Landsmenn eyddu tæplega 90 milljónum á dag í Costco Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. september 2018 16:05 Ófáir lögðu leið sína í Costco í Kauptúni fyrstu mánuðina eftir opnun. VÍSIR/ANTON BRINK Á 101 daga tímabili, frá opnun Costco á Íslandi þann 23. maí í fyrra og fram til 31. ágúst sama ár, vörðu Íslendingar að meðaltali 86 milljón krónum á dag í versluninni. Heildarvelta Costco á þessu rúmlega þriggja mánaða tímabili var 8,65 milljarðar króna, samkvæmt ársreikningi Costco á Íslandi sem Viðskiptablaðið segist hafa undir höndum. Áreikningurinn nær frá 1. september 2016 fram til 31. ágúst 2017, en verslunin opnaði ekki í Kauptúni fyrr en undir lok maí 2017 sem fyrr segir. Sé velta þessara þriggja mánaða framreiknuð í heilsársveltu mætti ætla að Costco hafi velt næstum 30 milljörðum króna fyrsta árið á Íslandi. Slíkar reiknikúnstir gera þó ekki ráð fyrir því að meðaltalsveltan kunni að hafa minnkað eftir því sem lengra leið frá opnuninni. Í frétt VB er þessi áætlaða heildarvelta borin saman við smásölurisana á Íslandi, Festi og Haga. Fyrrnefnda félagið, sem rekur meðal annars Nóatún, Krónuna og Elko, velti tæplega 40 milljörðum króna á síðasta rekstrarári. Hagar, sem reka t.a.m. Bónus og Hagkaup, veltu 73 milljörðum. Meðal annarra upplýsinga sem fram koma í ársreikningnum að sögn VB er að rekstrartap Costco hafi numið 635 milljónum króna á síðasta reikningsári og að alls hafi verið 372 milljón króna tap af rekstri Costco á Íslandi á rekstrarárinu. Það hafi þó verið viðbúið að sögn stjórnar Costco enda hafi opnun verslunarinnar fylgt mikill kostnaður. Þá störfuðu 216 manns í fullu starfi hjá Costco á Íslandi og 181 í hlutastarfi. Eignir félagsins voru metnar á 11 milljarða króna, þar af voru bókfærð verð lóðar og fasteignar rúmlega 5 milljarða og áhöld og innréttingar voru metnar á rúmlega 800 milljónir. Costco Tengdar fréttir Mesti skellurinn vegna komu Costco hafi verið í júnímánuði Velta langflestra matvöruverslana á höfuðborgarsvæðinu hefur dregist saman eftir að Costco opnaði verslun sína í Kauptúni í Garðabæ í maí. Samdrátturinn er meiri en margir bjuggust við í upphafi. 8. júlí 2017 06:00 Svæðisstjóri Costco: „Þetta er stærsta opnunin frá því við komum til Evrópu árið 1993“ Verslunarrisinn Costco hefur selt 35 þúsund aðildarkort að versluninni. 21. maí 2017 20:46 Costco veitti ekki upplýsingar um veltu sína í júní Velta dagvöruverslana dróst saman um 3,6 prósent í júní frá sama mánuði í fyrra. 14. júlí 2017 10:00 Mest lesið Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Sjá meira
Á 101 daga tímabili, frá opnun Costco á Íslandi þann 23. maí í fyrra og fram til 31. ágúst sama ár, vörðu Íslendingar að meðaltali 86 milljón krónum á dag í versluninni. Heildarvelta Costco á þessu rúmlega þriggja mánaða tímabili var 8,65 milljarðar króna, samkvæmt ársreikningi Costco á Íslandi sem Viðskiptablaðið segist hafa undir höndum. Áreikningurinn nær frá 1. september 2016 fram til 31. ágúst 2017, en verslunin opnaði ekki í Kauptúni fyrr en undir lok maí 2017 sem fyrr segir. Sé velta þessara þriggja mánaða framreiknuð í heilsársveltu mætti ætla að Costco hafi velt næstum 30 milljörðum króna fyrsta árið á Íslandi. Slíkar reiknikúnstir gera þó ekki ráð fyrir því að meðaltalsveltan kunni að hafa minnkað eftir því sem lengra leið frá opnuninni. Í frétt VB er þessi áætlaða heildarvelta borin saman við smásölurisana á Íslandi, Festi og Haga. Fyrrnefnda félagið, sem rekur meðal annars Nóatún, Krónuna og Elko, velti tæplega 40 milljörðum króna á síðasta rekstrarári. Hagar, sem reka t.a.m. Bónus og Hagkaup, veltu 73 milljörðum. Meðal annarra upplýsinga sem fram koma í ársreikningnum að sögn VB er að rekstrartap Costco hafi numið 635 milljónum króna á síðasta reikningsári og að alls hafi verið 372 milljón króna tap af rekstri Costco á Íslandi á rekstrarárinu. Það hafi þó verið viðbúið að sögn stjórnar Costco enda hafi opnun verslunarinnar fylgt mikill kostnaður. Þá störfuðu 216 manns í fullu starfi hjá Costco á Íslandi og 181 í hlutastarfi. Eignir félagsins voru metnar á 11 milljarða króna, þar af voru bókfærð verð lóðar og fasteignar rúmlega 5 milljarða og áhöld og innréttingar voru metnar á rúmlega 800 milljónir.
Costco Tengdar fréttir Mesti skellurinn vegna komu Costco hafi verið í júnímánuði Velta langflestra matvöruverslana á höfuðborgarsvæðinu hefur dregist saman eftir að Costco opnaði verslun sína í Kauptúni í Garðabæ í maí. Samdrátturinn er meiri en margir bjuggust við í upphafi. 8. júlí 2017 06:00 Svæðisstjóri Costco: „Þetta er stærsta opnunin frá því við komum til Evrópu árið 1993“ Verslunarrisinn Costco hefur selt 35 þúsund aðildarkort að versluninni. 21. maí 2017 20:46 Costco veitti ekki upplýsingar um veltu sína í júní Velta dagvöruverslana dróst saman um 3,6 prósent í júní frá sama mánuði í fyrra. 14. júlí 2017 10:00 Mest lesið Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Sjá meira
Mesti skellurinn vegna komu Costco hafi verið í júnímánuði Velta langflestra matvöruverslana á höfuðborgarsvæðinu hefur dregist saman eftir að Costco opnaði verslun sína í Kauptúni í Garðabæ í maí. Samdrátturinn er meiri en margir bjuggust við í upphafi. 8. júlí 2017 06:00
Svæðisstjóri Costco: „Þetta er stærsta opnunin frá því við komum til Evrópu árið 1993“ Verslunarrisinn Costco hefur selt 35 þúsund aðildarkort að versluninni. 21. maí 2017 20:46
Costco veitti ekki upplýsingar um veltu sína í júní Velta dagvöruverslana dróst saman um 3,6 prósent í júní frá sama mánuði í fyrra. 14. júlí 2017 10:00