Leiðsögumanni blöskrar "forljótir kamrar“ á Þingvöllum Bergþór Másson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 14. ágúst 2018 21:00 Friðrik Rafnsson leiðsögumaður vakti athygli á slæmri umgengni á almenningskömrum á Þingvöllum í Facebook-færslu í gær. Mynd/Friðrik Rafnsson Friðrik Rafnsson, leiðsögumaður og þýðandi, setti í gær inn færslu á Facebook þar sem hann vakti athygli á slæmri umgengni og óþrifnaði á almenningskömrum á Þingvöllum. Fleiri tóku undir með Friðrik, meðal annars sjónvarpsfólkið Kristinn R. Ólafsson og Gerður B. Bjarklind sem kallar salernin hreina skömm. Friðrik var staddur á Þingvöllum með hóp ferðamanna, en hann segist fara um svæðið tvisvar til þrisvar í viku.Segir ástandið skammarlegt Fréttastofa náði tali af Friðriki sem kvaðst ekki ánægður með ástandið. „Þingvellir eru náttúrulega þessi glæsilegi staður eins og við vitum og það er bara til skammar hvað þessir kamrar eru daunillir og ljótir. Þeir eru raunverulega á krossgötum, þar sem fólk gengur annars vegar niður að Almannagjá og svo er það líka stígurinn sem liggur upp að fossinum. Það er ekki eins og þetta sé afvikinn staður.“ Aðspurður hvort færslan hafi vakið viðbrögð stjórnar Þingvallaþjóðgarðs sagði Friðrik svo ekki vera. „Aðstaðan uppi á Hakinu er náttúrulega mjög fín og allt til fyrirmyndar þar, en svo kemur maður niður þar sem er álíka mikil umferð en þá blasir við fólki þessi skelfing.“Ferðamenn voru hneykslaðir Friðrik kveðst þá hafa farið með frönskum og breskum ferðamönnum um svæðið í síðustu viku, og segir þá hafa verið hneykslaða. „Ég var með einn sem sagðist hafa ferðast víða, en hann sagðist aldrei hafa séð annað eins ógeð og hann var mjög sjokkeraður eftir að hafa verið alveg heillaður af Þingvöllum að öðru leyti. Þetta kemur svolítið eins og blaut tuska framan í fólk þegar það kemur úr þessari fallegu gönguferð.“ Í færslunni segist Friðrik telja að orsök vandans sé líklega „hugsunar- eða skipulagsleysi sem er okkur öllum til skammar og hefur sennilega eyðilagt annars dásamlega upplifun fólks á þessum dýrlega stað,“ en í samtali við fréttastofu sagðist hann engu að síður vonast eftir breytingum sem fyrst. „Þessu þarf að breyta strax, þetta hefur verið lengi svona og þetta er auðvitað til háborinnar skammar.“Þjóðgarðsverði Þingvalla meinilla við kamranna. Einar Á Sæmundssen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, segir í samtali við Vísi að kamrarnir verði ekki þarna til langs tíma og að honum og starfsfólki Þingvalla sé „meinilla við þessa kamra“. „Við erum sjálf orðin hundleið á þeim en það hefur tafist að koma upp salernum þarna.“ Einar segir að það muni vera komin almennileg salerni á svæðið næsta vor og bendir að lokum á að það séu „30 salerni uppi á gestastofunni og þar í kring.“ Ferðamennska á Íslandi Þjóðgarðar Mest lesið Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Friðrik Rafnsson, leiðsögumaður og þýðandi, setti í gær inn færslu á Facebook þar sem hann vakti athygli á slæmri umgengni og óþrifnaði á almenningskömrum á Þingvöllum. Fleiri tóku undir með Friðrik, meðal annars sjónvarpsfólkið Kristinn R. Ólafsson og Gerður B. Bjarklind sem kallar salernin hreina skömm. Friðrik var staddur á Þingvöllum með hóp ferðamanna, en hann segist fara um svæðið tvisvar til þrisvar í viku.Segir ástandið skammarlegt Fréttastofa náði tali af Friðriki sem kvaðst ekki ánægður með ástandið. „Þingvellir eru náttúrulega þessi glæsilegi staður eins og við vitum og það er bara til skammar hvað þessir kamrar eru daunillir og ljótir. Þeir eru raunverulega á krossgötum, þar sem fólk gengur annars vegar niður að Almannagjá og svo er það líka stígurinn sem liggur upp að fossinum. Það er ekki eins og þetta sé afvikinn staður.“ Aðspurður hvort færslan hafi vakið viðbrögð stjórnar Þingvallaþjóðgarðs sagði Friðrik svo ekki vera. „Aðstaðan uppi á Hakinu er náttúrulega mjög fín og allt til fyrirmyndar þar, en svo kemur maður niður þar sem er álíka mikil umferð en þá blasir við fólki þessi skelfing.“Ferðamenn voru hneykslaðir Friðrik kveðst þá hafa farið með frönskum og breskum ferðamönnum um svæðið í síðustu viku, og segir þá hafa verið hneykslaða. „Ég var með einn sem sagðist hafa ferðast víða, en hann sagðist aldrei hafa séð annað eins ógeð og hann var mjög sjokkeraður eftir að hafa verið alveg heillaður af Þingvöllum að öðru leyti. Þetta kemur svolítið eins og blaut tuska framan í fólk þegar það kemur úr þessari fallegu gönguferð.“ Í færslunni segist Friðrik telja að orsök vandans sé líklega „hugsunar- eða skipulagsleysi sem er okkur öllum til skammar og hefur sennilega eyðilagt annars dásamlega upplifun fólks á þessum dýrlega stað,“ en í samtali við fréttastofu sagðist hann engu að síður vonast eftir breytingum sem fyrst. „Þessu þarf að breyta strax, þetta hefur verið lengi svona og þetta er auðvitað til háborinnar skammar.“Þjóðgarðsverði Þingvalla meinilla við kamranna. Einar Á Sæmundssen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, segir í samtali við Vísi að kamrarnir verði ekki þarna til langs tíma og að honum og starfsfólki Þingvalla sé „meinilla við þessa kamra“. „Við erum sjálf orðin hundleið á þeim en það hefur tafist að koma upp salernum þarna.“ Einar segir að það muni vera komin almennileg salerni á svæðið næsta vor og bendir að lokum á að það séu „30 salerni uppi á gestastofunni og þar í kring.“
Ferðamennska á Íslandi Þjóðgarðar Mest lesið Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira