Var Simeone bara að bulla um að Atletico ætti ekki eins mikinn pening og Real? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. ágúst 2018 19:00 Diego Simeone var kátur eftir leik í gærkvöldi. Vísir/Getty Atletico Madrid vann í gærkvöldi langþráðan úrslitaleik á móti nágrönnum sínum í Real Madrid þegar liðið tryggði sér Ofurbikar Evrópu með 4-2 sigri á Real. Það hafði gengið illa í mikilvægum leikjum á móti Real Madrid undanfarin ár og úrslitin í gærkvöldi því mikið gleðiefni fyrir Atleti fólk. Þetta var líka sjöundi titill Diego Simeone sem þjálfari Atletico Madrid en hann var reyndar í banni í gær og þurfti því að horfa á leikinn úr stúkunni.7 - Diego Simeone has won seven trophies as Atletico manager, the most in the history of the club: UEFA Europa League UEFA Super Cup LaLiga Copa del Rey Supercopa Champion. pic.twitter.com/fki4LRdCou — OptaJose (@OptaJose) August 15, 2018Diego Simeone talaði niður sitt lið í aðdraganda leiksins og þá sérstaklega á þeim nótum að Atletico Madrid hefði ekki aðgang að nærri því eins miklum peningum í nýja leikmenn og lið Real Madrid. Fólkið á ESPN fékk þá hugmynd að bera það saman hvað þessi tvö Madridarfélög hafa eytt í leikmenn á síðustu árum og það verða örugglega margir hissa að sjá þann samanburð sem er hér fyrir neðan.pic.twitter.com/WNSzS93JmD — ESPN FC (@ESPNFC) August 16, 2018Þarna kemur fram að Atletico Madrid hafa eytt miklu meiri pening í nýja leikmenn en Real Madrid á undanförnum fimm tímabilum. Liðin eyddu nánast jafnmiklu fyrir tímabilið sem er að hefjast en mjög mikill munur var á eyðslu þeirra tímabilin á undan. Þegar allt er tekið saman þá eyddi Atletico Madrid 510,45 milljónum punda í nýja leikmenn frá 2014-18 á móti „aðeins“ 365,63 milljónum hjá Real Madrid. Sú fullyrðing Diego Simeone að Atletico Madrid hafi ekki aðgang að eins miklum peningum og Real Madrid stenst því engan vegin samanburð. Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Sjá meira
Atletico Madrid vann í gærkvöldi langþráðan úrslitaleik á móti nágrönnum sínum í Real Madrid þegar liðið tryggði sér Ofurbikar Evrópu með 4-2 sigri á Real. Það hafði gengið illa í mikilvægum leikjum á móti Real Madrid undanfarin ár og úrslitin í gærkvöldi því mikið gleðiefni fyrir Atleti fólk. Þetta var líka sjöundi titill Diego Simeone sem þjálfari Atletico Madrid en hann var reyndar í banni í gær og þurfti því að horfa á leikinn úr stúkunni.7 - Diego Simeone has won seven trophies as Atletico manager, the most in the history of the club: UEFA Europa League UEFA Super Cup LaLiga Copa del Rey Supercopa Champion. pic.twitter.com/fki4LRdCou — OptaJose (@OptaJose) August 15, 2018Diego Simeone talaði niður sitt lið í aðdraganda leiksins og þá sérstaklega á þeim nótum að Atletico Madrid hefði ekki aðgang að nærri því eins miklum peningum í nýja leikmenn og lið Real Madrid. Fólkið á ESPN fékk þá hugmynd að bera það saman hvað þessi tvö Madridarfélög hafa eytt í leikmenn á síðustu árum og það verða örugglega margir hissa að sjá þann samanburð sem er hér fyrir neðan.pic.twitter.com/WNSzS93JmD — ESPN FC (@ESPNFC) August 16, 2018Þarna kemur fram að Atletico Madrid hafa eytt miklu meiri pening í nýja leikmenn en Real Madrid á undanförnum fimm tímabilum. Liðin eyddu nánast jafnmiklu fyrir tímabilið sem er að hefjast en mjög mikill munur var á eyðslu þeirra tímabilin á undan. Þegar allt er tekið saman þá eyddi Atletico Madrid 510,45 milljónum punda í nýja leikmenn frá 2014-18 á móti „aðeins“ 365,63 milljónum hjá Real Madrid. Sú fullyrðing Diego Simeone að Atletico Madrid hafi ekki aðgang að eins miklum peningum og Real Madrid stenst því engan vegin samanburð.
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Sjá meira