á næstunni og hyggst fjölskyldan því flytja aftur til Íslands. Jón Þórir segir að helsta skýring fækkunar Íslendinga í hverfinu sé að árið 2014 hafi forgangur fyrir barnafjölskyldur verið afnuminn. Þeir sem áttu börn og hugðu á háskólanám í Lundi áttu því ekki eins greiða leið að því að fá stærri námsmannaíbúð líkt og áður var. „Strax árið eftir hættir endurnýjunin sem var alltaf hérna. Einhverjir týndust út og aðrir komu inn. En það varð engin endurnýjun, það bara týndist fólk út,“ segir Jón Þórir. Einn garðanna á Kjammanum.Vísir/Egill Aðalsteinsson Leituðu út með börnin um leið og voraðiJón Þórir segir stemmninguna á Kjammanum hafa verið einstaka og að samfélag Íslendinga hafi verið gott. Yfir mesta vetrartímann hafi umgangurinn verið minni, en um leið og sólin birtist á vorin hafi sést til Íslendingana leita út í garðana með börnin. „Þá hittist maður hérna, grillaði, krakkarnir í öllum görðunum, þeir eru náttúrulega fimm hérna. Svo deildust þeir eitthvað niður. Jú það má náttúrulega kalla þetta Íslendingastemmningu. Hún var góð.“ En skyldi fjölskyldunni líða eins og síðasta bóndanum í dalnum?„Ég er aðeins búinn að hlæja að því að við verðum mögulega síðasti móhíkaninn eins og maður segir stundum.“ Dómkirkjan í Lundi.Vísir/egill aðalsteinsson Aðalbygging Háskólans í Lundi.Vísir/Egill Aðalsteinsson Svíþjóð Íslendingar erlendis Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Fleiri fréttir Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Sjá meira
Fyrir fimm árum var vart þverfótað fyrir Íslendingum í stúdentahverfi nokkru í háskólabænum Lundi í Svíþjóð. En eftir að barnaforgangur í stúdentaíbúðir var afnuminn heyrir nú til undantekninga að rekast á Íslending í hverfinu. Þeir eru ófáir Íslendingarnir sem hafa annað hvort sem námsmenn eða börn námsmanna búið í stúdentaíbúð við götuna Kämnärsvägen í norðausturhluta Lundar. Sú var tíðin að Íslendingar í stúdentaíbúðum hér við Kämnärsvägen í Lundi voru vel á annað hundrað á hverjum tíma. Nú eru Íslendingarnir í kringum tíu talsins og þeim fer enn fækkandi. Frá gömlu Ellefunni svokölluðu.Vísir/Egill Aðalsteinsson Forgangur barnafjölskyldna afnuminn Jón Þórir Þorvaldsson hefur búið á Kämnärsvägen, eða Kjammanum eins og hverfið hefur kallast meðal Íslendinga á svæðinu, ásamt eiginkonu sinni og tveimur dætrum frá árinu 2012. Hann útskrifast sem umhverfisverkfræðingur á næstunni og hyggst fjölskyldan því flytja aftur til Íslands. Jón Þórir segir að helsta skýring fækkunar Íslendinga í hverfinu sé að árið 2014 hafi forgangur fyrir barnafjölskyldur verið afnuminn. Þeir sem áttu börn og hugðu á háskólanám í Lundi áttu því ekki eins greiða leið að því að fá stærri námsmannaíbúð líkt og áður var. „Strax árið eftir hættir endurnýjunin sem var alltaf hérna. Einhverjir týndust út og aðrir komu inn. En það varð engin endurnýjun, það bara týndist fólk út,“ segir Jón Þórir. Einn garðanna á Kjammanum.Vísir/Egill Aðalsteinsson Leituðu út með börnin um leið og voraðiJón Þórir segir stemmninguna á Kjammanum hafa verið einstaka og að samfélag Íslendinga hafi verið gott. Yfir mesta vetrartímann hafi umgangurinn verið minni, en um leið og sólin birtist á vorin hafi sést til Íslendingana leita út í garðana með börnin. „Þá hittist maður hérna, grillaði, krakkarnir í öllum görðunum, þeir eru náttúrulega fimm hérna. Svo deildust þeir eitthvað niður. Jú það má náttúrulega kalla þetta Íslendingastemmningu. Hún var góð.“ En skyldi fjölskyldunni líða eins og síðasta bóndanum í dalnum?„Ég er aðeins búinn að hlæja að því að við verðum mögulega síðasti móhíkaninn eins og maður segir stundum.“ Dómkirkjan í Lundi.Vísir/egill aðalsteinsson Aðalbygging Háskólans í Lundi.Vísir/Egill Aðalsteinsson
Svíþjóð Íslendingar erlendis Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Fleiri fréttir Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Sjá meira