Ekkert til í því að lögreglan í Malmö hætti sér ekki inn á sum svæði Atli Ísleifsson skrifar 3. september 2018 20:30 Lögreglumaður í Malmö í Svíþjóð segir að öll umræða um að til séu sérstaklega skilgreind svæði, þar sem innflytjendur séu í meirihluta og lögreglan hættir sér ekki inn, sé stórlega ýkt. Svíar ganga til kosninga á sunnudaginn og hafa innflytjendamál og löggæslumál verið áberandi í kosningabaráttunni. Hugmyndin um að til séu sérstök svæði sem sænska lögreglan hættir sér ekki inn í er rakin aftur til ársins 2014 þegar pistlahöfundur í bresku dagblaði notaði hugtakið „no-go zones“ um 55 svæði sem sænska lögreglan hafði í skýrslu lýst sem „sérstaklega viðkvæmum svæðum“. Hverfum þar sem glæpatíðni er há, hlutfall atvinnulausra og þeirra sem njóta félagslegs stuðnings er hátt og innflytjendur eru í meirihluta.Trump og Svíþjóð Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur til að mynda verið tíðrætt um Svíþjóð og á síðasta ári dró hann upp mynd af landi þar sem yfirvöld hafi misst öll tök vegna mikils straums innflytjenda til landsins. Í Malmö eru þrjú svæði skilgreind sem sérstaklega viðkvæm svæði – Herrgården í Rosengård, Lindängen og Seveds plan. Síðustu ár hafa reglulega borist fréttir af skotárásum í Malmö og það sem af er ári hafa tíu manns látið lífið og á annan tug særst í slíkum árásum. Í yfirgnæfandi hluta tilvika hafa árásirnar tengst átökum glæpahópa.Glæpum fækkar en morðum fjölgar Erik Åberg, aðstoðarstöðvarstjóri í suðurumdæmi lögreglunnar í Malmö, segir í samtali við fréttastofu að umræðan í fjölmiðlum hafi mikið snúið að hverfinu Rosengård, en að það sé upplifun lögreglunnar að glæpum þar hafi þar fækkað og að víða hafi ástandið lagast mikið á síðustu árum. „Við erum hins vegar ekki að draga úr því að ofbeldi sem leiðir til dauða, skotárásir í almannarými, þá hefur þróunin verið neikvæð,“ segir Åberg. Sér í lagi hafi ástandið verið slæmt í hverfinu Lindängen þar sem flestar árásirnar hafi átt sér stað. Åberg segir að harkan í átökum glæpahópa í borgarinnar sé mikil og að eðli skotárása hafi þannig breyst að þar sem áður var kannski skotið til að hræða, þá sé það nú oftar gert til að særa eða hreinlega drepa. Lögregla þekki yfirleitt vel til þeirra sem verða fyrir árásum og þeirra sem þeir telja að standi fyrir þeim. Þó vilji fórnarlömb oft ekki aðstoða lögreglu við lausn mála sem torveldi alla rannsókn mála.Við Stortorget í MalmöVísir/Egill AðalsteinssonÝkt mynd dregin upp í erlendum fjölmiðlum Åberg segir að allt tal í erlendum fjölmiðlum um no-go-svæði fyrir lögregluna í Malmö sé stórlega ýkt. „Ég myndi vilja taka fram að við erum ekki með nein no-go-svæði hér. Það eru til svæði þar sem maður fer í útkall of þarf að hugsa taktískt vegna þess að skemmdir gætu verið unnar á bílnum eða þá að það sé einhver sem vill trufla inngrip okkar og svo framvegis. En við sinnum þessu samt sem áður,“ segir Åberg og bendir á að málum sé háttað á flestum öðrum stöðum í álfunni. Hann segir að lögregla, borgaryfirvöld og stjórnvöld vinni saman að því að bregðast við þróuninni, meðal annars með lagasetningu, aukinni sýnilegri löggæslu og með því að eiga samtal við aðila á ýmsum stigum samfélagsins. Donald Trump Norðurlönd Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Bandaríkjaforseti heldur áfram að ljúga um ímyndaða árás í Svíþjóð Trump segist hafa reynst hafa rétt fyrir sér um árás sem hann fullyrti að hefði átt sér stað í Svíþjóð í fyrra. Ekkert bendir til þess að svo sé. 7. mars 2018 09:41 Hafnar því að Svíþjóðardemókratar sé rasískur flokkur Frambjóðandi Svíþjóðardemókrata segir innflytjendur ekki þurfa að óttast fylgisaukningu flokksins. Þó vilji flokkurinn vísa ólöglegum innflytjendum og þeim sem fremji gróf brot úr landi. 2. september 2018 20:00 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
Lögreglumaður í Malmö í Svíþjóð segir að öll umræða um að til séu sérstaklega skilgreind svæði, þar sem innflytjendur séu í meirihluta og lögreglan hættir sér ekki inn, sé stórlega ýkt. Svíar ganga til kosninga á sunnudaginn og hafa innflytjendamál og löggæslumál verið áberandi í kosningabaráttunni. Hugmyndin um að til séu sérstök svæði sem sænska lögreglan hættir sér ekki inn í er rakin aftur til ársins 2014 þegar pistlahöfundur í bresku dagblaði notaði hugtakið „no-go zones“ um 55 svæði sem sænska lögreglan hafði í skýrslu lýst sem „sérstaklega viðkvæmum svæðum“. Hverfum þar sem glæpatíðni er há, hlutfall atvinnulausra og þeirra sem njóta félagslegs stuðnings er hátt og innflytjendur eru í meirihluta.Trump og Svíþjóð Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur til að mynda verið tíðrætt um Svíþjóð og á síðasta ári dró hann upp mynd af landi þar sem yfirvöld hafi misst öll tök vegna mikils straums innflytjenda til landsins. Í Malmö eru þrjú svæði skilgreind sem sérstaklega viðkvæm svæði – Herrgården í Rosengård, Lindängen og Seveds plan. Síðustu ár hafa reglulega borist fréttir af skotárásum í Malmö og það sem af er ári hafa tíu manns látið lífið og á annan tug særst í slíkum árásum. Í yfirgnæfandi hluta tilvika hafa árásirnar tengst átökum glæpahópa.Glæpum fækkar en morðum fjölgar Erik Åberg, aðstoðarstöðvarstjóri í suðurumdæmi lögreglunnar í Malmö, segir í samtali við fréttastofu að umræðan í fjölmiðlum hafi mikið snúið að hverfinu Rosengård, en að það sé upplifun lögreglunnar að glæpum þar hafi þar fækkað og að víða hafi ástandið lagast mikið á síðustu árum. „Við erum hins vegar ekki að draga úr því að ofbeldi sem leiðir til dauða, skotárásir í almannarými, þá hefur þróunin verið neikvæð,“ segir Åberg. Sér í lagi hafi ástandið verið slæmt í hverfinu Lindängen þar sem flestar árásirnar hafi átt sér stað. Åberg segir að harkan í átökum glæpahópa í borgarinnar sé mikil og að eðli skotárása hafi þannig breyst að þar sem áður var kannski skotið til að hræða, þá sé það nú oftar gert til að særa eða hreinlega drepa. Lögregla þekki yfirleitt vel til þeirra sem verða fyrir árásum og þeirra sem þeir telja að standi fyrir þeim. Þó vilji fórnarlömb oft ekki aðstoða lögreglu við lausn mála sem torveldi alla rannsókn mála.Við Stortorget í MalmöVísir/Egill AðalsteinssonÝkt mynd dregin upp í erlendum fjölmiðlum Åberg segir að allt tal í erlendum fjölmiðlum um no-go-svæði fyrir lögregluna í Malmö sé stórlega ýkt. „Ég myndi vilja taka fram að við erum ekki með nein no-go-svæði hér. Það eru til svæði þar sem maður fer í útkall of þarf að hugsa taktískt vegna þess að skemmdir gætu verið unnar á bílnum eða þá að það sé einhver sem vill trufla inngrip okkar og svo framvegis. En við sinnum þessu samt sem áður,“ segir Åberg og bendir á að málum sé háttað á flestum öðrum stöðum í álfunni. Hann segir að lögregla, borgaryfirvöld og stjórnvöld vinni saman að því að bregðast við þróuninni, meðal annars með lagasetningu, aukinni sýnilegri löggæslu og með því að eiga samtal við aðila á ýmsum stigum samfélagsins.
Donald Trump Norðurlönd Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Bandaríkjaforseti heldur áfram að ljúga um ímyndaða árás í Svíþjóð Trump segist hafa reynst hafa rétt fyrir sér um árás sem hann fullyrti að hefði átt sér stað í Svíþjóð í fyrra. Ekkert bendir til þess að svo sé. 7. mars 2018 09:41 Hafnar því að Svíþjóðardemókratar sé rasískur flokkur Frambjóðandi Svíþjóðardemókrata segir innflytjendur ekki þurfa að óttast fylgisaukningu flokksins. Þó vilji flokkurinn vísa ólöglegum innflytjendum og þeim sem fremji gróf brot úr landi. 2. september 2018 20:00 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
Bandaríkjaforseti heldur áfram að ljúga um ímyndaða árás í Svíþjóð Trump segist hafa reynst hafa rétt fyrir sér um árás sem hann fullyrti að hefði átt sér stað í Svíþjóð í fyrra. Ekkert bendir til þess að svo sé. 7. mars 2018 09:41
Hafnar því að Svíþjóðardemókratar sé rasískur flokkur Frambjóðandi Svíþjóðardemókrata segir innflytjendur ekki þurfa að óttast fylgisaukningu flokksins. Þó vilji flokkurinn vísa ólöglegum innflytjendum og þeim sem fremji gróf brot úr landi. 2. september 2018 20:00
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“