Mikilvægi gleðigöngunnar Hanna Katrín Friðriksson skrifar 9. ágúst 2018 07:00 Í skrifum sínum um opið samfélag manna um miðja síðustu öld setti austurríski heimspekingurinn Karl Popper fram þversögnina um umburðarlyndishugtakið. Þversögnin felur í sér að til þess að viðhalda umburðarlyndu samfélagi, verði samfélagið að sýna umburðarleysi fullkomið umburðarleysi. Á Vesturlöndum búum við í hinu opna samfélagi sem Popper skrifaði um. Samfélagi sem fagnar fjölbreytni og byggir á gildum lýðræðis, frelsis, mannréttinda, jafnréttis og umburðarlyndis. Hinsegin dagar eru haldnir hátíðlegir þessa vikuna þar sem fjölbreytileika mannlífsins er fagnað með margvíslegum hætti. Það er ekki bara hinsegin fólk sem fagnar, meginþorri þjóðarinnar tekur undir, enda fátt sem betur staðfestir stöðu okkar sem opið, frjálslynt, vel upplýst, umburðarlynt samfélag en akkúrat gleðigangan og önnur hátíðarhöld sem fylgja hinsegin dögum. En það eru blikur á lofti. Ef við lítum út fyrir landsteinana eru mörg dæmi um uggvænlega þróun þar sem öfgaöfl af ýmsu tagi hafa náð eða eru nálægt því að ná fótfestu. Við vitum hvað því fylgir; hertar aðgerðir gegn frelsi og velferð kvenna, þrengt að réttindum hinsegin fólks, ráðist gegn dómurum, kennurum, fjölmiðlafólki og öðrum sem ekki eru nægilega leiðitamir, fyrir utan útlendingaandúðina. Fyrir aðeins nokkrum vikum var hér staddur heiðursgestur frá danska þinginu í tilefni 100 ára fullveldisafmælis Íslands. Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins, er stjórnmálamaður sem berst fyrir öðrum gildum en þeim sem tengjast opnum, umburðarlyndum samfélögum. Réttindi hinsegin fólks eru henni til dæmis ekki ofarlega í huga: kirkjuleg vígsla samkynhneigðra vegur að hjónaböndum gagnkynhneigðra og með barneignum samkynhneigðra er of langt gengið. Þið þekkið orðræðuna. Það hefði sannarlega verið við hæfi að fulltrúi annarra gilda, þeirra sem liggja nær íslensku samfélagi, hefði heiðrað okkur með nærveru sinni á þessum merkisdegi. Ég trúi því að frelsið og jafnréttið séu sterkustu öflin. Að baráttan fyrir áframhaldandi opnum, frjálslyndum samfélögum verði ofan á. En það gerist ekki fyrirhafnarlaust og ekki með því gefa umburðarleysinu lausan tauminn. Við þurfum öll að vera á vaktinni og þar er mikilvægi gleðigöngunnar á laugardaginn ótvírætt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hanna Katrín Friðriksson Hinsegin Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í skrifum sínum um opið samfélag manna um miðja síðustu öld setti austurríski heimspekingurinn Karl Popper fram þversögnina um umburðarlyndishugtakið. Þversögnin felur í sér að til þess að viðhalda umburðarlyndu samfélagi, verði samfélagið að sýna umburðarleysi fullkomið umburðarleysi. Á Vesturlöndum búum við í hinu opna samfélagi sem Popper skrifaði um. Samfélagi sem fagnar fjölbreytni og byggir á gildum lýðræðis, frelsis, mannréttinda, jafnréttis og umburðarlyndis. Hinsegin dagar eru haldnir hátíðlegir þessa vikuna þar sem fjölbreytileika mannlífsins er fagnað með margvíslegum hætti. Það er ekki bara hinsegin fólk sem fagnar, meginþorri þjóðarinnar tekur undir, enda fátt sem betur staðfestir stöðu okkar sem opið, frjálslynt, vel upplýst, umburðarlynt samfélag en akkúrat gleðigangan og önnur hátíðarhöld sem fylgja hinsegin dögum. En það eru blikur á lofti. Ef við lítum út fyrir landsteinana eru mörg dæmi um uggvænlega þróun þar sem öfgaöfl af ýmsu tagi hafa náð eða eru nálægt því að ná fótfestu. Við vitum hvað því fylgir; hertar aðgerðir gegn frelsi og velferð kvenna, þrengt að réttindum hinsegin fólks, ráðist gegn dómurum, kennurum, fjölmiðlafólki og öðrum sem ekki eru nægilega leiðitamir, fyrir utan útlendingaandúðina. Fyrir aðeins nokkrum vikum var hér staddur heiðursgestur frá danska þinginu í tilefni 100 ára fullveldisafmælis Íslands. Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins, er stjórnmálamaður sem berst fyrir öðrum gildum en þeim sem tengjast opnum, umburðarlyndum samfélögum. Réttindi hinsegin fólks eru henni til dæmis ekki ofarlega í huga: kirkjuleg vígsla samkynhneigðra vegur að hjónaböndum gagnkynhneigðra og með barneignum samkynhneigðra er of langt gengið. Þið þekkið orðræðuna. Það hefði sannarlega verið við hæfi að fulltrúi annarra gilda, þeirra sem liggja nær íslensku samfélagi, hefði heiðrað okkur með nærveru sinni á þessum merkisdegi. Ég trúi því að frelsið og jafnréttið séu sterkustu öflin. Að baráttan fyrir áframhaldandi opnum, frjálslyndum samfélögum verði ofan á. En það gerist ekki fyrirhafnarlaust og ekki með því gefa umburðarleysinu lausan tauminn. Við þurfum öll að vera á vaktinni og þar er mikilvægi gleðigöngunnar á laugardaginn ótvírætt.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun