Landsmenn eyddu tæplega 90 milljónum á dag í Costco Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. september 2018 16:05 Ófáir lögðu leið sína í Costco í Kauptúni fyrstu mánuðina eftir opnun. VÍSIR/ANTON BRINK Á 101 daga tímabili, frá opnun Costco á Íslandi þann 23. maí í fyrra og fram til 31. ágúst sama ár, vörðu Íslendingar að meðaltali 86 milljón krónum á dag í versluninni. Heildarvelta Costco á þessu rúmlega þriggja mánaða tímabili var 8,65 milljarðar króna, samkvæmt ársreikningi Costco á Íslandi sem Viðskiptablaðið segist hafa undir höndum. Áreikningurinn nær frá 1. september 2016 fram til 31. ágúst 2017, en verslunin opnaði ekki í Kauptúni fyrr en undir lok maí 2017 sem fyrr segir. Sé velta þessara þriggja mánaða framreiknuð í heilsársveltu mætti ætla að Costco hafi velt næstum 30 milljörðum króna fyrsta árið á Íslandi. Slíkar reiknikúnstir gera þó ekki ráð fyrir því að meðaltalsveltan kunni að hafa minnkað eftir því sem lengra leið frá opnuninni. Í frétt VB er þessi áætlaða heildarvelta borin saman við smásölurisana á Íslandi, Festi og Haga. Fyrrnefnda félagið, sem rekur meðal annars Nóatún, Krónuna og Elko, velti tæplega 40 milljörðum króna á síðasta rekstrarári. Hagar, sem reka t.a.m. Bónus og Hagkaup, veltu 73 milljörðum. Meðal annarra upplýsinga sem fram koma í ársreikningnum að sögn VB er að rekstrartap Costco hafi numið 635 milljónum króna á síðasta reikningsári og að alls hafi verið 372 milljón króna tap af rekstri Costco á Íslandi á rekstrarárinu. Það hafi þó verið viðbúið að sögn stjórnar Costco enda hafi opnun verslunarinnar fylgt mikill kostnaður. Þá störfuðu 216 manns í fullu starfi hjá Costco á Íslandi og 181 í hlutastarfi. Eignir félagsins voru metnar á 11 milljarða króna, þar af voru bókfærð verð lóðar og fasteignar rúmlega 5 milljarða og áhöld og innréttingar voru metnar á rúmlega 800 milljónir. Costco Tengdar fréttir Mesti skellurinn vegna komu Costco hafi verið í júnímánuði Velta langflestra matvöruverslana á höfuðborgarsvæðinu hefur dregist saman eftir að Costco opnaði verslun sína í Kauptúni í Garðabæ í maí. Samdrátturinn er meiri en margir bjuggust við í upphafi. 8. júlí 2017 06:00 Svæðisstjóri Costco: „Þetta er stærsta opnunin frá því við komum til Evrópu árið 1993“ Verslunarrisinn Costco hefur selt 35 þúsund aðildarkort að versluninni. 21. maí 2017 20:46 Costco veitti ekki upplýsingar um veltu sína í júní Velta dagvöruverslana dróst saman um 3,6 prósent í júní frá sama mánuði í fyrra. 14. júlí 2017 10:00 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Sjá meira
Á 101 daga tímabili, frá opnun Costco á Íslandi þann 23. maí í fyrra og fram til 31. ágúst sama ár, vörðu Íslendingar að meðaltali 86 milljón krónum á dag í versluninni. Heildarvelta Costco á þessu rúmlega þriggja mánaða tímabili var 8,65 milljarðar króna, samkvæmt ársreikningi Costco á Íslandi sem Viðskiptablaðið segist hafa undir höndum. Áreikningurinn nær frá 1. september 2016 fram til 31. ágúst 2017, en verslunin opnaði ekki í Kauptúni fyrr en undir lok maí 2017 sem fyrr segir. Sé velta þessara þriggja mánaða framreiknuð í heilsársveltu mætti ætla að Costco hafi velt næstum 30 milljörðum króna fyrsta árið á Íslandi. Slíkar reiknikúnstir gera þó ekki ráð fyrir því að meðaltalsveltan kunni að hafa minnkað eftir því sem lengra leið frá opnuninni. Í frétt VB er þessi áætlaða heildarvelta borin saman við smásölurisana á Íslandi, Festi og Haga. Fyrrnefnda félagið, sem rekur meðal annars Nóatún, Krónuna og Elko, velti tæplega 40 milljörðum króna á síðasta rekstrarári. Hagar, sem reka t.a.m. Bónus og Hagkaup, veltu 73 milljörðum. Meðal annarra upplýsinga sem fram koma í ársreikningnum að sögn VB er að rekstrartap Costco hafi numið 635 milljónum króna á síðasta reikningsári og að alls hafi verið 372 milljón króna tap af rekstri Costco á Íslandi á rekstrarárinu. Það hafi þó verið viðbúið að sögn stjórnar Costco enda hafi opnun verslunarinnar fylgt mikill kostnaður. Þá störfuðu 216 manns í fullu starfi hjá Costco á Íslandi og 181 í hlutastarfi. Eignir félagsins voru metnar á 11 milljarða króna, þar af voru bókfærð verð lóðar og fasteignar rúmlega 5 milljarða og áhöld og innréttingar voru metnar á rúmlega 800 milljónir.
Costco Tengdar fréttir Mesti skellurinn vegna komu Costco hafi verið í júnímánuði Velta langflestra matvöruverslana á höfuðborgarsvæðinu hefur dregist saman eftir að Costco opnaði verslun sína í Kauptúni í Garðabæ í maí. Samdrátturinn er meiri en margir bjuggust við í upphafi. 8. júlí 2017 06:00 Svæðisstjóri Costco: „Þetta er stærsta opnunin frá því við komum til Evrópu árið 1993“ Verslunarrisinn Costco hefur selt 35 þúsund aðildarkort að versluninni. 21. maí 2017 20:46 Costco veitti ekki upplýsingar um veltu sína í júní Velta dagvöruverslana dróst saman um 3,6 prósent í júní frá sama mánuði í fyrra. 14. júlí 2017 10:00 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Sjá meira
Mesti skellurinn vegna komu Costco hafi verið í júnímánuði Velta langflestra matvöruverslana á höfuðborgarsvæðinu hefur dregist saman eftir að Costco opnaði verslun sína í Kauptúni í Garðabæ í maí. Samdrátturinn er meiri en margir bjuggust við í upphafi. 8. júlí 2017 06:00
Svæðisstjóri Costco: „Þetta er stærsta opnunin frá því við komum til Evrópu árið 1993“ Verslunarrisinn Costco hefur selt 35 þúsund aðildarkort að versluninni. 21. maí 2017 20:46
Costco veitti ekki upplýsingar um veltu sína í júní Velta dagvöruverslana dróst saman um 3,6 prósent í júní frá sama mánuði í fyrra. 14. júlí 2017 10:00