Lýsa yfir áhyggjum af "þekkingarleysi“ formanns velferðarráðs Atli Ísleifsson skrifar 4. ágúst 2018 17:05 Ráðhúsið í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Flokkar í minnihluta borgarstjórnar Reykjavíkur og formaður og formaður VR, Ragnar Þór Ingólfsson, hafa lýst yfir áhyggjum af „þekkingarleysi“ formanns velferðarráðs Reykjavíkur og varaformanns Samfylkingarinnar, Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, á húsnæðismarkaðnum í Reykjavík. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu frá Sjálfstæðisflokknum, Miðflokknum, Flokki fólksins og Sósíalistaflokksins sem send var á fjölmiðla nú síðdegis. „Tilefnið er ummæli hennar í þættinum Vikulokunum á Rás 1 í morgun, þar sem hún sagði 1000 íbúðir í byggingu á vegum óhagnaðardrifinna leigufélaga. Þetta er rangt. Hið rétta er að 256 íbúðir, svo vitað sé, eru í byggingu á vegum óhagnaðardrifinna leigufélaga í Reykjavík og hefur borgin gefið út 551 byggingarleyfi til handa slíkum leigufélögum, sem er víðs fjarri þeim 1000 íbúðum sem formaður velferðarráðs, Heiða Björg Hilmisdóttir, heldur fram að séu í byggingu.Heiða Björg Hilmisdóttir.Fréttablaðið/VísirÞá hafnaði formaður velferðarráðs jafnframt þeirri staðreynd að byggingaréttargjald hefði áhrif á leiguverð í Reykjavík. Á meðan staðreyndin er sú að byggingarréttargjaldið, sem er 45.000 kr. á hvern fermetra, veldur verulegum töfum á byggingu leiguíbúða í Reykjavík en gjaldið leggst á leiguverð sem eykur greiðslubyrði leigjanda til muna og getur gjaldið numið hundruðum þúsunda árlega fyrir hverja íbúð. Þessi ummæli formanns velferðarráðs undirstrika skilningsleysið á þeim brýna húsnæðisvanda sem er í Reykjavík. Stjórnarandstöðuflokkarnir í borgarstjórn Reykjavíkur, hafa nú þegar lagt fram tillögur til lausnar vandans en þær tillögur hafa því miður ekki náð fram að ganga. Stjórnarandstöðuflokkarnir og formaður VR skora á meirihlutaflokkana í borginni að bregðast við vandanum með því að taka undir tillögur stjórnarandstöðuflokkanna í húsnæðismálum,“ segir í yfirlýsingunni.Uppfært klukkan 21:35: Heiða Björg Hilmisdóttir hefur svarað yfirlýsingu minnihlutans og formanns á VR á Facebook-síðu sinni og vísar ávirðingum þeirra til föðurhúsanna. Húsnæðismál Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Sjá meira
Flokkar í minnihluta borgarstjórnar Reykjavíkur og formaður og formaður VR, Ragnar Þór Ingólfsson, hafa lýst yfir áhyggjum af „þekkingarleysi“ formanns velferðarráðs Reykjavíkur og varaformanns Samfylkingarinnar, Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, á húsnæðismarkaðnum í Reykjavík. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu frá Sjálfstæðisflokknum, Miðflokknum, Flokki fólksins og Sósíalistaflokksins sem send var á fjölmiðla nú síðdegis. „Tilefnið er ummæli hennar í þættinum Vikulokunum á Rás 1 í morgun, þar sem hún sagði 1000 íbúðir í byggingu á vegum óhagnaðardrifinna leigufélaga. Þetta er rangt. Hið rétta er að 256 íbúðir, svo vitað sé, eru í byggingu á vegum óhagnaðardrifinna leigufélaga í Reykjavík og hefur borgin gefið út 551 byggingarleyfi til handa slíkum leigufélögum, sem er víðs fjarri þeim 1000 íbúðum sem formaður velferðarráðs, Heiða Björg Hilmisdóttir, heldur fram að séu í byggingu.Heiða Björg Hilmisdóttir.Fréttablaðið/VísirÞá hafnaði formaður velferðarráðs jafnframt þeirri staðreynd að byggingaréttargjald hefði áhrif á leiguverð í Reykjavík. Á meðan staðreyndin er sú að byggingarréttargjaldið, sem er 45.000 kr. á hvern fermetra, veldur verulegum töfum á byggingu leiguíbúða í Reykjavík en gjaldið leggst á leiguverð sem eykur greiðslubyrði leigjanda til muna og getur gjaldið numið hundruðum þúsunda árlega fyrir hverja íbúð. Þessi ummæli formanns velferðarráðs undirstrika skilningsleysið á þeim brýna húsnæðisvanda sem er í Reykjavík. Stjórnarandstöðuflokkarnir í borgarstjórn Reykjavíkur, hafa nú þegar lagt fram tillögur til lausnar vandans en þær tillögur hafa því miður ekki náð fram að ganga. Stjórnarandstöðuflokkarnir og formaður VR skora á meirihlutaflokkana í borginni að bregðast við vandanum með því að taka undir tillögur stjórnarandstöðuflokkanna í húsnæðismálum,“ segir í yfirlýsingunni.Uppfært klukkan 21:35: Heiða Björg Hilmisdóttir hefur svarað yfirlýsingu minnihlutans og formanns á VR á Facebook-síðu sinni og vísar ávirðingum þeirra til föðurhúsanna.
Húsnæðismál Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Sjá meira