Verðstríð, færri ferðamenn og minni eyðsla veldur áhyggjum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. september 2018 20:45 Ferðaþjónustaðilar á Norðurlandi hafa áhyggur af því að ofan á fækkun ferðamanna á landsbyggðinni eyði hver og einn þeirra minna en áður. Það hvað Ísland sé dýr áfangastaður leiði til þess að fleiri ferðamenn haldi sig við Suðvesturhornið og láti það eiga sig að halda út á land.Greint var frá því á fréttavefnum Túrista.is að samdráttur hafi verið á fjölda gistinátta útlendinga hér á landi í júlí miðað við júlí í fyrra. Samdrátturinn nær til allra landsvæða nema Suðurlands og er hann mestur á Norður- og Austurlandi, á milli 10 og 12 prósent á milli ára.Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands telur að skýringuna megi rekja til þess að dýrt sé fyrir ferðamenn að lengja ferðir sínar hér á landi til þess að fara út fyrir Suðvesturhornið. „Það er lengra að koma út á land, Austurland, Norðurland og Vestfirðir finna vel fyrir því að ferðahegðunin er að breytast. Það hefur verið minni vöxtur núna í ár en undanfarin ár,“ segir Arnheiður.Arnheiður Jóhannsdóttir er framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands.Mynd/SamsettGæti orðið erfitt fyrir minni aðila en bjartsýni gætir þó Af þessu hafa ferðaþjónuaðilar á Norðurlandi áhyggjur og barist er um hvern kúnna. „Það hefur verið ákveðið verðstríð í sumar, barátta um hvern aðila sem er. Menn hafa verið að lækka verð hjá sér. Það er ekki bara það að það hafi verið að fækka ferðamönnum heldur er að verða minna sem kemur frá hverjum þeirra,“ segir Arnheiður. Ljóst sé að vegna þess geti minni aðilar á markaði lenti í erfiðleikum og að mögulega muni koma til samþjöppunar á ferðaþjónustumarkaði á Norðurlandi. Því sé til að mynd mjög horft til millilandaflugs frá Bretlandi til Akureyrar á vegum bresku ferðaskrifstofunnar Super Break sem hefst á ný í vetur, en tvöfalda á fjölda ferða frá síðasta vetri, úr 14 í 29. „Við eigum eftir að sjá einhverjar breytingar verða í vetur en svo erum við líka að sjá aukna bjartsýni afþví að við höfum verið að ná inn flugi yfir vetrartímann og það skiptir okkur miklu máli að ná að lengja ferðamannatímann að þetta sé ekki bara þriggja mánaða toppur sem menn þurfa að lifa á,“ segir Arnheiður. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Bakslag í ferðaþjónustunni verulegt áhyggjuefni Bjarnheiður Hallsdóttir telur samdráttinn beintengdan styrkingu krónunnar. 5. september 2018 11:00 Varla sofnuð eftir fagnaðarlætin þegar fréttist af flugvélinni sveimandi yfir Akureyri Nauðsynlegt er að Akureyrarflugvöllur verði búinn blindaðflugsbúnaði til þess að koma í veg fyrir að atvik líkt og það sem gerðist í gær þegar flugvél Enter Air gat ekki lent á vellinum vegna veðurs endurtaki sig 16. janúar 2018 12:39 Forgangsatriði að laga flug- og vegasamgöngur Framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands segir að öflug ferðaþjónusta sé forsenda þess að hægt sé að halda úti byggð á öllu Norðurlandi. Hún segir það vera forgangsatriði að laga flug- og vegasamgöngur á svæðinu. 13. maí 2018 19:04 Mest lesið Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Ferðaþjónustaðilar á Norðurlandi hafa áhyggur af því að ofan á fækkun ferðamanna á landsbyggðinni eyði hver og einn þeirra minna en áður. Það hvað Ísland sé dýr áfangastaður leiði til þess að fleiri ferðamenn haldi sig við Suðvesturhornið og láti það eiga sig að halda út á land.Greint var frá því á fréttavefnum Túrista.is að samdráttur hafi verið á fjölda gistinátta útlendinga hér á landi í júlí miðað við júlí í fyrra. Samdrátturinn nær til allra landsvæða nema Suðurlands og er hann mestur á Norður- og Austurlandi, á milli 10 og 12 prósent á milli ára.Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands telur að skýringuna megi rekja til þess að dýrt sé fyrir ferðamenn að lengja ferðir sínar hér á landi til þess að fara út fyrir Suðvesturhornið. „Það er lengra að koma út á land, Austurland, Norðurland og Vestfirðir finna vel fyrir því að ferðahegðunin er að breytast. Það hefur verið minni vöxtur núna í ár en undanfarin ár,“ segir Arnheiður.Arnheiður Jóhannsdóttir er framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands.Mynd/SamsettGæti orðið erfitt fyrir minni aðila en bjartsýni gætir þó Af þessu hafa ferðaþjónuaðilar á Norðurlandi áhyggjur og barist er um hvern kúnna. „Það hefur verið ákveðið verðstríð í sumar, barátta um hvern aðila sem er. Menn hafa verið að lækka verð hjá sér. Það er ekki bara það að það hafi verið að fækka ferðamönnum heldur er að verða minna sem kemur frá hverjum þeirra,“ segir Arnheiður. Ljóst sé að vegna þess geti minni aðilar á markaði lenti í erfiðleikum og að mögulega muni koma til samþjöppunar á ferðaþjónustumarkaði á Norðurlandi. Því sé til að mynd mjög horft til millilandaflugs frá Bretlandi til Akureyrar á vegum bresku ferðaskrifstofunnar Super Break sem hefst á ný í vetur, en tvöfalda á fjölda ferða frá síðasta vetri, úr 14 í 29. „Við eigum eftir að sjá einhverjar breytingar verða í vetur en svo erum við líka að sjá aukna bjartsýni afþví að við höfum verið að ná inn flugi yfir vetrartímann og það skiptir okkur miklu máli að ná að lengja ferðamannatímann að þetta sé ekki bara þriggja mánaða toppur sem menn þurfa að lifa á,“ segir Arnheiður.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Bakslag í ferðaþjónustunni verulegt áhyggjuefni Bjarnheiður Hallsdóttir telur samdráttinn beintengdan styrkingu krónunnar. 5. september 2018 11:00 Varla sofnuð eftir fagnaðarlætin þegar fréttist af flugvélinni sveimandi yfir Akureyri Nauðsynlegt er að Akureyrarflugvöllur verði búinn blindaðflugsbúnaði til þess að koma í veg fyrir að atvik líkt og það sem gerðist í gær þegar flugvél Enter Air gat ekki lent á vellinum vegna veðurs endurtaki sig 16. janúar 2018 12:39 Forgangsatriði að laga flug- og vegasamgöngur Framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands segir að öflug ferðaþjónusta sé forsenda þess að hægt sé að halda úti byggð á öllu Norðurlandi. Hún segir það vera forgangsatriði að laga flug- og vegasamgöngur á svæðinu. 13. maí 2018 19:04 Mest lesið Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Bakslag í ferðaþjónustunni verulegt áhyggjuefni Bjarnheiður Hallsdóttir telur samdráttinn beintengdan styrkingu krónunnar. 5. september 2018 11:00
Varla sofnuð eftir fagnaðarlætin þegar fréttist af flugvélinni sveimandi yfir Akureyri Nauðsynlegt er að Akureyrarflugvöllur verði búinn blindaðflugsbúnaði til þess að koma í veg fyrir að atvik líkt og það sem gerðist í gær þegar flugvél Enter Air gat ekki lent á vellinum vegna veðurs endurtaki sig 16. janúar 2018 12:39
Forgangsatriði að laga flug- og vegasamgöngur Framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands segir að öflug ferðaþjónusta sé forsenda þess að hægt sé að halda úti byggð á öllu Norðurlandi. Hún segir það vera forgangsatriði að laga flug- og vegasamgöngur á svæðinu. 13. maí 2018 19:04