Uppreisnin Haukur Örn Birgisson skrifar 7. ágúst 2018 07:00 Undanfarin ár hafa stjórnmálaflokkar sem telja sjálfa sig vera uppreisnargjarna og róttæka átt töluverðu fylgi að fagna í kosningum og skoðanakönnunum. Þessir flokkar hafa boðað andstöðu við ríkjandi spillingarfyrirkomulag stjórnmálanna, endalok fjórflokksins og auðvaldsins sem bera víst ábyrgð á öllu því sem úrskeiðis hefur farið í íslensku samfélagi undanfarna áratugi. Uppreisnarflokkarnir tala fyrir nýjum stjórnmálum, umræðuhefðum og verklagi. Byltingar er þörf á ákveðnum sviðum, segja þeir. Það getur verið þægilegt að tala úr þessari átt og það felst ákveðið frelsi í því að fá að fullyrða að aðrir beri ábyrgð á núvarandi ástandi, finna sama ástandi allt til foráttu og boða nýja og gjörbreytta tíma. Það er vel skiljanlegt að margir kjósendur kaupi slíkan málflutning því hann getur verið sannfærandi þegar hann stafar frá skeleggum ræðumönnum. Ákveðin kaldhæðni felst hins vegar í því að ráðast gegn Kerfinu en njóta um leið ávaxta þess og nýta sér það til fullnustu. Að boða byltingar gegn núverandi stjórnkerfi og auðvaldinu á sama tíma og byltingargreinarnar eru skrifaðar á fartölvur frá stærsta fyrirtæki heims og þær birtar á Facebook vegg flokksins. Svo eru tugmilljóna ríkisstyrkirnir notaðir í að greiða rekstrarkostnað flokksskrifstofunnar og framleiðslu kosningamyndbandanna sem birtast á YouTube. Það er þægilegt að vera uppreisnarmaður á meðan maður getur treyst því að aðrir séu það ekki. Að standa upp og yfirgefa þingpallana á Þingvöllum í fullri vissu um að hinir haldi áfram að gera skyldu sína. Að flytja ræður úr pontunum sem aðrir reistu fyrir mann og setja hauskúpulímmiða framan á Apple tölvuna sína, vitandi það að skútan heldur áfram siglingunni með jarðbundnari skipstjóra í brúnni. Til fjandans með Kerfið og kapítalismann – eða svona næstum því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Haukur Örn Birgisson Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hafa stjórnmálaflokkar sem telja sjálfa sig vera uppreisnargjarna og róttæka átt töluverðu fylgi að fagna í kosningum og skoðanakönnunum. Þessir flokkar hafa boðað andstöðu við ríkjandi spillingarfyrirkomulag stjórnmálanna, endalok fjórflokksins og auðvaldsins sem bera víst ábyrgð á öllu því sem úrskeiðis hefur farið í íslensku samfélagi undanfarna áratugi. Uppreisnarflokkarnir tala fyrir nýjum stjórnmálum, umræðuhefðum og verklagi. Byltingar er þörf á ákveðnum sviðum, segja þeir. Það getur verið þægilegt að tala úr þessari átt og það felst ákveðið frelsi í því að fá að fullyrða að aðrir beri ábyrgð á núvarandi ástandi, finna sama ástandi allt til foráttu og boða nýja og gjörbreytta tíma. Það er vel skiljanlegt að margir kjósendur kaupi slíkan málflutning því hann getur verið sannfærandi þegar hann stafar frá skeleggum ræðumönnum. Ákveðin kaldhæðni felst hins vegar í því að ráðast gegn Kerfinu en njóta um leið ávaxta þess og nýta sér það til fullnustu. Að boða byltingar gegn núverandi stjórnkerfi og auðvaldinu á sama tíma og byltingargreinarnar eru skrifaðar á fartölvur frá stærsta fyrirtæki heims og þær birtar á Facebook vegg flokksins. Svo eru tugmilljóna ríkisstyrkirnir notaðir í að greiða rekstrarkostnað flokksskrifstofunnar og framleiðslu kosningamyndbandanna sem birtast á YouTube. Það er þægilegt að vera uppreisnarmaður á meðan maður getur treyst því að aðrir séu það ekki. Að standa upp og yfirgefa þingpallana á Þingvöllum í fullri vissu um að hinir haldi áfram að gera skyldu sína. Að flytja ræður úr pontunum sem aðrir reistu fyrir mann og setja hauskúpulímmiða framan á Apple tölvuna sína, vitandi það að skútan heldur áfram siglingunni með jarðbundnari skipstjóra í brúnni. Til fjandans með Kerfið og kapítalismann – eða svona næstum því.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun