Icelandair bregst við hækkandi olíuverði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. ágúst 2018 22:23 Málefni Icelandair hafa verið fyrirferðarmikil í fréttum undanfarnar vikur. Vísir/Vilhelm Icelandair hefur tilkynnt umboðs- og söluaðilum sem eru í samstarfi við félagið að félagið hyggist hækka eldsneytisálag á flugmiðum félagsins frá og með 1. september næstkomandi. Breytingin tekur því gildi á laugardaginn en samkvæmt heimildum fréttastofu mun eldsneytisálagið hækka á hvern farþega á flugleiðum frá Bandaríkjunum til Íslands um sex dollara á hverjum flugglegg, eða um 650 krónur. Samkvæmt gildandi gjaldskrá er eldsneytisálag Icelandair á flugleiðum frá Bandaríkjunum og til Íslands 64 dollarar, um 6.800 krónur, á hvern farþega en verður frá og með 1. september 70 dollarar, um 7.500 krónur. Þá mun eldsneytisálagið einnig hækka á flugleiðum frá Kanada til Íslands, mun það fara úr 88 kanadadollurum, 7.250 krónum yfir í 97 kanadadollara, um 8.000 krónur og nemur hækkunin því um 750 krónum á hvern fluglegg. Sölu- og umboðsaðilum var tilkynnt um hækkunina í dag en sem fyrr segir mun hún taka gildi á laugardaginn. Líklegt má telja að ákvörðun félagsins um hækkun á eldsneytisálagi sé liður í því að snúa við gengi félagsins eftir erfiða mánuði að undanförnu, sem meðal annars má rekja til hækkandi eldsneytisverðs. Starfandi forstjóri félagsins sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að markaðs- og sölustarf félagsins yrði allt tekið til endurskoðunar en leit stendur nú yfir að nýjum forstjóra eftir að Björgólfur Jóhannsson sagði upp störfum fyrr í vikunni. Fréttir af flugi Icelandair Neytendur Tengdar fréttir Icelandair flytur störf til útlanda Áhafnir verða þá áfram íslenskar. 30. ágúst 2018 11:17 Segir að rekja megi vanda Icelandair til þess að stóru flugfélögin séu hætt að hunsa félagið Vandi Icelandair er fólgin í því að offramboð er á flugsætum á flugleiðum félagsins að mati sérfræðings. Segir hann einnig að stóru flugfélögin sem fljúgi milli Evrópu og Bandaríkjanna séu hætt að hunsa Icelandair. 29. ágúst 2018 14:27 Dýr olía þyngir róður evrópskra félaga Afkoma evrópskra flugfélaga fer versnandi vegna hækkunar á olíuverði og launum. Greinandi segir mörg flugfélög þurfa nauðsynlega á því að halda að flugfargjöld hækki. Fjárfestar og stjórnendur flugfélaga telja sameiningar á evrópskum flugmarkaði óumflýjanlegar. 29. ágúst 2018 08:00 Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Icelandair hefur tilkynnt umboðs- og söluaðilum sem eru í samstarfi við félagið að félagið hyggist hækka eldsneytisálag á flugmiðum félagsins frá og með 1. september næstkomandi. Breytingin tekur því gildi á laugardaginn en samkvæmt heimildum fréttastofu mun eldsneytisálagið hækka á hvern farþega á flugleiðum frá Bandaríkjunum til Íslands um sex dollara á hverjum flugglegg, eða um 650 krónur. Samkvæmt gildandi gjaldskrá er eldsneytisálag Icelandair á flugleiðum frá Bandaríkjunum og til Íslands 64 dollarar, um 6.800 krónur, á hvern farþega en verður frá og með 1. september 70 dollarar, um 7.500 krónur. Þá mun eldsneytisálagið einnig hækka á flugleiðum frá Kanada til Íslands, mun það fara úr 88 kanadadollurum, 7.250 krónum yfir í 97 kanadadollara, um 8.000 krónur og nemur hækkunin því um 750 krónum á hvern fluglegg. Sölu- og umboðsaðilum var tilkynnt um hækkunina í dag en sem fyrr segir mun hún taka gildi á laugardaginn. Líklegt má telja að ákvörðun félagsins um hækkun á eldsneytisálagi sé liður í því að snúa við gengi félagsins eftir erfiða mánuði að undanförnu, sem meðal annars má rekja til hækkandi eldsneytisverðs. Starfandi forstjóri félagsins sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að markaðs- og sölustarf félagsins yrði allt tekið til endurskoðunar en leit stendur nú yfir að nýjum forstjóra eftir að Björgólfur Jóhannsson sagði upp störfum fyrr í vikunni.
Fréttir af flugi Icelandair Neytendur Tengdar fréttir Icelandair flytur störf til útlanda Áhafnir verða þá áfram íslenskar. 30. ágúst 2018 11:17 Segir að rekja megi vanda Icelandair til þess að stóru flugfélögin séu hætt að hunsa félagið Vandi Icelandair er fólgin í því að offramboð er á flugsætum á flugleiðum félagsins að mati sérfræðings. Segir hann einnig að stóru flugfélögin sem fljúgi milli Evrópu og Bandaríkjanna séu hætt að hunsa Icelandair. 29. ágúst 2018 14:27 Dýr olía þyngir róður evrópskra félaga Afkoma evrópskra flugfélaga fer versnandi vegna hækkunar á olíuverði og launum. Greinandi segir mörg flugfélög þurfa nauðsynlega á því að halda að flugfargjöld hækki. Fjárfestar og stjórnendur flugfélaga telja sameiningar á evrópskum flugmarkaði óumflýjanlegar. 29. ágúst 2018 08:00 Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Segir að rekja megi vanda Icelandair til þess að stóru flugfélögin séu hætt að hunsa félagið Vandi Icelandair er fólgin í því að offramboð er á flugsætum á flugleiðum félagsins að mati sérfræðings. Segir hann einnig að stóru flugfélögin sem fljúgi milli Evrópu og Bandaríkjanna séu hætt að hunsa Icelandair. 29. ágúst 2018 14:27
Dýr olía þyngir róður evrópskra félaga Afkoma evrópskra flugfélaga fer versnandi vegna hækkunar á olíuverði og launum. Greinandi segir mörg flugfélög þurfa nauðsynlega á því að halda að flugfargjöld hækki. Fjárfestar og stjórnendur flugfélaga telja sameiningar á evrópskum flugmarkaði óumflýjanlegar. 29. ágúst 2018 08:00