Í mál við yfirvöld vegna eldanna Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 2. ágúst 2018 06:00 Aþenubúar mótmæltu viðbragðsleysi yfirvalda í hljóði á mánudag. Að minnsta kosti 92 fórust í skógareldunum á Attíkuskaga í síðustu viku. Vísir/AFP Fjölskylda tveggja fórnarlamba skógareldanna í Mati og nærliggjandi bæjum á Attíkuskaga Grikklands, sem kostuðu 92 lífið í síðustu viku, hefur lagt fram kæru á hendur yfirvöldum fylkisins, almannavörnum, slökkviliði og lögreglu. Reuters greindi frá í gær en yfirvöld eru meðal annars sökuð um íkveikju vegna vanrækslu, morð og manndráp af gáleysi. „Ég tel að þau sem áttu að vernda fólk, áttu að slökkva eldana og í raun koma í veg fyrir að þeir kviknuðu, verði sakfelld,“ sagði Antonis Foussas, lögmaður fjölskyldunnar, við Reuters. Sagðist hann jafnframt rannsaka hvernig eldarnir kviknuðu og hvort viðbrögð yfirvalda hafi verið fullnægjandi. Fórnarlömbin, hjón á áttræðisaldri, voru bæði á flótta undan eldunum þegar þau fórust. Lík þeirra fundust um 400 metra frá heimilum þeirra. Þar kom enn fremur fram að enginn embættis- eða yfirmaður frá fylkinu, sveitarfélaginu, lögreglu, slökkviliði eða almannavörnum hafi verið á svæðinu, að enginn hafi látið íbúa vita af hættunni og að ekki hafi verið gefin fyrirmæli um að rýma skyldi svæðið. Gríski prófessorinn Vassilis Digalakis greindi frá því í gær að lögregla hefði fyrir mistök beint ökumönnum í ógöngur er hún stýrði umferð í Mati. Í stað þess að beina bílum til baka út úr bænum á stofnbraut bæjarins voru bílstjórar sendir inn á þau svæði sem eldurinn stefndi á.Brunarústir í Mati.Vísir/GettyAð sögn Digalakis var ekki um að ræða nokkurn ásetning um að stefna ökumönnum í hættu heldur hafi verið um algjört samskiptaleysi lögreglu, slökkviliðs og yfirvalda að ræða. Digalakis kenndi Almannavarnastofnun Grikklands um samskiptaleysið og sagði hana hafa brugðist skyldu sinni algjörlega. Tugir dóu er þeir reyndu að flýja eftir að hafa lent í umferðarteppu í Mati. Að minnsta kosti 305 bílar eyðilögðust í eldsvoðanum. Svo heitt varð að álfelgur og rúður bílanna einfaldlega bráðnuðu. Þá hefur sömuleiðis verið greint frá því að engin opinber neyðartilkynning hafi verið send út. Því hafi íbúar varla fengið neinn tíma til að bregðast við. Þá hafi skipulag bæjarins, þröngar götur, botnlangar og skortur á opnum svæðum, verið til þess fallið að hindra að fólk kæmist undan. Kallað hefur verið eftir afsögn Yannis Kapakis, yfirmanns Almannavarnastofnunar. Kapakis sagði í viðtali í sjónvarpi, fjórum dögum fyrir hamfarirnar, að jafnt á sjó sem landi væri viðbúnaðarstigið hátt. Ekki hefur verið orðið við því ákalli. Reyndar hefur enginn embættismaður sagt af sér vegna málsins, að því er BBC greinir frá. Greek Reporter greindi frá því að ríkisstjórnin ætli að rífa 3.185 ólöglegar byggingar við strendur Attíkuskaga. Á fimmtudag sagði Panos Kammenos varnarmálaráðherra að íbúar sjálfir bæru ábyrgð á eldsvoðanum með því að hafa reist byggingarnar í leyfisleysi og þannig lokað flóttaleiðum. Yfirvöld hafa áður haldið því fram að svo virðist sem um íkveikju hafi verið að ræða. Dimitris Tzanakopoulos, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, sagði á þriðjudag að ríkisstjórnin ætlaði að hefja niðurrif hið fyrsta og að sérfræðingar væru sammála um að byggingarnar hefðu gert illt verra í hamförunum. Grískir blaðamenn minntu svo á að fjölmargar ríkisstjórnir hefðu lofað að rífa byggingarnar en við það hefði ekki verið staðið vegna ótta við að baka sér óvinsældir. Birtist í Fréttablaðinu Skógareldar Tengdar fréttir „Sterkur grunur“ um íkveikju í Grikklandi Yifrvöld í Grikklandi hafa "sterkan grun“ um að skógareldar sem hafa kostað minnst 83 manns lífið hafi verið af völdum íkveikju. 27. júlí 2018 06:47 Skógareldar í Grikklandi: Ráðherra segir íbúa hafa gert illt verra með því að byggja ólöglega Panos Kammenos, varnarmálaráðherra Grikklands, segir að íbúar á því svæði landsins þar sem miklir skógareldar hafa geisað undanfarna daga hafi gert illt verra með því að byggja ólöglega. 26. júlí 2018 15:14 Skógareldarnir í Grikklandi: Forsætisráðherra axlar fulla ábyrgð Forsætisráðherra Grikklands axlar fulla ábyrgð á skógareldunum í nágrenni Aþenu. 28. júlí 2018 11:34 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Fleiri fréttir Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Sjá meira
Fjölskylda tveggja fórnarlamba skógareldanna í Mati og nærliggjandi bæjum á Attíkuskaga Grikklands, sem kostuðu 92 lífið í síðustu viku, hefur lagt fram kæru á hendur yfirvöldum fylkisins, almannavörnum, slökkviliði og lögreglu. Reuters greindi frá í gær en yfirvöld eru meðal annars sökuð um íkveikju vegna vanrækslu, morð og manndráp af gáleysi. „Ég tel að þau sem áttu að vernda fólk, áttu að slökkva eldana og í raun koma í veg fyrir að þeir kviknuðu, verði sakfelld,“ sagði Antonis Foussas, lögmaður fjölskyldunnar, við Reuters. Sagðist hann jafnframt rannsaka hvernig eldarnir kviknuðu og hvort viðbrögð yfirvalda hafi verið fullnægjandi. Fórnarlömbin, hjón á áttræðisaldri, voru bæði á flótta undan eldunum þegar þau fórust. Lík þeirra fundust um 400 metra frá heimilum þeirra. Þar kom enn fremur fram að enginn embættis- eða yfirmaður frá fylkinu, sveitarfélaginu, lögreglu, slökkviliði eða almannavörnum hafi verið á svæðinu, að enginn hafi látið íbúa vita af hættunni og að ekki hafi verið gefin fyrirmæli um að rýma skyldi svæðið. Gríski prófessorinn Vassilis Digalakis greindi frá því í gær að lögregla hefði fyrir mistök beint ökumönnum í ógöngur er hún stýrði umferð í Mati. Í stað þess að beina bílum til baka út úr bænum á stofnbraut bæjarins voru bílstjórar sendir inn á þau svæði sem eldurinn stefndi á.Brunarústir í Mati.Vísir/GettyAð sögn Digalakis var ekki um að ræða nokkurn ásetning um að stefna ökumönnum í hættu heldur hafi verið um algjört samskiptaleysi lögreglu, slökkviliðs og yfirvalda að ræða. Digalakis kenndi Almannavarnastofnun Grikklands um samskiptaleysið og sagði hana hafa brugðist skyldu sinni algjörlega. Tugir dóu er þeir reyndu að flýja eftir að hafa lent í umferðarteppu í Mati. Að minnsta kosti 305 bílar eyðilögðust í eldsvoðanum. Svo heitt varð að álfelgur og rúður bílanna einfaldlega bráðnuðu. Þá hefur sömuleiðis verið greint frá því að engin opinber neyðartilkynning hafi verið send út. Því hafi íbúar varla fengið neinn tíma til að bregðast við. Þá hafi skipulag bæjarins, þröngar götur, botnlangar og skortur á opnum svæðum, verið til þess fallið að hindra að fólk kæmist undan. Kallað hefur verið eftir afsögn Yannis Kapakis, yfirmanns Almannavarnastofnunar. Kapakis sagði í viðtali í sjónvarpi, fjórum dögum fyrir hamfarirnar, að jafnt á sjó sem landi væri viðbúnaðarstigið hátt. Ekki hefur verið orðið við því ákalli. Reyndar hefur enginn embættismaður sagt af sér vegna málsins, að því er BBC greinir frá. Greek Reporter greindi frá því að ríkisstjórnin ætli að rífa 3.185 ólöglegar byggingar við strendur Attíkuskaga. Á fimmtudag sagði Panos Kammenos varnarmálaráðherra að íbúar sjálfir bæru ábyrgð á eldsvoðanum með því að hafa reist byggingarnar í leyfisleysi og þannig lokað flóttaleiðum. Yfirvöld hafa áður haldið því fram að svo virðist sem um íkveikju hafi verið að ræða. Dimitris Tzanakopoulos, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, sagði á þriðjudag að ríkisstjórnin ætlaði að hefja niðurrif hið fyrsta og að sérfræðingar væru sammála um að byggingarnar hefðu gert illt verra í hamförunum. Grískir blaðamenn minntu svo á að fjölmargar ríkisstjórnir hefðu lofað að rífa byggingarnar en við það hefði ekki verið staðið vegna ótta við að baka sér óvinsældir.
Birtist í Fréttablaðinu Skógareldar Tengdar fréttir „Sterkur grunur“ um íkveikju í Grikklandi Yifrvöld í Grikklandi hafa "sterkan grun“ um að skógareldar sem hafa kostað minnst 83 manns lífið hafi verið af völdum íkveikju. 27. júlí 2018 06:47 Skógareldar í Grikklandi: Ráðherra segir íbúa hafa gert illt verra með því að byggja ólöglega Panos Kammenos, varnarmálaráðherra Grikklands, segir að íbúar á því svæði landsins þar sem miklir skógareldar hafa geisað undanfarna daga hafi gert illt verra með því að byggja ólöglega. 26. júlí 2018 15:14 Skógareldarnir í Grikklandi: Forsætisráðherra axlar fulla ábyrgð Forsætisráðherra Grikklands axlar fulla ábyrgð á skógareldunum í nágrenni Aþenu. 28. júlí 2018 11:34 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Fleiri fréttir Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Sjá meira
„Sterkur grunur“ um íkveikju í Grikklandi Yifrvöld í Grikklandi hafa "sterkan grun“ um að skógareldar sem hafa kostað minnst 83 manns lífið hafi verið af völdum íkveikju. 27. júlí 2018 06:47
Skógareldar í Grikklandi: Ráðherra segir íbúa hafa gert illt verra með því að byggja ólöglega Panos Kammenos, varnarmálaráðherra Grikklands, segir að íbúar á því svæði landsins þar sem miklir skógareldar hafa geisað undanfarna daga hafi gert illt verra með því að byggja ólöglega. 26. júlí 2018 15:14
Skógareldarnir í Grikklandi: Forsætisráðherra axlar fulla ábyrgð Forsætisráðherra Grikklands axlar fulla ábyrgð á skógareldunum í nágrenni Aþenu. 28. júlí 2018 11:34