Birta myndband sem sýnir afleiðingar alvarlegasta utanvegaakstursmáls sumarsins Birgir Olgeirsson skrifar 22. ágúst 2018 15:09 Aðstandendur Vatnajökulsþjóðgarðs hafa sent frá sér myndband sem sýnir afleiðingar utan vega aksturs erlendra ferðamanna á Breiðamerkursandi. Atvikið átti sér stað síðastliðinn sunnudag en í færslunni á Facebook-síðu þjóðgarðsins er tekið fram að um alvarlegasta utan vega akstursmál sumarsins sé að ræða. Eru ferðamennirnir sagðir hafa valdið skemmdum á um sex hektara svæði. Förin eru að mestu í sandi sem sjór gengur þó ekki upp á nema í mestu óveðrum. Þau för sem í sandinum liggja munu ekki lagast af náttúrunnar hendi fyrr en að vetri loknum. Er því haldið fram að þau muni valda auknu sandfoki þangað til.För sem munu sjáfst um ókomin ár „Það sem er þó verra er að förin liggja í slaufum upp sandölduna og um hálfgróinn mel. Munu landverðir reyna sitt besta við að laga þau för sem þangað ná, en engu að síður munu þau sjást um ókomin ár,“ segir í færslunni. Í heildina ná utan vega akstursförin 1,3 kílómetra í beinni loftlínu út frá vel afmörkuðu bílastæðinu, sem er sagt sýna einbeittan brotavilja ökumannanna. Ökumennirnir hafa þó ekið mun lengra en 2,6 kílómetra utan vegar þar sem inni í þeirri tölu eru til að mynda ekki allar þær slaufur sem þeir óku. „Eru landverðir miður sín að sjá vinnu sumarsins við að afmá utanvegarakstursför á þessu svæði hverfa í einni svipan. En eru þó ánægðir að afmörkun bílastæðisins, sem unnin hefur verið í sumar, er að skila sér í færri utanvegarakstursmálum og förum á þessu tiltekna stað innan svæðisins. Einnig er gott að vita til þess að ökumennirnir hafa þurft að svara fyrir brot sín,“ segir í færslunni.1,4 milljón króna sekt Lögreglan á Norðurlandi eystra sektaði erlendu ferðamennina um 1,4 milljónir króna vegna utanvegaakstursins á Breiðamerkursandi og í friðlandinu við Grafarlönd á öskjuleið en 25 voru í hópnum á sjö bílum. Í tilkynningu frá lögreglu kom fram að ökutækjunum sjö var ekki öllum ekið utan vegar í þessum tilvikum en hópur ferðaðist saman sem ein heild og tjón á landi af völdum fjögurra bifreiða staðfest. Við rannsókn málsins kom fram hjá aðilum máls, að um kunnáttuleysi og vanþekkingu hefði verið að ræða og var beðist afsökunar og fyrirgefningar vegna þess tjóns sem unnið var. Viðkomandi ferðamenn óskuðu þess jafnframt að fá að aðstoða við lagfæringar þess lands sem varð fyrir tjóni, en var það mat landvarða að betra væri að fá til verksins sértækan búnað og fólk. Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Aðstandendur Vatnajökulsþjóðgarðs hafa sent frá sér myndband sem sýnir afleiðingar utan vega aksturs erlendra ferðamanna á Breiðamerkursandi. Atvikið átti sér stað síðastliðinn sunnudag en í færslunni á Facebook-síðu þjóðgarðsins er tekið fram að um alvarlegasta utan vega akstursmál sumarsins sé að ræða. Eru ferðamennirnir sagðir hafa valdið skemmdum á um sex hektara svæði. Förin eru að mestu í sandi sem sjór gengur þó ekki upp á nema í mestu óveðrum. Þau för sem í sandinum liggja munu ekki lagast af náttúrunnar hendi fyrr en að vetri loknum. Er því haldið fram að þau muni valda auknu sandfoki þangað til.För sem munu sjáfst um ókomin ár „Það sem er þó verra er að förin liggja í slaufum upp sandölduna og um hálfgróinn mel. Munu landverðir reyna sitt besta við að laga þau för sem þangað ná, en engu að síður munu þau sjást um ókomin ár,“ segir í færslunni. Í heildina ná utan vega akstursförin 1,3 kílómetra í beinni loftlínu út frá vel afmörkuðu bílastæðinu, sem er sagt sýna einbeittan brotavilja ökumannanna. Ökumennirnir hafa þó ekið mun lengra en 2,6 kílómetra utan vegar þar sem inni í þeirri tölu eru til að mynda ekki allar þær slaufur sem þeir óku. „Eru landverðir miður sín að sjá vinnu sumarsins við að afmá utanvegarakstursför á þessu svæði hverfa í einni svipan. En eru þó ánægðir að afmörkun bílastæðisins, sem unnin hefur verið í sumar, er að skila sér í færri utanvegarakstursmálum og förum á þessu tiltekna stað innan svæðisins. Einnig er gott að vita til þess að ökumennirnir hafa þurft að svara fyrir brot sín,“ segir í færslunni.1,4 milljón króna sekt Lögreglan á Norðurlandi eystra sektaði erlendu ferðamennina um 1,4 milljónir króna vegna utanvegaakstursins á Breiðamerkursandi og í friðlandinu við Grafarlönd á öskjuleið en 25 voru í hópnum á sjö bílum. Í tilkynningu frá lögreglu kom fram að ökutækjunum sjö var ekki öllum ekið utan vegar í þessum tilvikum en hópur ferðaðist saman sem ein heild og tjón á landi af völdum fjögurra bifreiða staðfest. Við rannsókn málsins kom fram hjá aðilum máls, að um kunnáttuleysi og vanþekkingu hefði verið að ræða og var beðist afsökunar og fyrirgefningar vegna þess tjóns sem unnið var. Viðkomandi ferðamenn óskuðu þess jafnframt að fá að aðstoða við lagfæringar þess lands sem varð fyrir tjóni, en var það mat landvarða að betra væri að fá til verksins sértækan búnað og fólk.
Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira