Mikilvægt að sveitarfélög vinni saman að málefnum heimilislausra Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. ágúst 2018 19:30 Reykjavík er eina sveitarfélagið á Höfuðborgarsvæðinu sem starfrækir neyðarúrræði vegna utangarðsfólks. Sviðstjóri Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir nauðsynlegt að sveitarfélögin vinni saman að lausn þessara mála. Málefni heimilislausra eru margþætt enda eru þeir ólíkur hópur. Annars vegar er um þá að ræða sem eru utangarðs vegna áfengis- eða vímuefnaneyslu og hins vegar þá sem bíða eftir félagslegu húsnæði. Í svari þáverandi Félagsmálaráðherra við fyrirspurn frá árinu 2017 kemur fram að Reykjavíkurborg stæði sig best í að útvega fólki félagslegt húsnæði en Garðabær og Kjósahreppur verst. Reykjarvíkurborg rekur Gistiskýlið við Lindargötu og Konukot svo dæmi séu nefnd. Þangað eru aðilar velkomnir óháð búsetu. „Já við greiðum allan kostnað við Gistiskýlið og rekum það. Við höfum ekki vísað fólki úr öðrum sveitarfélögum frá ef pláss er í skýlinu. Í fyrra voru um 150 gistinætur þar frá fólki sem kom annars staðar frá. Í Konukoti voru gistinætur fólks úr öðrum sveitarfélögum en Reykjavík 750 eða 25% af heildargistinóttum,“ Segir Regína Ástvaldsdóttir, sviðstjóri Velferðarsviðs. Þá segir hún mikilvægt að sveitarfélögin alls staðar að á landinu setjist niður og vinni saman að lausn þessara mála.Er samtal á milli sveitarfélaga þegar kemur að þessum málaflokki?„Já það er samtal á milli sveitarfélaga. Við eigum í samstarfi við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og ég finn ekki fyrir öðru en áhuga hjá þeim til að taka þátt í þessum málum. Þá hefur það ekki komið í framkvæmd að önnur sveitarfélög borgi fyrir viðveru íbúa sinna í gistiskýlinu við Lindargötu,“ segir Regína. Þá er ljóst að Reykjarvíkurborg beri þungann í málefnum utangarðsfólks en vandi þeirra hefur oft verið kallaður höfuðborgarvandi. „Það er eðlilegt að fólk leiti til höfuðborgarinnar sem á í fíkniefnavanda eða margþættum vanda. Þetta er þekkt erlendis og þar er mjög algengt að ríkið komi líka að þessum málaflokki vegna þess að það er vitað að höfuðborgin hefur ákveðið aðdráttarafl fyrir þennan hóp,“ segir Regína. Húsnæðismál Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Erlent Fleiri fréttir Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Sjá meira
Reykjavík er eina sveitarfélagið á Höfuðborgarsvæðinu sem starfrækir neyðarúrræði vegna utangarðsfólks. Sviðstjóri Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir nauðsynlegt að sveitarfélögin vinni saman að lausn þessara mála. Málefni heimilislausra eru margþætt enda eru þeir ólíkur hópur. Annars vegar er um þá að ræða sem eru utangarðs vegna áfengis- eða vímuefnaneyslu og hins vegar þá sem bíða eftir félagslegu húsnæði. Í svari þáverandi Félagsmálaráðherra við fyrirspurn frá árinu 2017 kemur fram að Reykjavíkurborg stæði sig best í að útvega fólki félagslegt húsnæði en Garðabær og Kjósahreppur verst. Reykjarvíkurborg rekur Gistiskýlið við Lindargötu og Konukot svo dæmi séu nefnd. Þangað eru aðilar velkomnir óháð búsetu. „Já við greiðum allan kostnað við Gistiskýlið og rekum það. Við höfum ekki vísað fólki úr öðrum sveitarfélögum frá ef pláss er í skýlinu. Í fyrra voru um 150 gistinætur þar frá fólki sem kom annars staðar frá. Í Konukoti voru gistinætur fólks úr öðrum sveitarfélögum en Reykjavík 750 eða 25% af heildargistinóttum,“ Segir Regína Ástvaldsdóttir, sviðstjóri Velferðarsviðs. Þá segir hún mikilvægt að sveitarfélögin alls staðar að á landinu setjist niður og vinni saman að lausn þessara mála.Er samtal á milli sveitarfélaga þegar kemur að þessum málaflokki?„Já það er samtal á milli sveitarfélaga. Við eigum í samstarfi við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og ég finn ekki fyrir öðru en áhuga hjá þeim til að taka þátt í þessum málum. Þá hefur það ekki komið í framkvæmd að önnur sveitarfélög borgi fyrir viðveru íbúa sinna í gistiskýlinu við Lindargötu,“ segir Regína. Þá er ljóst að Reykjarvíkurborg beri þungann í málefnum utangarðsfólks en vandi þeirra hefur oft verið kallaður höfuðborgarvandi. „Það er eðlilegt að fólk leiti til höfuðborgarinnar sem á í fíkniefnavanda eða margþættum vanda. Þetta er þekkt erlendis og þar er mjög algengt að ríkið komi líka að þessum málaflokki vegna þess að það er vitað að höfuðborgin hefur ákveðið aðdráttarafl fyrir þennan hóp,“ segir Regína.
Húsnæðismál Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Erlent Fleiri fréttir Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Sjá meira