Vísar því á bug að klíkuskapur sé ráðandi þegar kemur að úthlutun félagslegra íbúða Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 2. ágúst 2018 20:15 Reykjavíkurborg vísar því alfarið á bug að klíkuskapur sé ráðandi þegar kemur að úthlutun félagslegra íbúða. Framkvæmdastjóri Félagsbústaða segist allur af vilja gerður til að takast á við staðfesta myglu í félagslegu húsnæði. Í gær fjölluðum við um einstæða móður sem býr í félagslegri íbúð með fjögur ung börn sem eru komin á astmalyf vegna meintrar myglu í húsnæði. Hún hafi í engin önnur hús að venda enda sé biðlisti eftir slíku húsnæði langur. Auðunn Freyr Ingvarsson, framkvæmdastjóri Félagsbústaða segir umrædda íbúð vera staka félagslega íbúð í húsnæði og því sé ytri leki á ábyrgð húsfélags en ekki Félagsbústaða. „Við höfum verið í ágætis sambandi við viðkomandi leigutaka. Ég get ekki tekið undir það að mygla sé í íbúðinni, en það er leki. Það hefur lekið meðfram gluggum. Þetta er það sem kallað er stök íbúð þar sem við eigum staka íbúð í fjölbýlishúsi. Þegar slíkt kemur upp þá er það á ábyrgð húsfélagsins að takast á við að þétta gluggann og þétta lekann. Við erum öll af vilja gerð að takast á við staðfesta myglu,“ segir Auðunn Freyr. Þá hefur umræða um biðlista félagslegra húsnæða verið hávær á síðustu vikum. En þeir sem bíða á slíkum lista kvarta undan því að fá ekki vitneskju um það hvar í röðinni þeir standa. Skrifstofustjóri hjá Reykjarvíkurborg segir að reglan fyrstu kemur fyrstur fær sé ekki ráðandi þegar kemur að úthlutun húsnæða. Aðrir þættir sem og heilsa, tekjustaða og aðstæður skipti frekar máli. „Hafir þú verið lengi á biðlista í mjög slæmum húsnæðisaðstæðum þá skiptir það meira máli en að vera lengi á biðlista í góðum húsnæðisaðstæðum. Það er ómögulegt að segja hvað aðili þurfi að bíða lengi á biðlista og væri ekki rétt af okkur að gefa það upp þar sem að aðstæður fólks breytast og samsetning biðlistans getur líka breyst, segir Berglind Magnúsdóttir, skrifstofustjóri öldrunar- og húsnæðismála á velferðarsviði reykjarvíkurborgar. Á biðlista eftir félagslegu húsnæði eru nú 985 einstaklingar og eru flestir á aldrinum 30-39 ára. Húsnæðismál Tengdar fréttir Segist hafa fengið myglaða félagslega íbúð frá borginni Einstæð móðir í Grafarvogi býr í félagslegu húsnæði sem lekur vegna myglu. Heni standa engin önnur félagsleg úrræði til boða en að búa þar. 1. ágúst 2018 20:15 Heiða flúði úr félagslegri íbúð sökum myglu Öryrki segist hafa fengið eitrun af völdum sveppa í félagslegu húsnæði þar sem mygla fannst. 2. ágúst 2018 20:15 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Reykjavíkurborg vísar því alfarið á bug að klíkuskapur sé ráðandi þegar kemur að úthlutun félagslegra íbúða. Framkvæmdastjóri Félagsbústaða segist allur af vilja gerður til að takast á við staðfesta myglu í félagslegu húsnæði. Í gær fjölluðum við um einstæða móður sem býr í félagslegri íbúð með fjögur ung börn sem eru komin á astmalyf vegna meintrar myglu í húsnæði. Hún hafi í engin önnur hús að venda enda sé biðlisti eftir slíku húsnæði langur. Auðunn Freyr Ingvarsson, framkvæmdastjóri Félagsbústaða segir umrædda íbúð vera staka félagslega íbúð í húsnæði og því sé ytri leki á ábyrgð húsfélags en ekki Félagsbústaða. „Við höfum verið í ágætis sambandi við viðkomandi leigutaka. Ég get ekki tekið undir það að mygla sé í íbúðinni, en það er leki. Það hefur lekið meðfram gluggum. Þetta er það sem kallað er stök íbúð þar sem við eigum staka íbúð í fjölbýlishúsi. Þegar slíkt kemur upp þá er það á ábyrgð húsfélagsins að takast á við að þétta gluggann og þétta lekann. Við erum öll af vilja gerð að takast á við staðfesta myglu,“ segir Auðunn Freyr. Þá hefur umræða um biðlista félagslegra húsnæða verið hávær á síðustu vikum. En þeir sem bíða á slíkum lista kvarta undan því að fá ekki vitneskju um það hvar í röðinni þeir standa. Skrifstofustjóri hjá Reykjarvíkurborg segir að reglan fyrstu kemur fyrstur fær sé ekki ráðandi þegar kemur að úthlutun húsnæða. Aðrir þættir sem og heilsa, tekjustaða og aðstæður skipti frekar máli. „Hafir þú verið lengi á biðlista í mjög slæmum húsnæðisaðstæðum þá skiptir það meira máli en að vera lengi á biðlista í góðum húsnæðisaðstæðum. Það er ómögulegt að segja hvað aðili þurfi að bíða lengi á biðlista og væri ekki rétt af okkur að gefa það upp þar sem að aðstæður fólks breytast og samsetning biðlistans getur líka breyst, segir Berglind Magnúsdóttir, skrifstofustjóri öldrunar- og húsnæðismála á velferðarsviði reykjarvíkurborgar. Á biðlista eftir félagslegu húsnæði eru nú 985 einstaklingar og eru flestir á aldrinum 30-39 ára.
Húsnæðismál Tengdar fréttir Segist hafa fengið myglaða félagslega íbúð frá borginni Einstæð móðir í Grafarvogi býr í félagslegu húsnæði sem lekur vegna myglu. Heni standa engin önnur félagsleg úrræði til boða en að búa þar. 1. ágúst 2018 20:15 Heiða flúði úr félagslegri íbúð sökum myglu Öryrki segist hafa fengið eitrun af völdum sveppa í félagslegu húsnæði þar sem mygla fannst. 2. ágúst 2018 20:15 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Segist hafa fengið myglaða félagslega íbúð frá borginni Einstæð móðir í Grafarvogi býr í félagslegu húsnæði sem lekur vegna myglu. Heni standa engin önnur félagsleg úrræði til boða en að búa þar. 1. ágúst 2018 20:15
Heiða flúði úr félagslegri íbúð sökum myglu Öryrki segist hafa fengið eitrun af völdum sveppa í félagslegu húsnæði þar sem mygla fannst. 2. ágúst 2018 20:15