Tyrkir búa sig undir það versta eftir yfirlýsingagleði Erdogans Jóhann Óli Eiðsson skrifar 13. ágúst 2018 06:00 Recep Tayyip Erdogan heilsar stuðningsfólki sínu í Bayburt. Þar flutti hann eitt sinna umdeildu ávarpa. Vísir/epa Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, lét engan bilbug á sér finna um helgina og sendi Bandaríkjunum tóninn í yfirlýsingum sínum. Óvíst er hvort það dugi til en tyrkneska líran féll um nærri fimmtung á föstudag eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kynnti þvingunaraðgerðir gegn Tyrklandi. Á föstudag tísti Donald Trump að hann hygðist hækka tolla á ál og stál frá Tyrklandi. Tollar fyrir álið yrðu tuttugu prósent en fimmtíu prósent fyrir stálið. Gripið var til aðgerðanna eftir að Tyrkir neituðu að láta bandarískan klerk úr haldi sem sakfelldur hafði verið fyrir þátt sinn í valdaránstilrauninni í Tyrklandi fyrir tveimur árum síðan. Yfir helgina flutti tyrkneski forsetinn þrjú ávörp í tilraun sinni til að ná tökum á stöðunni. Í ávörpunum réðst hann meðal annars gegn Bandaríkjunum og hótaði því að Tyrkir myndu finna sér nýjan bandamann í þeirra stað. Þá útilokaði hann að hækka stýrivexti og þá útilokaði hann einnig þann möguleika að Tyrkland myndi leita á náðir alþjóðlegra stofnana ef allt færi á versta veg. Að auki kallaði hann eftir því að íbúar Tyrklands myndu selja erlendan gjaldeyri og kaupa lírur til að styrkja stöðu lírunnar en frá árinu 2016 hefur verðgildi lírunnar rýrst mjög eða um helming gagnvart dollar og evru.I have just authorized a doubling of Tariffs on Steel and Aluminum with respect to Turkey as their currency, the Turkish Lira, slides rapidly downward against our very strong Dollar! Aluminum will now be 20% and Steel 50%. Our relations with Turkey are not good at this time!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 10, 2018 Þau skilaboð sem Erdogan sendi í ræðum sínum voru þveröfug miðað við það sem fjárfestar höfðu vonast eftir. Í viðtölum við Bloomberg líktu sumir þeim við það að skvetta bensíni á bál. Mjög hefur hægst á tannhjólum tyrknesks efnahagslífs það sem af er ári og mörg stórfyrirtæki komist í hann krappan. Fyrirtækin eru mörg hver afar skuldsett og hefur fréttum af fyrirtækjum sem fara fram á skilmálabreytingar á endurgreiðslum farið fjölgandi. Búist er við því að slíkt muni aukast enn frekar í kjölfar pattstöðunnar milli ríkjanna tveggja. Sem kunnugt er var Erdogan endurkjörinn forseti Tyrklands í júní síðastliðnum. Breytingar á stjórnarskrá landsins, sem samþykktar voru í kjölfar valdaránstilraunarinnar, færa forsetanum gríðarleg völd en þau ná meðal annars til efnahagslífsins. Mörgum þykir forsetinn full þver í afstöðu sinni og hafa kallað eftir því að seðlabanki landsins grípi til aðgerða í stað þess að bíða og vona það besta. Yfirlýsingarnar nú gefa lítið tilefni til þess. „Vandinn nú á rætur sínar að rekja til skorts á efnahagsstjórn í landinu. Það mun reynast núverandi stjórnvöldum afar erfitt að sýna fram að þau séu þess megnug að hanna og fylgja skynssamlegu plani til að leysa hann,“ segir Refet Gurkaynak, hagfræðiprófessor við Bilkent-háskólann í Ankara, við Bloomberg. Gurkaynak segist enn fremur efast um það að vandinn myndi leysast með því að sleppa klerknum úr haldi. Sú aðgerð myndi væntanlega aðeins kaupa Tyrklandi gálgafrest. Skuldastaða Tyrklands gagnvart erlendum ríkjum sé of erfið og vandasamt gæti orðið að ráða niðurlögum verðbólgunnar í landinu. Sem stendur er verðbólga í Tyrklandi tæp sextán prósent og hefur aukist um sex prósentustig frá upphafi árs. Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Virði lírunnar hríðfellur í kjölfar tísts Trump Líran hefur hríðfallið í virði í dag eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti að hann ætlaði að tvöfalda tolla gegn Tyrklandi. 10. ágúst 2018 18:37 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, lét engan bilbug á sér finna um helgina og sendi Bandaríkjunum tóninn í yfirlýsingum sínum. Óvíst er hvort það dugi til en tyrkneska líran féll um nærri fimmtung á föstudag eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kynnti þvingunaraðgerðir gegn Tyrklandi. Á föstudag tísti Donald Trump að hann hygðist hækka tolla á ál og stál frá Tyrklandi. Tollar fyrir álið yrðu tuttugu prósent en fimmtíu prósent fyrir stálið. Gripið var til aðgerðanna eftir að Tyrkir neituðu að láta bandarískan klerk úr haldi sem sakfelldur hafði verið fyrir þátt sinn í valdaránstilrauninni í Tyrklandi fyrir tveimur árum síðan. Yfir helgina flutti tyrkneski forsetinn þrjú ávörp í tilraun sinni til að ná tökum á stöðunni. Í ávörpunum réðst hann meðal annars gegn Bandaríkjunum og hótaði því að Tyrkir myndu finna sér nýjan bandamann í þeirra stað. Þá útilokaði hann að hækka stýrivexti og þá útilokaði hann einnig þann möguleika að Tyrkland myndi leita á náðir alþjóðlegra stofnana ef allt færi á versta veg. Að auki kallaði hann eftir því að íbúar Tyrklands myndu selja erlendan gjaldeyri og kaupa lírur til að styrkja stöðu lírunnar en frá árinu 2016 hefur verðgildi lírunnar rýrst mjög eða um helming gagnvart dollar og evru.I have just authorized a doubling of Tariffs on Steel and Aluminum with respect to Turkey as their currency, the Turkish Lira, slides rapidly downward against our very strong Dollar! Aluminum will now be 20% and Steel 50%. Our relations with Turkey are not good at this time!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 10, 2018 Þau skilaboð sem Erdogan sendi í ræðum sínum voru þveröfug miðað við það sem fjárfestar höfðu vonast eftir. Í viðtölum við Bloomberg líktu sumir þeim við það að skvetta bensíni á bál. Mjög hefur hægst á tannhjólum tyrknesks efnahagslífs það sem af er ári og mörg stórfyrirtæki komist í hann krappan. Fyrirtækin eru mörg hver afar skuldsett og hefur fréttum af fyrirtækjum sem fara fram á skilmálabreytingar á endurgreiðslum farið fjölgandi. Búist er við því að slíkt muni aukast enn frekar í kjölfar pattstöðunnar milli ríkjanna tveggja. Sem kunnugt er var Erdogan endurkjörinn forseti Tyrklands í júní síðastliðnum. Breytingar á stjórnarskrá landsins, sem samþykktar voru í kjölfar valdaránstilraunarinnar, færa forsetanum gríðarleg völd en þau ná meðal annars til efnahagslífsins. Mörgum þykir forsetinn full þver í afstöðu sinni og hafa kallað eftir því að seðlabanki landsins grípi til aðgerða í stað þess að bíða og vona það besta. Yfirlýsingarnar nú gefa lítið tilefni til þess. „Vandinn nú á rætur sínar að rekja til skorts á efnahagsstjórn í landinu. Það mun reynast núverandi stjórnvöldum afar erfitt að sýna fram að þau séu þess megnug að hanna og fylgja skynssamlegu plani til að leysa hann,“ segir Refet Gurkaynak, hagfræðiprófessor við Bilkent-háskólann í Ankara, við Bloomberg. Gurkaynak segist enn fremur efast um það að vandinn myndi leysast með því að sleppa klerknum úr haldi. Sú aðgerð myndi væntanlega aðeins kaupa Tyrklandi gálgafrest. Skuldastaða Tyrklands gagnvart erlendum ríkjum sé of erfið og vandasamt gæti orðið að ráða niðurlögum verðbólgunnar í landinu. Sem stendur er verðbólga í Tyrklandi tæp sextán prósent og hefur aukist um sex prósentustig frá upphafi árs.
Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Virði lírunnar hríðfellur í kjölfar tísts Trump Líran hefur hríðfallið í virði í dag eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti að hann ætlaði að tvöfalda tolla gegn Tyrklandi. 10. ágúst 2018 18:37 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Sjá meira
Virði lírunnar hríðfellur í kjölfar tísts Trump Líran hefur hríðfallið í virði í dag eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti að hann ætlaði að tvöfalda tolla gegn Tyrklandi. 10. ágúst 2018 18:37